Vísir


Vísir - 10.01.1978, Qupperneq 4

Vísir - 10.01.1978, Qupperneq 4
c m _ Þriðjudagur 10. janúar 1978 vism { Umsjón: Guðmundur PéturssorT TEKIÐ UPP ÚR FERÐATÖSKUM JIMMY CARTERS Sjö landa heimsókn Carters er nú að baki, og eins og blasti við fyrir ferðalagið, var reynt að gina yfir of miklu á of naumum tima. Útkoman er sem sé nokkuð blandað kon- fekt. Ýmist einhver ár- angur eða vonbrigði, kryddað ófyrirsjáan- legum óhöppum. Sumt þykir lofsvert. Annað er gagnrýnt. Þegar Carter lagði upp i niu daga ferð sina, leit hann á sig sem krossfara með kyndil lýö- ræöisins að leiðarljósi, staðráö- inn i að bæta hinn syndum spillta heim. — Að eigin mati, sem kom fram i viðtali i flugvél- inni á leið heim, var ógjörningur að segja til um hvort honum hafði tekist að setja sig i agt. Mannréttindaljósið dofnaði Leiðin lá yfir átján þúsund milna vegalengd og allsstaðar ætlaði Cartersér að hamraá þvi að mannréttindi og lýðræði væru það eina rétta, jafnt fyrir þróunarlöndin sem iðnaðarrik- in. Þegar á hólminn var komið, eins og i íran og Póllandi, taldi Carter forseti meiri nauðsyn bera til þess aö brýna þörfina á hernaðarlegri samvinnu við Iranskeisara, og hvetja til auk- ins sjálfstæðis Austur-Evrópu- rikja. Aður en hann lagði af stað, hafði forsetinn sagst ætla að vekja máls á mannréttindum, þegar hann heimsækti Pólland og Iran. t Póllandi valdi hann hinsvegar þann kostinn aö ljUka lofsorði á það, sem áunnist hafði — i augum vestantjaldsmanna, — en láta frekar liggja á milli hluta þaö, sem miður þykir fara. Það kom berlega fram, að Carter hefur lækkað ögn mann- réttindaseglin á utanrikissigl- ingu sinni fyrir hvössum austan vindunum, þegar hann sagði, að Póllandi byggi við mest mann- réttindi austantjaldslanda meö þó nokkru prent- og trúfrelsi. Þannig efndi hann að visu bf- orö sitt um að vikja aö mann- réttindum viða á ferð sinni, en lét þau liggja á milli hluta, með- an viökoma hans i tran stóð yfir. Hefúr íran samt vont orð á sér i þeim efnum i bandariskum fjöl- miðlum. Lét forsetinn sér nægja að geta þess i viðtali á leiðinni frá Irar., sem hann kallaði „mikil- vægan bandamann til að við- halda friði og öryggi við Persa- flóa”, að keisarinn létisér mjög annt um mannréttindi. Vildi hann jafna ástandinu i Iran, þar sem SAVAK-öryggislögreglan hefur fingur i hvers manns koppi og kirnu, við kommún- istagrýluna, sem tröllreið Bandarikjunum á McCarthy- timanum. „Vandamálið i tran eru lögin, sem banna kommúnisma, og eru áþekk þeim lögum, sem við framfylgdum hér áður”, sagði Carter. í mörg horn að lita Þessi silkihanskameðferö á mannréttindum i Póllandi og tr- an speglar vel þá breytingu, sem hefur orðið á afstöðu Cart- ers til utanrikismála *m' rá þvi að hann tók við embæiti. Hversu mjög sem honum kann að þykja málið kært, viðurkennir hann orðið i verki, að mannréttindi eru einungis einn þáttur utan- rikismála, einn af fjölda mörg- um mikilvægum. T.d. er olian frá tran afar mikilvæg Bandarikjunum. Þar vegur þungt á metaskálun- um, að Iranskeisari spyrnti gegn verðhækkunaráformum OPECs. Þáttur írans i öryggis- málum við Persaflóa er einnig mikilvægur. Það er sömuleiðis mikilvægt i málefnum Austur- landa nær, að Iranskeisari styð- ur yfirstandandi friðartilraunir Egypta og Israela, eins og Bandarikjastjórn. Þessu geta mannréttindin ekki þokað til hliðar. ,, Sendum honum bréf. ’ ’ Kannski lyfti Bandarikjafor- seti mannréttindamerkinu hæst i Nýju Delhi, þar sem hann hrósaði Indverjum fyrir að hafa velt Indiru Gandhi fyrrum for- sætisráðherra úr sessi. Neyöar- ástandslögin með afnámi prent- frelsis, fundafrelsis og fleiri mannréttinda höfðu vakið ugg hjá Bandarikjastjórn. Aö ekki sé nú minnst á, hvaða Sovét- keimur var kominn af hlutleysi Indlands undir forystu Indiru um tlma. En það var einmitt i Indlandi, sem Carter gerði eitt af sinu asnastrikum, sem Bandarikja- forsetarálpast til að gera annað veifið i samskiptum sinum við aðrar þjóðir