Vísir - 22.03.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 22.03.1978, Blaðsíða 10
10 VÍSIR utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund- ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Edda And résdóttir, Ellas Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Bjþrgvin Pálsson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson. Magnús Olafsson. Auglysinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglysingar og skrifstofur: Siðumúla 8. simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14 simi 86611 7 linur Áskriftargjald er kr. 1700 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. »0 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. Deila Seðlabankans við ríkisstjórnina Bankastjórar Seðlabankans hafa nú sent Alþingi álits- gerð varðandi bankaf rumvarp ólafs Jóhannessonar við- skiptaráðherra. Seðlabankinn telur m.a. nauðsynlegt að frumvarpi rikisstjórnarinnar verði breyttá þann veg, að kveðið verði á um sameiningu Útvegsbankans og Búnaðarbankans. Þetta álit bankastjórnar Seðlabankans er um margt athygli vert, þó að þar sé ekki að f inna nýjar hugmyndir varðandi uppstokkun bankakerfisins. Bankastjórar Seðlabankans eru i aðalatriðum sammála tillögum bankakerfisnefndarinnar, sem dr. Jóhannes Nordal veitti forstöðu. En það hefur tekið stjórnmálaf lokkana fimm ár að melta þær hugmyndir, sem þar eru settar fram. Álitsgerð bankastjóra Seðlabankans verður tæpast skilin öðru vísi en sem gagnrýni á andvaraleysi ríkis- stjórnarinnar í þessum efnum. Viðskiptaráðherra telur aðálitsgerð Seðlabankastjóranna komi til með aðhindra framgang bankafrumvarpsins á þessu þingi. Greinileg misklíð er því komin upp milli ráðherrans og banka- stjórnar Seðlabankans. Aðaltillaga bankastjórnar Seðlabankans er mjög í samræmi við þá gagnrýni, sem Vísir setti f ram á banka- frumvarp ólafs Jóhannessonar, þegar það kom fram fyrr í vetur. Ráðherrann segir í viðtali við Vísi í gær, að hann sé sjálfur hlynntur sameiningu bankanna, en sé andvígur tillögum bankastjórnar Seðlabankans um sam- einingu af því aðfyrir þeim séekki pólitískur vilji. I raun og veru er hér um að ræða yfirlýsingu þess ef nis, að rikisstjórnin sé of veik til þess að geta tekið á málinu. Það er i sjálfu sér mjög alvarlegt. Útilokað er með öllu að halda áfram rekstri bankakerfis, þar sem útlán eins af þremur ríkisbankanna eru bundin að sextíu hundraðshlutum við sjávarútveg. Þetta kolvitlausa kerfi hef ur smám saman leitt Útvegsbankann í ógöngur að því er lausaf járstöðuna varðar. Eiginf járstaða bankans er á hinn bóginn ekki lakari en Búnaðarbankans. Þetta skipulag gat í sjálfu sér gengið meðan Seðla- bankinn hafði nægjanlegt svigrúm til þess að standa undir lánum til atvinnuveganna. En aðstæður Seðla- bankans hafa breyst að þessu leyti. Gengdarlaus skuldasöfnun ríkissjóðs hefur t.d. takmarkað mjög möguleika bankans til þess að sinna þörf um atvinnuveg- anna fyrir aukið rekstrarfé. Og lágvaxtastefnan leiddi einnig til þess að af urðalánakerf ið sprakk í raun og veru á síðasta ári. Vandamál bankakerf isins verða ekki leyst nema með margþættum aðgerðum og þar á meðal sameiningu banka. Bankastjórar Seðlabankans telja nauðsynlegt að sameina Útvegsbankann og Búnaðarbankann. Banka- stjórar