Alþýðublaðið - 29.10.1969, Qupperneq 23

Alþýðublaðið - 29.10.1969, Qupperneq 23
Alþýðublaðið 50 ára — 55 Framh. af bls. 53. eftir þriggja ára dvöl þar í landi. Þar hafði ég kynnzt jafnaðarstefnunni og var nýr maður í Alþýðuflokknum. Var síður en svo laust við, að sum- ir flokksmenn tortryggðu mig og ýmsir aðrir lágu mér á hálsi fyrir skoðanaskipti, sem mér hefur virzt að hjá lýðræðisþjóð- inni íslendingum hafi verið talin upp undir það eins víta- vert afbrot og sauðaþjófnaður. En vel fór á með okkur Vil- hjálmi, og með okkur tókst vinátta, sem aldrei rofnaði, en jókst eftir því sem lengra leið. Við ræddum bókmenntir og hvers konar þjóðmál, og var svo jafnan, þegar við hittumst eða töluðum saman í síma. Duldist mér ekki, að honum jókst sífellt manndómur og þroski, og áhugi hans á heill verkalýðsins og þjóðarheildar- innar fór síður en svo rénandi og þótt ólgan í skapi hans dvínaði nokkuð með aldrinum, var hún þó ævinlega til staðar undir niðri, og oft varð honum ærið heitt í hamsi seinustu ár- in, sem hann lifði. Eftir því sem lengra leið á ævina, varð honum það æ ljós- ara, að um leið og verkalýð- urinn á sjó og landi berðist hart fyrir bættum lífskjörum, væri ekki síður mikils um það vert, að hann fræddist sem mest og bezt um félags- og menningarmál almennt, og Vilhjálmur harmaði það mjög, hve fræðslustarf íslenzkra verkalýðssamtaka hefði verið veigalítið. Hann vildi, að ungu fólki yrði það ljóst, hvað unn- izt hefði í auknum mannrétt- indum og bættum lífskjörum og það mótaði á grundvelli reynslunnar skynsamlega stefnu í hagsmunabaráttu framtíðarinnar, stefnu sem mið- aðist við hag þjóðarheildarinn- ar. Honum sveið manna mest sundrungin í hópi verkafólks- ins og taldi hann meginástæðu hennar skort á víðtækri og staðgóðri fræðslu um fram- vindu félags- og menningar- mála hér á landi og erlendis. Slík fræðsla væri hið eina, sem gæti forðað hinni upp- vaxandi kynslóð frá að verða leiksoppur pólitískra ofsatrú- armanna og spákaupmanna. Sjálfur hafði Vilhjálmur lagt sívaxandi áherzlu á að verða sem óháðastur æsilegum á- róðri, og þess gætti mjög í skrif- um Hannesar á horninu. Þessu hafði fólk tekið eftir, og ein- mitt það hafði aukið að mikl- um mun vinsældir Vilhjálms bæði innan Alþýðuflokksins og utan hans vébanda. Sagnabálkur Vilhjálms um átthaga hans og fólkið þar kom út í fjórum bindum. Þau heita Brimar við Bölklett, Krókalda, Kvika og Beggja skauta byr. í annarri útgáfu komu þau út á sextugsafmæli höfundarins. Þau virðast mér aldrei hafa verið metin eins og vert væri, enda tel ég þau skipa honum varanlega á bekk merkra ís- lenzkra sagnaskálda. í raun- inni er þetta skáldrit hið eina í íslenzkum bókmenntum, sem lýsir samfellt baráttu alþýð- unnar við sjóinn, umkomuleysi hennar, svo sem það sums staðar var allt fram á fjórða áratug þessarar aldar, fálm- kenndum samtökum hennar, skorti á sjálfstrausti, en þó smátt og smátt vaxandi þori, gengi og sjálfsvirðingu. í þessu stóra skáldriti eru og glöggar mannlýsingar — og þá ekki síður rík ást á náttúr- unni og ljúfur blær minninga frá bernskuárunum, án þess þó, að höfundurinn gleymi því raunsæi, sem honum tókst að samrýma gliti slíkrar trúar á þá framtíð, sem fólkinu væri búin, þegar rýmt hefði verið Bölklettinum úr sóknarleið hag sældar og menningar. Þá eru og ýmsar af smásög- um Vilhjálms vel skrifaðar og eftirminnilegar — og vil ég þar fyrst og fremst benda á sög- una Nýtt hlutverk, sem hefur verið kvikmynduð, en þá sögu tel ég sýna ógleymanlega mynd r Unga fó/kið veit að a ALAFOSS * GÓLFTEPPI er rétta undirstaðan islenzkur iðnaður úr íslenzkri ul/ PlNGHGLi 3STRÆT! 2 RFYKJAVfK SfM113404 UMBOÐ UM ALLT LAND af eðliskostum, sem engin þjóð getur án verið og þess vegna ber að rækta, ef henni á að vegna vel, hvað sem líður auknum þægindum og velsæld. Sögu Eyjólfs á Dröngum, Kaldur á köflum, tel ég merk- asta af ævisögum þeim, sem Vilhjálmur skrifaði, en þær flytja þó allar — og eins hin mörgu viðtöl og þættir — mik- inn og traustan fróðleik um líf og kjör íslenzkrar alþýðu, karla og kvenna á siðustu ár- um 19. aldar og fyrstu áratug- um þessarar, og þar er brugð- ið upp fjölmörgum Ijóslifandi myndum af mönnum og at- SVALAR

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.