Vísir - 10.01.1978, Blaðsíða 5
„TEl AÐ SADAT St
AÐ GíRA RÉTT
segir íranskeisari í heimsókn
í Egyptalandi. Rœðir við
Saudi-Araba í dag um
friðartilraunir Egyptalands
íranskeisari leggur
af stað til Saudi Arabiu
i dag að loknum við-
ræðum við Sadat Eg-
yptalandsforseta í
Aswan.
,,Ég held að Egyptar
séu að gera nákvæm-
lega það,, sem við telj-
um réttast”, sagði
keisarinn við frétta-
menn fyrir fund sinn
við Sadat.
Fyrir brottförina til Saudi
Arabiu sagði keisarinn, að i
heimsókninni þangað mundi
hann ræða nýjustu tilraunir
Sadats, Egyptalandsforseta, og
Begins, forsætisráðherra Isra-
els, til að komast að friðar-
samningum.
íranskeisari fer til Egypta-
lands i þann mund, sem land-
nám tsraela á Sinai er orðið
samningatilraunum til trafala.
Israelsmenn vilja að samninga-
nefnd þeirra og Egypta, sem
kemur saman i Jerúsalem á
mánudag, ræði landnámið. Eg-
yptar taka ekki i mál að ræða
hugsanlega áframhaldandi veru
Israela i Sinai, eftir að svæðinu
hefur verið skilað.
Begin forsætisráðherra hefur
sagt, að hann kunni að endur-
skoða skilmála sina fyrir þvi að
skila Egyptum Sinai.
Klukkustundar minn-
ingarathöfn fór fram i
mosku múhammeðstrú-
armanna i London á
laugardaginn um Said
Hammami, fulltrúa
þjóðfrelsishreyfingar
Palestinu, sem myrtur
var á dögunum á skrif-
stofu sinni þar.
Ekkja hins látna (t.h. á mynd-
inni) var þar viðstödd ásamt
tveim börnum þeirra, dótturinni
sem !eiðir hana, og syninum, sem
snýr baki i myndavélina.
Morðingja Hammamis hefur
verið leitað um allt Bretland, en
lögreglan hefur einungis við ó-
ljósa lýsingu á illvirkjanum að
styðjast. Leitin hefur engan ár-
angur borið til þessa. — Hamm-
ami hafði stutt friðartilraunir
Sadats og leikur grunur á þvi að
andstæðir skoðanahópar innan
samtaka Palestinuaraba hafi
staðið að morðinu.
MÓTMÆLA ENN
SELADRÁPINU
Frank Moores, for-
sætisráðherra Ný-
fundnalands, hefur hafið
sókn á alþjóðavettvangi
gegn andstæðingum
selaveiða Kanada og
Nýfundnalands.
„Selaveiði Nýfundnalands er
réttlætanleg, veiðin er einhver sú
manneskjulegasta, sem til er, og
með henni er haft rækilegt eftir-
lit”, sagði hann á ráðstefnu dýra-
verndaraðila og fiskifræðinga i
New York.
Forsvarsmenn Greenpeace-
samtakanna, sem barist hafa
gegn seladrápinu, voru mættir i
ráðstefnuhúsið og komu á fram-
færi mótmælum sinum við blaða-
menn eftir ræðu Moores for-
sætisráðherra.
Þeir sögðust ekki mótmæla að-
ferðunum við seladrápin sem
slikum; heldur rányrkjunniá ein-
stökum selategundum, sem hætta
væri á, að deyja mundu út, ef
fylgt væri gildandi veiðikvótum
Kanadastjórnar.
Vitjuðu
leiðis
Presleys
Þúsundir aðdáenda
rokkkóngsins, Elvis
Presley, vitjuðu grafar
hans að Graceland i
Memphis i Tennesee um
helgina i tilefni af þvi, að
hann hefði orðið 43
ára á laugardaginn, ef
hann hefði lifað. —
Myndin hér var tekin i
Graceland af nokkrum
hinna syrgjandi aðdá-
enda. Nokkrum skugga
þótti varpa á, að i
Memphis voru settar
upp sölusýningar á ýms-
um minjagripum um
Presley til þess að gera
sér fé úr.
1í MÍ
mm m m&ér a W' i
V V .V. HB IJjifK Wt m L Xk.. w.T-l
Sœttast
Ekland
og Rod
Stewart?
Lögfræðingur leikkonunnar
Britt Ekland, vinkonu Rod Stcw-
art, popsöngvara, hefui borið það
til baka, að santkomulag hafi
náðst i skaðabótamáli, sem Ek-
land höfðaði á hendur Stewart.
En liann viöurkennir, að slikt
samkomulag sé i vændum. — Ek-
land krafðist 21! milljóna dollara
bóta af Stewart.
Stewart sagði i London i gær, að
málaferlin væru á enda, og tekist
hefðu sættir sem fælu i sér, að
fallið væri frá peningakröfum.
Ekland höfðaði málið á hendur
Stewart tveim dögum eftir, að
hann flutti úr húsinu, þar sem þau
höfðu búið saman. Kvaðst hún
hafa komið honum á framfæri,
aflað honum frægðar og fjár, en
hann hefði svikið hana og prettað
i staðinn.
Evel Knievel i einu sýningaratr-
iða sinna — miðju stökki á bif-
hjólinu yfir fimmtán bila.
Knievel fœr
ekki leyfi
til vinnu
Mótorhjólakappinn
Evel Knievel fær nú
ekki lengur leyfi til
þess að vinna utan
fangelsisins á virkum
dögum, vegna þess að
hann kom of seint inn á
föstudaginn var.
Knievel, sem afplánar 6 mán-
aða dóm fyrir líkamsárás, hafði
komist að samkomulagi við yf-
irvöld um að sitja dóminn af sér
um helgar og að næturþeli, en
gat stundað æfingar sinar og
sýningar á virkum dögum.
Föstudagskvöldið hringdi
hann til fangelsisins og sagðist
ekki mundu koma til baka. Gef-
in var þegar út handtökuskipun
á hann. Þegar honum snérist
hugur, og hann gaf sig sjálfur
fram við fangelsishliðið fimm
stundum siðar,varhann kærður
fyrir strok, en frá þeirri kæru
hefur siban verið fallið.
En hann var sviptur ferða-
leyfinu.