Vísir - 01.12.1977, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 1. desember 1977
11
bókasafniö þar til nú. Haraldur
Guðnason bókavörður, sem séð
hefur um bókasafnið i Eyjum frá
þvi 1949, vildi opna það á gosárinu
1973 aftur fyrir þá sem þá unnu i
Eyjum. Fékk hann þá aðstöðu i
tveimur skólastofum en siðar
eina þegar fjölgaði i skólanum.
,,Þetta er þvi geysilegur mun-
ur”, sagði hann i spjalli við Visi.
Húsið sem bókasafnið var i áður,
fór undir hraun i gösinu ’73, en
bókunum var öllum hægt að
bjarga. Haraldur sagði að bækur
safnsins væru nú um 22 þúsund
Ille Guðnason eiginkona Haraldar
Guðnasonar bókavarðar, með
bænateppi sem hún saumaði fyrir
nýja safnið.
llmilegt bókasafn
— vinna við byggðasafnið í fullum gangi og
ráðgert að opna skjalasafn
,,Jú, Vestmannaeyingar lesa
ansi mikið”, sagði hann. ,,Það
hefur verið óhemju mikil aðsókn
að safninu og hún hefur alltaf
aukist”. Safnið hefur þó verið lok-
að á meðan unnið hefur verið i
nýja húsnæðinu.
Börnunum ekki gleymt
Bókasafnið verður opnað al-
menningi á föstudag og börnun-
um er ekki gleymt. 1 safninu er
sérstakur salur ætlaður þeim,
skemmtilega og þægilega inn-
réttaður.
Haraldur hyggst nú draga sig i
hlé frá störfum en þegar þar að
kemur tekur Helgi Bernódusson
við af honum.
Þegar blaðamenn Visis skoð-
uðu húsið fyrir stuttu var unnið af
kappi i byggðasafninu i húsinu.
Þeir Þorsteinn Viglundsson og
Þorsteinn Vlglundsson (nær) og Ragnar óskars-
son safnvöröur I Byggðasafninu, vinna aö þvl aö
koma upp hlutum I sjávarútvegsdeildinni.
Þetta er meðal þess sem sjá má I Byggöasafninu
sem unniö er viö af fullurn krafti.
Ljósm.: Guömundur Sigfússon.
Ragnar Óskarsson sem hefur
verið ráðinn safnvörður þar, unnu
að þvi að koma alls kyns merki-
legum hlutum upp i sjávarút-
vegsdeild safnsins.
Ekki má svo gleyma listasafn-
inu sem auðvitað fylgir með, en
þar verða meðal annars 33 verk
eftir Kjarval sem eru i eigu safns-
ins. —EA
Ekki hefur verið ákveðið
hvenær byggðasafnið opnar en
plássið sem það fær nú er öllu
hentugra en það sem safnið haföi
áður.
Á SJÚKRAHÓTELI RAUÐA KROSSINS
„Mikil
nauðsyn
á slíkrí
stofnun"
— segir Jóhann M.
Jóhannsson
frá Bálkastöðum
ekki getað verið hér, hefði ég
orðið að vera einhvers staðar
hjá ættingjum eða kunningjum,
en maður vill ekki vera of mikið
upp á aðra kominn. Það er eng-
inn vafi á þvi aö ég hefði verið
styttri tima fyrir sunnan ef ég
hefði orðið að velja þann kostinn
að búa hjá einhverju fólki hér.
Ég á aðeins eftir að vera hér i
eina viku, svo það kemur ekki
beinlinis við mig þótt hótelið
verði lagt niður um áramótin.
En mér finnst stofnunin svo
nauðsynleg, að það ætti ekki að
vera hægt að leggja hana nið-
ur,” sagði Jóhann.
—SJ
Jón Guömundur Jónsson.
„Sorgar-
tíðindi,
ef þarf
að loka
hótelinu"
— segir Jón Guð-
mundur Jónsson
frá Deildará
„Hér er rólegt og gott
fólk og ágæt aöbúð aö öllu
leyti," sagöi Jón Guð-
mundur Jónsson, bóndi á
Deildará i Austur-Barða-
strandasýslu.
Jón sagöist vera búinn að
vera á sjúkrahótelinu i 5 vikur
núna, en áður dvaldi hann um
tima þar i vor. Þessi dvöl hans
hefur verið vegna hásinarslits
sem hann fékk fyrir hvitasunnu
i vor.
„Þetta rifnaði allt upp”, sagði
hann ,, og þess vegna þarf ég að
vera hér til meðferðar. Hefði ég
ekki komist hér að reikna ég
með aö ég heföi verið eitthvað á
sjúkrahúsi en að öðru leyti hjá
dóttur minni sem er búsett i
Hafnarfirði. Hún hefur þó ekki
góðar heimilisaðstæður og þvi
hefur mér likað sérstaklega vel
að vera hér. Það eru sorgar-
tiðindi ef það þarf að loka þessu.
Ég vona að ég verði orðinn
góður fyrir áramót og kominn
aftur heim. Maður hafði þetta
fyrir dúntekjuna. Ég ætlaði að
stökkva lengra en ég var maður
til”.
Snjóiaug Siguröardóttir.
„Með ólíkindum
að svona slaður
geli veríð til"
— segir Snjólaug Sigurðardóttir
,,Mér finnst með ólík-
indum að svona staður
geti verið til á íslandi.
Éf leggjaá hann niður, er
það beinlínis sorglegt",
sagði Snjólaug Sigurðar-
dóttir.
Snjólaug kvaðst hafa útskrif-
ast af Landsspitalanum þrem
dögum eftir erfiðan uppskurð
vegna þess að þar var þá slysa-
vika. Hún gat þó engan veginn
verið ein og þvi fékk hún pláss á
sjúkrahótelinu.
„Hér er allt gert fyrir fólk og
starfsfólkið er okkur sérstak-
lega gott. Ég vona aö þessi
starfsemi þurfi ekki að falla nið-
ur.Þetta er nauösynleg stofnun,
auk þess sem það er mikið ódýr-
ara að hafa fólk hér en að halda
þvi á sjúkrahúsunum.
Eitt af þvi sem ég hef kunnað
vel að meta hér er hve mikið ör-
yggi er að hafa góða nætur-
verði. Eins eykur það öryggið
að hótelið hefur beint samband
við deildir þeirra sjúkrahúsa
sem sjúklingarnir koma frá.
Þetta eykur mjög öryggiskennd
fólks”, sagði Snjólaug.
—SJ