Vísir - 11.11.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 11.11.1977, Blaðsíða 3
 3 VÍSIR Föstudaeur 11. nóvember 1977 Flugsamgöngur við um heiminn hafa sérstöðu sem öryggismál „Öheftar flugsam- göngur íslands við um- heiminn eru ekki venju- legt hagsmunamál, held- ur öryggismál. Því öryggi má ekki eyða í eldi verk- falla og vinnudeilna", segir í ályktun sem stjórn Flugleiða hefur sam- þykkt. 1 kjölfar nýafstaðinna vinnu- stöðvana, sem lömuðu flugsam- göngur til og frá landinu um tveggja vikna skeið lýsir stjórn Flugleiða áhyggjum sinum vegna tiðra verkfalla sem raska eða stöðva rekstur fyrirtækisins og grafa undan afkomu þess. Stjórnin minnir á að flugsam- göngur við Island hafi algjöra sérstöðu umfram samgöngur til og frá öðrum löndum, vegna legu landsins og einangrunar. Séu flugsamgöngur rofnar, brestur sá strengur sem tengir Island viö umheiminn á ótal sviðum, viðskiptalegum, menn- ingarlegum, persónulegum og ekki sist öryggislegum. Stjórn Flugleiða hvetur stjórnvöld, samtök vinnuveit- enda og stéttarsamtök til þess að leita nýrra úrræða i þessum efnum. —sg Lögbannsmálið á Neskaupstað: „Þeir vilja reisa ráðhús á lóðinni" „Bæjaryf irvöld hafa ekki gef ið mér nein viðhlít- andi svör um, hvers vegna mér var neitað um leyfi fyrir þessari viðbyggingu, en það eru uppi ráðagerðir um að byggja ráðhús þar sem hús mitt stendur", sagði Pétur Óskarsson byggingameistari á Nes- kaupstað í samtali við Vísi. Viðbyggingin sem hann byggði við hús sitt þrátt fyrir lögbann stendur enn óhögguð, en yfirvöld gáfu honum frest til 5. nóvember að rifa hana. ,,Eina skýringin sem ég hef fengið á neitun fyrir leyfinu er sú að húsið muni þá hækka i verði og bæjarsjóður geti þá ekki keypt húsið. Leiguréttur á lóðinni er hins vegar ekki laus fyrr en eftir 25 ár og ef þeir fara ekki út i beint eignanám þá get ég ekki séð hvernig þeir geta staðiö á neitun- inni”, sagði Pétur ennfremur. Hús Péturs stendur að Egils- braut 9 og er miðsvæðis i bænum á mjög góðum stað. Hann sagði að þarna vildu ýmsir láta byggja ráðhús en um það væri ekki sam- staða i bæjarstjórn og engin aug- lýsing um breytt skipulag hefur komið fram. Pétur Öskarsson sagði aö það væri hart að þurfa að standa i hörkudeilum til þess að byggja 26 fermetra viðbyggingu i þeim til- gangi einum að bæta við lélegan húsakost fjölskyldunnar. Bæjarstjórn Neskaupstaðar lét setja lögbann á viðbygginguna og setti 250 þúsund króna tryggingu. Viðbyggingin reis samt sem áöur og hefur fógeti málið nú til með- ferðar. Þá óskaöi bæjarstjórn eft- ir þvi við byggingarnefnd að hún ógildi löggildinu Péturs sem bvggingameistara þar til hann rííi bygginguna. . Að sögn Loga Kristjánssonar bæjarstjóra er málið nú i höndum lögfræöings bæjarins. —SG Vilja upplýsingar um samskiptin við fulltrúa Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins ,,Barátt uhrey fingi n gegn heimsvaldastefnunni” hefur sent frá sér orðsendingu, þar sem þess er farið á leit „við Islensk stjór.n- völd, að þau geri héðan I frá opin- berlega grein fyrir öllum sam- skiptum embættismanna rfkisins við IMF og við systurstofnun þess, hinn svokallaða Alþjóða- banka”. 1 orösendingunni er þvl lýst yf- ir, að IMF — eða alþjóða gjald- eyrissjóðurinn — sé tæki Banda- rlkjanna og hafi það markmið ,,aö koma þjóðum heimsins á klafa fjölþjóða banka og auö- hringa”. Fulltrúar sjóðsins hafa undanfarna daga átt viðræður við islenska ráðamenn hérlendis. — ,esj MEGAS OG SPIL- VERKIÐ SAMAN Á NÝRRI PLÖTU Megas og Spilverk Þjóðanna hafa gert nýja hljómplötu, „Á bleikum náttkjólum", sem Iðunn gefur út. Þar eru flutt Ijóð og lög AAegasar. „Þessi nýja plata Megasar og Spilverksins er ólik fyrri plötum Megasar að þvi leyti, að hann sýnir á köflum meiri hlýju en áður. Eri á þessari plötu er einn- ig aö finna efni og flutning, sem vafa laust mun hneyksla marga, svo sem tvö lög sem flokkast gætu undir svonefnt ræflarokk”, segir I frétt frá út- gefenda. Auk Megasar og Spilverks Þjóðanna leika á plötunni Karl Sighvatsson, Helgi Guðmunds- son, Eggert Þorleifsson og Viðar Alflreðsson. —ESJ Bahamakynning 10.-16. nóvember P í samvinnu við Flugleiðir hf. efnir Hótel Loftleiðir til Bahama- kynningar í hótelinu dagana 10. - 16. nóvember n.k. Framreiddur verður þjóðarréttur Bahamabúa, Conch fritters (skelfiskur). Hin víðkunna hljómsveit Count Bernadion kom beint frá Bahamaeyjum til þátttöku í þessari kynningu. Hljómsveitin flytur fjörug og fjölbreytt skemmtiatriði af þeim léttleika og lífsgleði, sem einkennir íbúa Karabísku eyjanna. Vinningur: Flugfar til Bahamaeyja fyrir tvo. Matarmiði gildir sem happadrættismiði. Vinningurinn.flugfar til Bahamaeyja fyrir tvo verður dreginn út 21. nóvember n.k. Spariklæðnaður Borðpantanir hjá veitingastjóra í síma 22321 HÓTEL LOFTLEIÐIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.