Vísir - 22.03.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 22.03.1978, Blaðsíða 7
Umsjón: Guðmundur Pétursson vism Miövikudágur 22. mars 1978 Versti olíuleki sjóferða- sögunnar Skipbrot Amoco Cadiz, oliuskipsins, sem strandaði undan Bretaniuskaga, hefur leitt til verstu oliu- mengunar sjóferðasög- unnar. Eigandi skipsins tel- farmur þess var upphaflega. Amoco Cadiz rak upp i kletta skemmt frá fiskiþorpinu Portsall á fimmtudaginn var, eftir að stýrið hafði bilað. Til- raunir dráttarbáts til þess að halda i skipið og aftra þvi frá þvi að reka upp tókust ekki. Síðan hefur skipið smám ur, að ekki séu eftir i geymum skipsins nema um 50.000 smá- lestir af oliu — af 220.000 lestum, sem saman molnað á klettunum og marar nú i hálfu kafi, en olian hefur stöðugt lekið úr þvi. Oliu- flákinn breiðir sig yfir 80 km strandlengju og horfir til stór- tjóns á sjávargróðri og dýralifi á þessum slóðum með ófyrir- Risaoliuskipið Amaco-Cadiz á strandstað undan Bretaníuskaga. Myndin var tekin á fyrsta degi, meðan veður var enn gott, en þá strax hafði skipið brotnað í tvo hluta. Nú marar þar í hálfu kafi. sjáanlegum afleiðingum fyrir ibúa sjávarþorpa þarna. Harry Renkama, varaforseti American Oil, sem er eigandi skipsins, er staddur i Brest til þess að fylgjast með framvindu málsins. Hann fór með björgun- arsérfræðingum á strandstað- inn, og ætla þeir, að um 170.000 lestir af hráoliu hafi lekiö úr skipinu. Aður höfðu menn ætlað, að um 80.000 lestir hefðu runnið i sjó- inn, sem er svipað magn og lak úr Torrey Canyon, þegar það strandaði á rifi i Ermarsundi 1967. Veður hefur hamlað tilraun- um til þess aö ná oliunni úr geymum skipsins. Brosandi og með kreppta hnefa á lofti bíða fimmtán félagar úr „Rauðu herdeildinni" í klefum sínum i Torino dóms i málaferlunum gegn þeim og frétta af mannráni félaga þeirra, sem enn ganga lausir. m--------------► ítölsku lögreglunni hafa nú verið fengin aukin völd til að yfir- heyra grunaða hryðju- verkamenn án nærveru réttargæslumanna, til simahlerana og fleiri aðgerða, sem miða að þvi að efla löggæslu, vegna fjölgunar mannrána og aukins Löggœsla hert á Italíu ofbeldis pólitiskra ofstækismanna. Lögreglan leitar enn ákaft að Aldo Moro fyrrum forsætisráð- herra, sem „Rauða herdeildin” rændi fyrir viku og hefur enn á valdi sinu. Ekki hefur frést að henni hafi orðið nokkuð ágengt i leitinni. Bonifacio dómsmálaráðherra skýrði frá hinum nýju ráðstöf- unum yfirvalda i gær, en þær fela meðal annars i sér þyngri viðurlög við ofbeldisverkum eins og mannránum. Mannræn- ingjar eiga nú yfir höfði sér allt að ævilangt fangelsi, en dauða- refsing er ekki á Italiu. 1 réttarhöldunum yfir fimmtán félögum „Rauðu her- deildarinnar” i Torino var búist við, að gert yrði páskahlé i dag. Þar er enn óútkljáð, hvort hinir ákærðu fái að annast málsvörnina sjálfir. Ródesía undir bráðabirgða- stjórn blakkra og hvítra Ródesía lýtur i dag i fyrsta skipti sameiginlegri stjórn hvítra og svartra, og er þar meö lokið yfirráðum hvítra, sem hófust með landnámi Breta í Ródesíu upp úr 1890. Þrir leiðtogar blökkumanna sóru i gær embættiseiða til setu i æðsta framkvæmdaráði Ródesiu, sem fara skal með bráða- birgðastjórn landsins, þar til kosningum verðurkomið við, sem er fyrirhugað i árslok. Skulu þá allir hafa jafnan atkvæðisrétt, hvitir sem svartir. Ian Smith verður forsætisráð- herra bráðabirgðastjórnarinnar fyrst um sinn, en siðan munu leysa hann af hólmi Jeramiah Chirau, ættarhöfðingi, þá séra Sithole og loks Muzorewa biskup. Samkomulagið, sem stjórn Ians Smiths gerði 3. mars við samtök blökkumanna, sem þessir þrir ofannefndu eru fulltrúar fyrir, hefur ekki hlotið blessun skæru- liðasamtaka þjóðernissinnaðra blökkumanna. Hafa leiðtogar hinna siðarnefndu, Nkomo og Mugabe, hótað að halda áfram skæruhernaðinum, meðan ekki næst samkomulag, sem þeir geti sætt sig við. Frsðargœslan hefst í dag Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna byrja að taka sér stöðu I Suður-Líbanon i dag, i tilraun tii að koma i veg fyrir frekari átök. Fyrsti gæsluflokkurinn, iransk- ir hermenn, sem gegnt hafa svip- uðum störfum i Gólan-hæðum, taka sér stöðu við Litani-ána sið- ar i dag. tsraelsstjórn hefur skipað inn- rásarliðinu að hætta frekari sókn oghalda aðsér höndum, nema tii þess að mæta árásum. Palestinuskæruliðar munu berjastáfram, hvaö sem liður öll- um hugmyndum um vopnahlé, meðan israelska herliöið er i S-LI- banon. Menachem Begin, forsætisráð- herra Israels erstaddur i heim- sókn i Washington, þar sem hann átti viðræður við Bandarikjafor- seta og öldungadeildarþingmenn. Mjög fast var lagt að Begin i þessum viðræðum að slaka meira til i tilboðum sinum vegna friðar- umleitana. Carter forseti hefur t.d. lagt að honum að bjóðast til að skila aftur vesturbakka árinn- ar Jórdan. | I 1 1 PASKABLOM FERMINGARSKREYTINGAR GJAFAVÖRUR Opið Páskahelgina: Skirdag — KI. 9-21. Föstudaginn langa — Lokað Laugardag — Kl. 8-21 Páskadag — Lokað Annan páskadag — Kl. 8-21. Blómabúóin vor Austnrveri I I I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.