Vísir - 22.03.1978, Blaðsíða 19
vism Miðvikudagur 22. mars 1978.
23
Menningarvika á
Höfn í Hornafirði
fjölbreytt lista- og skemmtidagskrá i páskaviku
íbúar á Höfn i Hornaf irði hafa
nú i annað skipti efnt til menn-
ingarviku um páskana. Sú
fyrsta var um páskana 1976 og
gekk svo vel að ákveðið var að
reyna að gera hana að regluleg-
um viðburði.
„Aðsóknin á mánudag lofar
mjög góðu”, sagði Sigriður
Guðmundsdóttir, formaður
m enningarvikunef ndar, við
Vfsi.
„Þessi hátið stendur frá
mánudegi til föstudags og við
höfðum da-skrána eins
fjölbreytta og hægt var.
Leikfélag Hornafjarðar byrjaði
á mánudagskvöldið, með kynn-
ingu á verkum Halldórs
Laxness, sem sextán manns
tóku þátt í.Þar varbæði leikið og
lesið og áhorfendurnir voru um
tvöhundruð talsins.
A þriðjudag var svo opnuð
niálverkasýning i Heppuskóla, i
samvinnu við Alþýðusamband
tslands og eru þar sýndar
myndir eftir Asgrim Jónsson.
Um kvöldið komu svo
Grænjaxlar i heimsókn, frá
Þjóðleikhúsinu og settu upp
tvær sýningar.
í dag, miðvikudag, heldur svo
Skólahljómsveit Kópavogs
barnatónleika eftir hádegi og
almenna tónleika i kvöld.
A skirdagskvöld er svo felld
inn i dagskrána messa með
altarisgöngu. Sóknarprestur-
inn, séra Gylfi Jónsson, messar,
kirkjukór Hafnarkirkju syngur
og Þóra Guðmundsdóttir leikur
á orgelið.
A föstudaginn langa er svo
kvöldvaka i Sindrabæ og þar
verður það eingöngu fólk úr
sýslunni sem skemmtir. Þar
verða meðal annars Lúðrasveit
Hornaf jarðar, Karlakórinn
Jökuil, Kvenfélagið Tibrá sem
sýnir þjóðdansa, Sigurlaug
Arnadóttir, Hraunkoti og Páll
Þorsteinsson, fyrrverandi
alþingismaður, Hnappavöllum,
sem flytja erindi og Þorsteinn
Jóhannsson, Svinafelli, sem
flytur ljóð eftir sjálfan sig.
Með þvi lýkur menningarvik-
unni nema hvað málverkasýn-
ingin verður opin um páskana.
—ÓT
Tvö verk í gangi í einu
— hjá Leikfélagi Akureyrar um páskana
,,Viö höfum nú i fyrsta skipti
tvö verk i gangi i einu, það er
Galdraland og Alfa Beta.svo það
m jög annasamt hjá okkur”, sagði
Brynja Benediktsdóttir leikhús-
stjri hjá Leikfélagi Akureyrar i
Konna, en Baldur hefur ekki
komiðfram i mörg ársvo hanner
kærkominn gestur.
A skirdag verður Galdraland
sýnt klukkan 14, en Alfa Beta
verður sýnd um kvöldið klukkan
20.30. A annan I páskum verða
leikritin sýnd, bæði Galdraland
klukkan 14 en Alfa Beta klukkan
20.30 og er það allra siðasta sýn-
ing á þvi siðarnefnda.
Hjá Leikfélagi Akureyrar eru
nú öfastráðnir leikarar og 3 laus-
ráðnir. —KP
Nemendaleikhús fjóröa bekkjar S. frumsýndi leikritið
„Fansjen” eða „Umskiptin” eftir David Hare I Lindarbæ
miðvikudaginn 15. mars sl. i leikstjórn Brletar Héðinsdóttur.
Leikmynd og búninga hannaði Guðrún Svava Svavarsdóttir.
Næstu sýningar verða I kvöld 22. mars, á morgun 23. mars og á
mánudaginn annan I páskum 27. mars I Lindarbæ og hefjst allar
ki. 20.30.
A myndinni eru Hanna M. Karlsdóttir og Ragnheiður Elfa
Arnardóttir i hlutverkum slnum.
samtali við Vísi.
Bæði leikritin verða sýnd um
páskana og er næsta sýning á
Galdralandi á miðvikudag klukk-
an 20.30. Gestur kvöldsins verður
höfundur leikritsins, Baldur
Georgs. Hann kemur fram ásamt
Fyrsti við-
rœðufundur BSRB
og ríkisins
Fyrsti viðræðufundur samn-
inganefnda fjármálaráðherra
og Bandalags starfsmanna
rikis og bæja vegna kröfu hins
síðarnefnda um endurskoðun
á kaupliðum aðalkjarasamn-
ings verður haldinn fimmtu-
daginn 30. mars næstkomandi.
BSRB hefur gert þær kröfur
til rikisins að fullar verðbætur
samkvæmt kjarasamningum,
eða jafngildi þeirra, verði
greiddar rikisstarfsmönnum
frá 1. mars 1978 til loka samn-
ingstímabilsins.
—ESJ
Póskasýning
í Hveragerði
„Viðfangsefnið i margar
myndanna sem eru á sýning-
unni sæki ég til sjávarsiðunn-
ar og stór hluti þeirra eru
vatnslitamyndir”, sagöi
Steingrimur Sigurðsson
listmálari, en hann opnar
málverkasýningu i Eden I
Hveragerði i kvöld. Sýningin
stendur til 2. april og lýkur kl.
23.30 þá um kvöldið.
„Það er saga á bak við
vatnslitamyndirnar. Sonur
minn fór i listhöndlun í
Reykjavik og keypti heimsins
bestu vatnsliti og besta papp-
ir. Pensil úr marðarhári
skenkti hann pabba einnig”,
sagði Steingrimur. A sýning-
unni eru 40 nýjar myndir.
Viðfangsefnin eru m.a. frá
Stokkseyri, Eyrarbakka og
Þorlákshöfn. Þetta er hans 34.
sýning, en hann hefur einnig
sýnt erlendis. —KP
*•
I Bláfjöllum
er útivistarsvæði
fjölskyldunnar
um páskana ...
mtun.
NEFND
Lyftur eru opnar alla páskadagana (frá
Skírdag — 2. páskadags) frá kl. 10.00
— 18.00
Aðgangskort eru seld við lyfturnar.
Göngubraut 5 km. er merkt fyrir þá
sem ióka skíðagöngu.
Sætaferðir eru farnar frá Umferðarmiö
stöðinni alla dagana kl.10.00 og13.30.
Frekari upplýsingar eru hjá B.S.Í. í símt
22300.
Upplýsingar um ástand og verður í
Bláfjöllum er í símsvara 85568
HVERADALIR:
Lyfturnar verða opnar alla páska-
dagana frá kl. 10.00—18.00.
Veitingasala er í Skíóaskálanum alla
hátíðardagana.
Sætaferðir frá B.S.f.
ATH:
Snyrtiaðstaða er í Bláfjöllum, en engar
veitingar. Verið vel klædd og takið með
ykkur gott nesti og eitthvað heitt aö
drekka.
Sýnið tillitssemi við lyfturnar og í skíða-
brekkunum, og gætið að eigin öryggi
og annarra.