og er Bandarikjun- um ámóta mikill álitshnekkir i hvert sinn. Hafa stjórnmála- samskipti stundum rofnað af minni tilefnum. Hljóðnemi, sem Carter var ókunnugt um, nam það, þegar Carter hvislaði að Cyrus Vance utanrikisráðherra sinum um Morarji Desai, for- sætisráðherra: „Hann ersvolit- ið þver i kjarnorkumálunum. Strax og við komum heim, skul- um við senda honum kuldalegt en ákveðið og einbeitt bréf.” Þetta komst i hámæli og var borið undir Desai, sem þama tók i'fyrsta skiptiá mótileiðtoga stórveldis og ekki ómannlegt, þótt hann hefði verið eins og á glóðum. En Desai brást ljúf- mannlega við og gerði gott úr öllu. Húskarlar forsetans. Fleiri svona óheppileg tilvik vörpuðu skugga á ferðina og kölluðu fram gagnrýni á undir- búningsvinnu starfsmanna forsetans. I öllu annriki Hvita hússins riður Bandarikjaforseta á að hafa trausta skósveina, sem koma vel og rétt til skila þvi, sem þeir eiga að bera á milli, og auðvelda honum hans starf, án þess að sjást yfir nokk- uð mikilvægt. A það verða bæði forsetinn og þeir, sem reyna að ná til hans i gegnum öll þau eyru, að treysta. Eftir útkomu bókarinnar „All the Presidents men”, sem skrifuð var um hús- karla Nixonsforseta,hafa menn beyg af þvi, hve Bandarikjafor- seta geta verið mislagðar hend- ur i mannavalinu. Sveinar Carters brugðust honum illilega i Póllandi. Pólski brandarinn Um engar háfleygar yfirlýs- ingar forsetans i öllu ferðalag- inu var skrifað jafn mikið i heimspressuna og það, sem túlkurinn hans lagði honum i munn i Varsjá. A einhverri gull- aldarpólsku, sem piltur hafði lært á bók, túlkaði hann upphaf ferðalags Carters frá Bandaikj- unum sem hann hefði „yfirgefið þau fyrir fullt og allt”. Og þegar Carter sagðist vilja kynna sér óskir Pólverja, lýsti túlkurinn þvi, hver Carter hefði mikinn áhuga á „fýsnum” Pólverja. Þegar loks komst svo rétt til skila það, sem Carter sagði, þótti það engin sérstök latinu- speki. Eins og þegar hann var spurður um ihlutun Sovét- stjórnarinnar I málefni Pól- lands, en þá svaraði hann: „Það eraugljóslega leiðtoga Póllands og pólsku þjóðarinnar að ákveða það.” — Mörgum þykir nefnilega hittaugljósara, að það sé Kreml, sem stjórni þvi. Washington Star fékk heldur ekki orða bundist: „Að segja, að Pólverjar, horfandi inn i hlaup- in á 60.000 rússneskum rifflum, séu i aðstöðu til þess að ákveöa sjálfir handa sér aukið frelsi — aðstöðu, sem gott skopskyn Rússa sjálfra kallar „að binda traustum böndum” við Sovétrikin — það hlýtur að lenda i metaskránni yfir tungu- fótaskort forseta allra tima. Höfum við þá ekki gleymt um- mælum Calcins Coolidge, sem sagði: Þegar fólk vantarvinnu, leiðir af þvi atvinnuleysi.” Árangurinn Eins og sagði i upphafi reyndist ferðalagið blandað konfekt. Hafa daprari stundir Carters forseta verið full ofar- lega hér á blaði, og ósanngjarnt aðskilja lesandann eftir i þeirri trú, að ferðin öll hafi verið upp á þessa bókina færð. BesttóksttiliFrakklandi, þar sem Bandarikjaforseti innsigl- aði bætta sambúð og aukið vinarþel milli Frakklands og Bandarikjanna, eftir kulda og tortryggni stjórnarára De Gaulle og Pompidou. I samein- ingu rifjuðu þeir D’Estaing og Carter upp gamalt bræðralag þjóðanna úr mannkynssögunni ,með heimsóknum til ýmissa sögustaða, eins og Normandi. Carter má nokkuð vel við ferðina una, þótt ekki stæði ann- að eftir af henni en viðkoman i Frakklandi. Engan veginn var það þó eini árangurinn. Til dæmis tókst honum sæmilega að róa Anwar Sadat Egyptalandsforseta i stuttu spjalli þeirra á Aswan- flugvelli, en hinum siöarnefnda hafði mislikað andstaða Banda- rikjanna við stofnun sjálfstæðs rikis Palestinuaraba,sem Sadat hefur gert að skilyrði fyrir friðarsamningum við Israel. Auðvitað á sitthvað fleira eftir að koma i ljós, sem ferðalag Carters mun leiða af sér. PASSAMYNDIR teknar i litum tilbutiar strax I barna x, f lölskylctu O SMYNDIR TURSTRÆTI 6 S.12644

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.