Vísir - 22.03.1978, Blaðsíða 20

Vísir - 22.03.1978, Blaðsíða 20
VÍSIR Brutust inn í ríkið Brotist var inn i Afengis- og tóbaksverslun rikisins viö Snorrabraut i nótt. Þrir menn voru þar aö verki og náöust tveir þeirra i grenndinni stuttu eftir aö þeir höföu brotist inn. Þeir brutu rúöu til þess aö komast inn og höfðu burt meö sér eitthvað af vini. — EA 33 ökumenn yfir markið Þrjátiu og þrir ökumenn voru gripnir á tveimur timum i Kópavogi I gærdag fyrir of hraöan akstur. Lögreglan var meö hraðamælingar á Nýbýlavegin- um en þar er hámarkshraði 50 km. Allir fóru öku- mennirnir yfir markiö, en engin þó mjög langt yfir þaö. Til dæmis komst enginn I hundrað og ekki reynd- ist ástæða til aö svipta nokkurn ökuskirteini. — EA Erfitt útlit hjá Grundartangaverksmiðiunni: □ i Verð á kisiljárni hefur enn haidið áfram að lækka og er þess vegna ljóst, að við núverandi aðstæður yrði kisiljárnverksmiðjan á Grundartanga rekin með miklu tapi. Tapar milljarði Jón Sigurösson, for- stjóri Islenska járn- blendifélagsins, sagði blaðamönnum, aö sölu- verðið skipti mestu máli um afkomu fyrirtækisins, og væri það verö nú mjög lágt ,,og talsvert miklu lægra en svo, að kisiljárn verði framleitt með hagn- aði”. Skilaverð til norsku kisiljárnverksmiöjanna var á árinu 1976 um 2.388 norskar krónur fyrir hvert tonn nettó, og var þá talið, að slikt verð þýddi 22 milljóna norskra króna tap á ári. Það jafn- gildir rúmlega þúsund milljónum islenskra króna á núverandi gengi, Skilaverð þyrfti að fara yfir 3.700 krónur norskar til að standa undir kostn- aði með afskriftum. Skilavierðið hefur hins vegar lækkað allnokkuð frá 1976, og eru rekstrar- horfurnar þvi enn verri. „Það sem skiptir hins vegar máli fyrir verk- smiðjuna á Grundar- tanga,” sagði Jón, ,,er ekki hvernig verðið er i dag heldur hvernig það verður I árslok 1980. Það veit enginn nú. Og þótt áætlanir um afkomu járnblendiverksmiðjunn- ar kunni að raskast, þegar litið er til skemmri tima, verður að telja, að til lengri tima litið standi forsendur þessa iðnaðar hér á landi óhaggaðar. — ESJ Skiðamót íslands stendur nú yfir, en það hófst i gær með keppni i göngu. Vegna skafrennings i Bláfjöllum varð að flytja mótið i Hveradali. Þar var veður gott, þegar Gisli Halldórsson for- seti tSí setti mótið að viðstöddum f jölda manns. Ráðgert er að ljúka skiðamótinu á páskadag, en á föstudaginn verður ekki keppt heldur verður þá haldið skiða- þing. Keppendur eru fjölmargir viðs- vegar að af landinu og má búast við miklum fjölda áhorfenda að mótinu nú um páskana. (Visism. Ágúst Björnsson) „ENGIN EINOKUN Á KJÖTÚTFLUTNINGI" — segir framkvœmdastjóri Búvörudeildar SÍS ,,Ég neita því algerlega að sambandið og kaupfélögin séu með einhverja einokun og vilji hindra aðra i að flytja kjöt úr landi", sagði Agnar Tryggvason, framkvæmdastjóri Búvörudeildar Sambandsins, í tilefni af ásökunum Arnar Erlendssonará þá lund að hann fái ekki kjöt frá SIS til útflutnings. örn Erlendsson er for- stjóri útflutningsfyrir- tækisins Tritons, sem meðal annars hefur flutt út islenskt kjöt til Dan- merkur og Hollands. örn sagði i viötali fyrir helgina að hann hefði um margra vikna skeið verið að reyna aö fá hundrað lestir af kjöti frá SIS, til að flytja til Danmerkur, þar sem hann fengi fyrir það hærra verö en SIS. En það hefur ekki geng- ið og sagði örn að furðu- legt sinnuleysi rikti hjá ráðamönnum SIS varð- andi kjötsölu til annarra landa og: „óskiljanleg tregða er á að þeir láti öörum I té kjöt til að selja úr landi, þótt i boði sé hækkandi verð.” Sagði örn að kaupfé- lögin virtust sjá ofsjónum yfir þvi að aðrir fengju kjöt til útflutnings en Bú- vörudeild SIS. „Viö ráðum ekki yfir kaupfélögunum”, sagði Agnar Tryggvason. „Hinsvegar hefur verið mikið og gott samstarf milli kaupfélaganna og sambandsins i þessum málum i áratugi og ekki furða þótt sterkt og gott samband sé á milli þess- ara aðila. Þetta er mjög erfið útflutningsvara og gott fyrir okkur Is- lendinga að standa sam- an að henni, en vera ekki að undirbjóða hver ann- an”. 1 þessu tilfelli er raunar tæplega hægt að tala um undirboð, þar sem Triton hefur frekar fengið hærra verð en SIS, en hitt. — ÓT. Sjúlfstœðismenn í Garðabœ: Miklar breytingar í bœjarstjórninni Sjálfstæðismenn i Garðabæ ákváðu I gær að efna til prófkjörs vegna bæjarstjórnarframboös, og fer það fram 7. og 8. april. Utankjörstaðakosning hefst hins vegar 31. mars. Ljóst er, að verulegar breytingar verða i bæj- arstjórninni, þar sem þrir af fjórum bæjar- fulltrúum flokksins gefa ekki kost á sér. Þeir, sem hætta, eru Guð- mundur Einarsson, Guðrún Erlendsdóttir og Ólafur G. Einarsson. Sautján frambjóðend- ur gefa kost á sér i próf- kjörið. — ESJ. —asgi i'i'WT FERÐIR VÆNGJA FJÓRFALD- AST UM PÁSKANA „Þaö verður aukning á ferðum til allra staða, sem við fljúgum til um páskana" sagði Jónas Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vængja. i samtali við Vísi. Jónas sagði aö þeir hjá Vængjum flygju til 15 staða en mestur þunginn væri til Siglufjarðar, F’lateyrar og Suðureyrar. Til stærri staðanna verð- ur flogið daglega um páskana nema á föstu- daginn langa og páska- dag. Sagði Jónas að reynt yrði að flytja alla sem þyrftu að komast, og væru þeir nýbúnir að fá aukinn vélarkost en að visu væru þeir mjög háðir veðri og ástandi flugvalla úti á landi Til dæmis væri aöeins einn flugvöllur úti á landi, sem þeir þyrftu að lenda á,útbuinn ljós-; um. Þá sagði Jónas að Vængir væru með leigu- flug til Akureyrar og hefði verið mikil aðsókn i það. Hérá landi verða um 70 Irar um páskana og hefur Flugfélagið Vængir tekið að sér að fljúga með þá til Vestmannaeyja. Þegar Visir ræddi við Jónas voru þeir ennþá að bóka i ferðir um páskana og taldi hann að fjölgun farþega hjá Vængjum yrði allt að fjórföld miðaö við það sem venjulega væri. —KS. DREGIÐ 1. APRÍL n.k. um hinn glœsilega FORD FAIRMONT árgerð 78, að verðmæti 4.1 millj. kr. Ertu orðinn óskrifondi? VlSIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.