Vísir - 01.12.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 01.12.1977, Blaðsíða 5
vism Fimmtudagur 1. desember 1977 Verð kr. 17.700.- Verð kr. 17.600.- / ^xuinai h.f. Suðurlandsbraut 16. Sfmi 35200. Réttarhöldun- um yfir Ment- en er lokið Hollenski milljóna- mæringurinn Pieter Menten flutti i gær fjög- Störfin í Hvíta húsinu lýjandi urra klukkustunda langa varnarræðu við lok réttarhaldanna yfir honum i Amsterdam. Hann er sakaður um striðsglæpi, fjöldamorð i hersetu násista i Pól- landi 1941. Menten, 78 ára gamall, bar sak- sóknaranum á brýn að vinna saman með stalinistum i Aust- ur-Evrópu við að búa til fals- vitnisburði á hendur sér. Sagði hann að sakargiftirnar á hendur sér væru liður i áróðri kommún- ista. Sagði hann að saksóknarinn, sem krefst ,1 ifstiðardóms, fái flest sin gögn frá þrem löndum sem vila ekkert fyrir sér i nauðgun þeirra á lögunum, Rússland, Pól- land og Austur-Þýskaland. Menten heldur þvi fram að fjöldamorðin á gyðingunum sem hann er sakaður um, hafi verið unnin af Ukrainumönnum, en ekki þýsku herdeildinni, sem hann hafi verið túlkur hjá. Réttarhöldin yfir Menten lista- verkasala hafa staðið i 25 daga en dómur er væntanlegur 14. desem- ber. Vinir Carters Banda- rikjaforseta og aðstoð- armenn eru farnir að hafa áhyggjur af þreytulegu útliti hans og þungu álaginu af for- setastörfunum. ,,Ég held að hann sé farinn eð eldast”, sagði Charles Kirbo gamall vinur Carters og sveitungi frá Georgiu, sem sér um hnetu- viðskipti Carters, meðan hann er i Hvita húsinu. Jody Powelll blaðafulltrúi Carters, sagði að honum væri ekki rótt, vegna þess hve álagiö væri mikið á forsetanum. Carter sem heyrði hvað Kirbo vinur hans sagði við blaðamenn- ina varð að orði: „0, þú litur ekki of vel út sjálfur”. ,,Ég hef komist að raun um það að forsetastörfin eru erfiðari en hnetubransinn og þú hefur fundið að hnetubransinn er erfiöari en lögmannsstörf I Georgiu”, sagði hann við Kirbo. Illar fréttir af þunghentri löggæslu stjórnvalda S-Afrlku mæta öðrum viðbrögðum en sömu fréttir af öðrum löndum. ekki leiðirbeint fyrir aftökusveit- ir eða lokar inni i dýblyssum. Andstaðan þarf ekki að vera önnur en sú, að hafa staðið vörð um gisla flugræningja á Entebbe- flugvelli og látið israelska vik- ingasveit koma sér að óvörum. Fréttir herma heldur ekki af at- vinnuleysi aftökusveita her- stjórnarinnar i Nigeriu, þar sem pólitisk andstaða getur heyrt undir byltingartilraun, eða valda- ránsamsæri og er alger dauða- sök. Jón og séra Jón Mannúðarstefna Carters iutan- rikismálum sér þó enga þörf rót- tækra aðgerða i vipskiptum við þessi riki. Keypt eru. þau sjálf- sögðu mannréttindi til handa gyð- ingum i Sovétrikjunum, að þeir fái að flytjast úr landi, með þvi aö selja Rússum bandariskt korn og hveiti. Nigeriustjórn nýtur full- kominnar virðingar i Washington og um leið á vesturlöndum, en hún er næst á eftir Saudi Arabiu stærsti útflytjandi á oliu til Bandarikjanna. Þar i liggur nefnilega mikiil munurá Nigeriu og Suður-Afrfku. Nigeria á gnótt af oliu. Suður- Afrika enga. Við höfum séð oliuna kynda undir meiri hræsni i utanrikis- málum siðustu fjögur árin, en þeirri, sem speglast i misjafnri afstöðu vesturlanda til Afrikulýð- veldanna. Flest virðist renna ljúf- lega niður, ef það er borið fram i oliu. SOARES FER FRAM A TRAUSTSYFIRLÝS INGU ÞINGSINS Mario Soares, forsæt- isráðherra Portúgals, leggur fyrir þingið i dag tillögu um traustsyfir- lýsingu til handa 16 mánaða