Vísir - 01.12.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 01.12.1977, Blaðsíða 3
3 vism Fimmtudagur 1. desember 1977 Þorskve iðibann fró 20. des. til órair lóta Allar þorskveiðar verða bannaðar hér við land á timabilinu 20. desember til 31. desem- ber 1977 að báðum dög- um meðtöldum. Er þetta bann samkvæmt reglu- gerð sem sjávarútvegs- ráðuneytið hefur gefið út. Ctgerðaraðilum skuttogara er þó heimilt að velja um að stöðva þorskveiðar i 12 daga samfellt hvenær sem er i desember enda sé ráðuneytinu tilkynnt um það ekki siðar en 5. desember. A þeim tima sem fiskiskip mega ekki stunda þörskveiðar má hlutdeild þorsks i heildarafla hverrar veiðiferðar ekki nema meiru en 10%. Þorskafli undir þeim mörkum skoðast sem lög- legur aukaafli. Fari þorskaflinn fram Ur þessu marki verður það sem umfram er gert upptækt. Þá er i reglugerðinni lagt bann við veiðum með þorskfisknetum frá 1. janúar til 31. mai 1978 án sérstaks leyfis sjávarútvegsráðu- neytisins. Ráðuneytið getur bundið leyfi við ákveðnar teg- undir og stærðir skipa og meðal annars ákveðið að ekki fái leyfi þau skip er á ákveðnu timabili hafa stundað aðrar veiðareins og til dæmis loðnuveiðar. Að lokum segir að allar veiðar með þorskfisknetum skuli bannaðar i 10 daga á vetrarvertið árið 1978. Auglýst verður með að minnsta kosti sjö daga fyrirvara á hvaða timabili bannið skuli gilda. —SG Veggskjöld- ur um út- fœrslu land- helginnar Gefin hefur verið út vegg- skjöldur til að minnast þeirra áfanga, sem orðið hafa i út- færslu landhelginnar við ísland, en það er félagið Ýr, fjölskyldu- félag landhelgisgæslumanna, sem stendur að útgáfunni. Eirikur Smith, listmálari, teiknaði veggskjöldinn, en á honum er mynd af merki Land- helgisgæslunnar og myndir af fjórum varðskipanna og einni flugvél. Veggskjöldurinn kostar 4.000 krónur. Hann verður ekki til sölu i verslunum, heldur hjá þremur félagskonum Ýrar, Þær eru Elin Skeggjadóttir, Alfhóls- Formaður Vrar Elin Skeggja- dóttir með nýja landhelgisvegg- skjöldinn. Visismynd: JA. vegi 39, Kópavogi, Edda Þor- varðsdottir, Vesturbergi 100, Reykjavik, og Jóna M. Guð- mundsdóttir, Stórateig 8, Mos- fellssveit. —ESJ Tveir skipstjórar um flotvörpubannið: „Afturganga liðins tíma vinnuþrœlkun- ar til sjós ## „Við skorum á stjórnvöld að hafa að engu sýndarályktanir sem forusta Liú hefur fengið samþykktar á aðalfundi sinum með naumum meirihluta”, segir i yfirlýsingu frá tveimur skipstjórum, þeim Guðjóni Kristjánssyni á ísafirði og Brynjólfi Halldórs- syni i Reykjavík. Þeir eiga þar við samþykktir aðalfundar Llú um bann við veiðum með flotvörpu á næsta ári. „Þvilik afturhaldssjónarmið sem þar komu fram bera vitni um þann þekkingarskort bæði á fiskveiðum og rekstri fiskiskipa sem þessir aðiiar virðast búa yfir. Eru þar sömu sjónarmið á ferð og komið hafa fram áður varðandi fiskvinnslu i landinu — þar sem fyrst er fjárfest og siðan er barist inn- byrðis um aflann sem á land kemur með yfirborgunum og fjölgun vinnslustöðva. Þar sem enginn rekstrargrundvöllur er fyrir hendi — þá er þrautalend- ingþessara framsýnu manna að fara i betlileiðangur i rikiskass- ann”, segja þeir. „Ef fara ætti að þeirra stór- snjöllu hugmyndum”, bæta þeir við „værum við sjómenn enn að fiska með gömlu hampþorska- netunum, nótabátar