Vísir - 10.01.1978, Qupperneq 10
10
VÍSIR
Utgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdarstjóri: Davió Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson (ábm)
Olafur Ragnarsson
RitstjórnarfulItrúi: Bragi Guðmundsson.
Umsjon meó Helgarblaói: Arni Þórarinsson.
Frettastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson.
Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson,
Jonína Michaelsdottir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes,
Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson.
iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
Ljosmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjonsson.
Utlit- og hönnun: Jon Oskar Hafsteinsson, Magnus Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Pall Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Auglysingar og skrifstofur: Sióumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiósla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Ritstjorn: Sióumula 14. Simi 86611 (7 linur)
Askriftargjald kr. 1500 á mánuói innanlands.
Veró i lausasölu kr. 80 eintakió.
Prerrtun: Blaóaprent.
Landsbankamálið
Fjársvikamál deildarstjóra ábyrgðardeildar Lands-
bankans hefur skekið stoðir bankakerfisins upp á síð-
kastið og að auki valdið nokkrum pólitískum titringi.
Bankarnir eru eðli máls samkvæmt stof nanir, sem verða
að njóta óskoraðs trausts. Að öðrum kosti er ekki unnt að
tala um heilbrigða viðskiptahætti í landinu.
Engum vafa er því undirorpið.að þetta fjársvikamál
er mikið áfall fyrir Landsbankann og reyndar allt
bankakerfiðyþví að mál af þessu tagi eiga ekki að koma
fyrir. Að visu verður ekki við öllu séð. En spurning er
hins vegar, hvort bankakerfið er of opið fyrir þeim aðil-
um innanþessog utaner stunda ólögmæta eða vafasama
viðskiptahætti.
Skammt er síðan Alþýðubankinn var því sem næst far-
inn yf ir um eftir að upp komst um þátttöku hans í vafa-
sömum viðskiptum. Þau upplýstust í tengslum við gjald-
þrotamáleins af viðskiptafyrirtækjum bankans. Lands-
bankamálið kemur upp á svipaðan hátt, í einu af við-
skiptafyrirtækjum bankanS/þó að ekki hafi verið um
gjaldþrot að ræða í því tilviki.
Óneitanlega er það veikleikamerki, að mál af þessu
tagi skuli ekki koma upp á yfirborðið innan bankanna
sjálfra. Þeir eru háðir mjög takmörkuðu ytra eftirliti.
Þar er fyrst og fremst um að ræða bankaeftirlit Seðla-
bankans og;að því er ríkisbankana varðar kjörna endur-
skoðendur Alþingis.
Störf kjörinna endurskoðenda Alþingis i ríkisbönkun-
um eru brotakennd í meira lagi, þau eru leifar gamals
tíma og i raun og veru skrípaleikur, sem aöallega er
fólginn i því að telja veðskuldabréf. Um endurskoðun
utanaðkomandi aðila er þvi ekki að ræða^sem er slæmt
fyrir bankana ef þeir vilja njóta óskoraðs trausts.
Upplýst hefur verið að rannsóknarlögregla ríkisins
vinnur einvörðungu að rannsókn á tilteknum kæruat-
riðum bankastjórnar Landsbankans varðandi fjársvik
deiidarstjóra ábyrgðadeildarinnar. Rannsóknarlögregl-
an hefur því ekki með höndum heildarrannsókn á starf-
semi ábyrgðadeildarinnar. Að svo miklu leyti sem slík
rannsókn hefur farið fram hefur hún verið unnin af
Landsbankanum sjálfum.
Þetta einstaka mál vekur ekki upp grunsemdir um
óreiðu í bankanum að öðru leyti og stjórn bankans hef ur i
f lestum atriðum tekið skynsamlega á málinu og af rögg-
semi. Eigi að siður er eðlilegt að gera þá kröfu til Lands-
bankans að hann feli rannsóknarlögreglu ríkisins yfir-
stjórn heildarrannsóknar á starfsemi deildarstjóra
ábyrgðadeildarinnar.
Að visu er rannsóknarlögreglan tæpast fær um að
vinna slíkt mál. Það verður bankinn því að einhverju
leyti að gera. En eðlilegt er, að sú rannsókn sé undir
stjórn rannsóknarlögreglunnar. Það horfir til aukins
trausts út á við fyrir Landsbankann,aö utanaökomandi
aðili hafi að öllu leyti með höndum stjórn þessarar rann-
sóknar.