gamalli minni- hlutastjórn sósialista. Dr, Soares á ekki vis nema at- kvæði 102 þingmanna sósialista, vegna brotthlaupa úr þingflokkn- um. Af 263 þingsætum ráða sósl- aldemókratar yfir 73 og mið- demókratar yfir 41, svo að saman geta þeir fellt stjórnina. John Vorster/ forsætisráðherra/ ásamt einum með ráðherra sinna. örlög stjórnarinnar eru þvi i höndum 40 þingmanna kommún- ista en þeir hafa haft tilhneigingu tilaðfylgja fremur Soares og sós- ialistum að málum en hægri flokkunum. Soares sagði blaðamönnum i gær, að sér hefði mistekist að fá stjórnarandstöðuna til að styðja strangar efnahagsráðstafanir sem stjórn hans hafði á prjónun- um. Þvi leggi hann örlög stjórn- arinnar undir atkvæði þingsins. Hann kvaðst samt reiðubúinn til að reyna nýja stjórnarmynd- un, ef stjórnin fellur og Eanes for- seti biður hann um slikt. ,,Ég hel, að kjósend- ur hafi talað skýrara máli, en nokkur gæti undir hvaða kringum- stæðum, sem vera skal”, sagði John Vorster, forsætisráð- herra Suður-Afriku, þegar ljóst varð af at- kvæðatalningu i nótt, að flokkur hans, Þjóð- arflokkurinn, mundi fara með stórsigur úr kosningunum i gær. Þegarleiðá talninguna, blasti við, að þjóðarflokkurinn mundi auka við meirihluta sinn. Þvi var spáð, að hann mundi hljóta 134 þingsæti af alls 165 Hið vinstrisinna framsóknar- samband sýndist verða stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Formaður hans, Colin Eglin, lét sér vel lika að hverju stefndi, og sagði, að stjórnarandstaðan yrði einungis áhrifarikari fyrir bragðið. Hann hélt að þingfylgi stjórnarandstæðinga myndi minnka úr 48 þingsætum i rúm 30. Leiðtogar hinna tveggja stjórnarandstöðuflokkanna féllu I sinum kjördæmum fyrir frambjóðendum Framsóknar- sambandsins. John Vorster sagðist ekki mundu breyta fyrri afstöðu sinni til öryggismála eða til sambúðar blakkra og hvitra i Suöur-Afriku eftir þennan sigur. „Eins og staða Suður-Afriku er um þessar mundir, getum viö ekki leikið okkur með öryggi rikisins”, sagði hann. GRIGORENKO TIL BANDARÍKJANNA Einn þekktasti and- ófsmaður Sovétrikj- anna, Pyotr Grigor- enko, fyrrum hershöfð- ingi, er kominn til Bandarikjanna til sex mánaðar dvalar. Um 100 Rússar tóku á móti hinni sjötugu striðshetju og konu hans, þegar þau komu til New York. Hershöfðinginn forðaðist að ræða stjórnmál og var greini- lega staðráðinn í að segja ekk- ert, sem gæti komið I veg fyrir að hann fengi að snúa heim aftur að lokinni Bandarikjadvöl sinni. Hann kvaðst ætla heim aftur og halda áfram mannrétt- indabaráttu sinni þar. Grigorenko lauk lofsorði á sovésk yfirvöld fyrir aö leyfa sérað fara til lækninga i Banda- rikjunum og hitta þar 32 ára gamlan son sinn, Andrei. Hann kvað þá ákvörðun hafa veriö til að greiða úr persónulegum þörfum hans, en ekki pólitiskt tafl. ,,Ég vonast til að snúa heim aftur, og mun láta ógert að fara með pólitískar yfirlýsingar. Þeir sýndu góðmennsku, og ég skulda stjórninni tryggð, sér- staklega meðan ég er erlendis”, sagði hann. Grigorenko neitaði að fæða um vandamál anddfsmanna I Sovétrikjunum. En spurður um, hvort fólk væri enn sent I geð- sjúkrahús fyrir pólitiskar skoð- anir, svaraði hann einfaldlega: „Já”. Grigorenko, sem var sæmdur Leninorðunni i sfðari heims- styrjöldinni, hefur tvivegis ver- ið lokaður inni á geðsjúkrahúsi fyrir pólitiskt atferli, fyrra sinn- ið i 14 mánuði, en i það siðara I fjögur ár. YFIRBURÐASIGUR JOHN VORSTERS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.