okkar væru kraftblakkarlausir og við værum aðöðru leyti langt á eftir okkar samtiö”. Þeir benda einnig á að „vinna til sjós er engin grínleikur sem útgerðarmenn geta sett á svið með fölskum leiktjöldum til aö skapa sér leiðir.að tjaldabaki i sameiginlega fjárhirslu lands- manna”, og telja að hugmynd þessi sé „afturganga liðsins tima vinnuþrælkunar til sjós”. ■" , —ESJ. Nef nd undir- býr dómshús Skipuð hefur verið nefnd til að undirbúa byggingu dómshúss I Reykjavik og er Baldur Möller, ráðuneytisstjóri, formaður nefndarinnar. Auk hans verða i nefndinni Björn Ingvarsson, yfirborgar- dómari, Halldór Þorbjörnsson yfirsakadómari, og einn fulltrúi tilnefndur af Dómarafélagi Reykjavikur. —ESJ. Maður varð úti Ungur maður varð úti skammt frá bænum Svaðastöðum i Skaga- firði aðfaranótt þriðjudags. Leitarflokkar fóru til leitar þegar mannsins var saknað og fann björgunarsveitin á Sauöárkróki hann látinn. Maðurinn hét Friðrik Hansen Friðriksson og var frá Svaða- stöðum. —EA Baráttu- fundur 1. des. Baráttunefnd 1. desember 1977 hefur verið stofnuð. Mark- mið hennar er að beita sér fyrir aðgerðum 1. des. n.k. undir kjörorðunum: Verjum sjálf- stæði islands, Gegn erlendri stóriðju, island úr Nato — her- inn burt, Gegn báðum risaveld- unum USA og Sóvét. Nefndarmenn telja rangt að einangra 1. des við aðgerðir stúdenta. Baráttunefndin hefur boðað til fundar i Tjarnarbúð kl. 20.00 1. des. A dagskrá eru nokk- ur stutt ávörp m.a. frá sjálf- stæðisfólki frá Grænlandi og Færeyjuin og ávörp tengd kjör- orðum dagsins. —KS Hótelið í Eyjum: Endurbætur voru gerðar á hótelinu i Eyjum eftir gos. Nú er sýnt að loka verður yfir vetrarmánuðina ef ekki finnast einhverjar leiðir. Reyna oð finna leið- ir fil að hafa opið yfir vetramwnuðina „Viö erum alliraf vilja gerðir og viljum reyna allt frekar en þurfa að loka hótelinu,” sagði Birgir Viðar Halldórsson i sam- tali við Visien hann ásamt Kon- ráð Viðar Halldórssyni rekur hótelið i Vestmannaeyjum. A bæjarstjórnarfundi i Eyjum á mánudag var tekið íyrir beiðni frá þeim varðandi rekstur á hótelinu yfir vetrar- mánuðina. Fóru þeir fram á leyfi til að opna aftur diskótek i hótelinu sem yrði opið á fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöldum. Þetta var fellt á fundi bæjar- stjórnar en hins vegar var sam- þykktaðviðræðurfærufram við ráðamenn hótelsins um ein- hverjar aðrar leiðir til þess aö unnt veröi að hafa hótelið opið yfir vetrarmánuðina. Birgir Viðar sagði, aö þessa sjö mánuði ársins gengi reksturinn mjög erfiðlega. Ef ekki yrði hægt að finna ein- hverjar leiðir yrðu þeir að loka hótelinu þann tima en hafa aö- eins opið yfir sumartimann. —EA CAV HOLSET BLONDUAA á stoðnum bílolökk á allflesta togundir bíla frá Evrópu Japan og USA CARCOLOU HLOSSX ^ SKIPHOLTI 35 Ver'hn REYKJAVlK Shrilitola ER KVEIKJAIM 1 LAGI? *É.- Ny.'fullkomin t tæki við > prófun á y* FORÞJÖPPUM Lucas í brezka og japanska bila Ducellier i franska bíla NIEHOFF i ameríska bíla Varahlutaþjónusta Viðgerðarþjónusta BLOSSIE SKIPHOLTI 35 Vertlun __..... . VerfcWæd REYKJAVlK BLOSSII í SKIPHOLTI 35 Ver‘lun REYKJAVlK udilífa' iM Ljósastíllum a/la bí/a Rafmagnsviðgerðir fyrir Lucas og CAV BLOSSll £ SKIPHOLTt 35 fXS* REYKJAVlK

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.