Mál þetta hefur tengst Sjálfstæöisflokknum að því
leytyað einn af forystumönnum féiagsstarfs þess flokks
i Reykjavik var í lánsviðskiptum við deildarstjóra
ábyrgðadeildarinnar. Viökomandi aöili hefur nú látið af
trúnaðarstörfum i flokknum. Það var sjálfsögð og rétt
ákvörðun. Stjórnmálamenn.sem flækjast í mál af þessu
tagi geta ekki auðveldað hleypidómalausa meðferð
þeirra með öðru móti.
Landsbankamáliö hefur einnig stjórnmálalega
þýðingu að öðru leyti. Það er afsprengi ringulreiðar-
verðbólgu og lánsf járskömmtunar. Það er eitt af mörg-
um dæmum um þá siðferðilegu hnignun/Sem við blasir i
verðbólguþjóðfélaginu. Þó að greinilegt sé að auka þurfi
óháða endurskoðun í bankakerfinu, verður ekki komið í
veg fyrir mál sem þetta meðeftirlitskerfi á eftirlitskerfi
ofan. Það þarf nýjan efnahagslegan og fjármálalegan
grundvöll, án ringulreiðarverðbólgu og skömmtunar-
stjórnar.
Þriöjudagur 10. janúar 1978
VÍSIR
j 1 Mfl H ", \ ?
r ■ Æ ué > \ WLÁ
Ólafur Ragnarsson,ritstjóri, (th) og Óli Tynes, blaðamaður, færðu Jóni vas-
ann góða.
,,Ég þakka þennan heiður", sagði Jón L. Árnason,
skákmeistari, þegar Vísismenn gengu á f und hans í gær
til að af henda honum viðurkenningarvott vegna þess, að
hann var kjörinn ,,Maður ársins 1977".
„Þetta sýnir hve skákáhugi er mikiilá íslandi", bætti
meistarinn hæversklega við. Frá Visi fékk hann hand-
skorinn kristalvasa. Á honum var silfurplata, sem á var
grafið: „Jón L. Árnason/Maður ársins 1977/Kjörinn af
lesendum Visis".
Þaö má segja, að Jón hafi varið
heimsmeistaratitil sinn á skák-
mótinu i Hollandi, þvi þótt hann
yrði þar ekki efstur allra varð
hann samt efstur þeirra jafnaldra
sinna, sem tóku þátt i mótinu.
Þeir sem voru fyrir ofan hann
eru allir eldri. ,,Ég er alveg
sæmilega ánægður með þetta
mót,” sagði Jón. Þetta var
strangt mót og ég lærði mikið af
þvi. Verst þótti mér að tapa fyrir,
Dananum. Ég var hálf miður min
og mér gekk ekki vel fyrst á eft-
ir.”
„Kannski var ég of sigurviss.
Ég var búinn að vinna Danann á
Norðurlandamótinu og fór létt
með það. En nú tókst honum að
koma fram hefndum.”
Erfitt mót framundan
Nú tekur skólinn við, og þótt Jón
eyði miklum tima i taflið hefur
Kannski var ég of sigur-
viss...
íslensk fyrirtœki
taka þátt í 20-25
erlendum sýningum
Ráðgerter,að islensk
fyrirtæki taki þátt i
20-25 erlendum vöru-
sýningum á þessu ári.
Nú þegar er langt kom-
ið að skipuleggja fjórar
sýningar.
Sú fyrsta þeirra veröur dag-
ana 11.-15. janúar. Það er
Heimtextilen I Frankfurt sem er
stærsta textilsýningin í heimin-
um. Þátttakendur veröa Alafoss
hf og Ullarverksmiðjan Gefjun.
Útflutningsmiðstöö iðnaðarins
verður meö upplýsingabás á
þessari sýningu.
Glit hf. tekur þátt í
Gavemessan 15.-18. janúar i
Osló. Prjónastofan Iðunn hf„
Les-prjón og Röskva hf. taka
þátt í prjónavörusýningunni
International Knitwear Fair i
London 19.-23. febrúar.
Sex til átta fyrirtæki munu
svo taka þátt f Scandinavian
Fashion Week í Kaupmanna-
höfn 16.-19. mars og þar mun
Útflutningsmiðstöðin hafa upp-
lýsingabás. —EA