útvegsbankans hafa lýst sig fylgjandi slíkri breytingu i samræmi við tillögur bankakerfisnefndar- innar, en að þeim stóð einnig einn af bankastjórum Búnaðarbankans. Þessir bankastjórar eiga að sjálfsögðu ekki að ráða skipulagi bankakerf isins. Þeir hafa ekkert vald til þess. Hér þarf að taka pólitískar ákvarðanir. En afstaða bankastjóranna ætti að auðvelda stjórnvöldum að taka ákvarðanir, er miða að raunverulegri lausn þess vanda, sem við er að etja í þessum ef num. Það er ekkert gagn í því að leggja fram frumvörp, er einvörðungu taka til atriða, sem enginn ágreiningur getur staðið um. Enn sem komið er hefur það ekki komið fram hvaða öfl það eru innan stjórnarf lokkanna, sem koma í veg fyrir að viðskiptaráðherra geti unnið að framgangi stef nu sinnar í bankamálum. En í f ramhaldi af gagnrýni Seðlabankastjóranna á bankafrumvarp rikisstjórnar- innar væri eðlilegt að þau kæmu f ram í dagsl jósið. m* r&t . n EG LIFI OG ÞÉR c Sr. Árelíus Níelsson skrifar: MUNUÐ LIFA'í ,,feK lifi og þér inunuö lifa”. Kristur. Grátandikona vi6 gröf. Geisl- andi dýrö upprennandi sólar. Tvær myndir hvers dags á jörö. Andstæöur — samstæöur? Sorg — gleði. Dauði. — lif. Lif — æösta ósk mannssálar — dýrmætast alls — en þó öllu hverfulla. Páskar — sigurhátið lifsins meövoroggeisladýrð. Sofin fræ i frosnum gröfum vakna af vetrarblundi, vaxa, brosa, ilma, gle ðja. Sigur. „Sjáið sigur lifsins”, er boðskapur páskanna. Hvaðasigurer æðri. Og þarer ekki beitt hnefum, hótunum, byssum né morðtólum misvit- urra stjórnmálamanna og grimmra harðstjóra. Hér er ekki sigurhátið hnefa- réttar og drottnandi valds. Heldur blikandi himingeisla ljóss af hæöum. Þetta ljós, geislaveldi vorsins, máir brott hervirki frosts og fanna, myrkurs og storma. Veitir vonir og fögnuð. Þerrar, brosi sinu, tárin af vöngum og brám konunnar, sem grætur við gröfina: „Sjáið sigur lifsins”. Predik- un páskanna. Þetta er örstutt predikun, að- eins þrjú orð. Þetta er lifandi predikun hvers einasta vormorguns. Þar þarf hvorki kirkju né prest. Samt gæti þar lærzt stafrófið til að læra að lesa þessa lexiu lifs- ins. En slik ræöa rituö geislarún- um Guðs af himni hvern vor- morgun, hiýtur að efla trúna á sigur lifsins — páskatrúna i hjörtum allra barna jarðar. Til þess þarf hún engin orð. Og við syngjum á páskadags- morgni: „Drottinn Jesús, lif og ljós oss þín blessuð elska veitir”. Aldrei hefur lifið náð æöri þroska á jörö en i persónuleika Jesú Krists. Það viðurkenna jafnvel andstæðingar kirkjunn- ar fjær og nær, fyrr og siöar. Hann er fegursta skrautblóm jaröar — mannlifs á jörðu. Kær- leikur hans, fórnarlund hans, hreinleiki, sannleiksást, lifs- orka, guðstrú hans — trú á sigur hins góða. Hvaö er lif? Æðsta undur til- verunnar. Opinberun Guðs. Kristur er sú fullkomnun lifs i mannslikama, sem æðst er hægt að hugsa sér. 1 honum birtist hinn fullkomni sigur lifsins yfir efninu. Hvað er upprisa: Það er silifð — eilifö frá einu tilverustigi til annars — frá morgni til morguns — frá vori til vors. 'l,if er vaka — gimsteinn gæða, Guði vigt, en ekki mold”. Sé predikun vorsins athuguð, með tilliti til upprisutrúar og eilifðarvissu, þá er sannarlega ekki minni ástæða til að halda mannssál vakna aftur til vor- sælustunda en öll þessi fræ siöan i fýrra? Ekki endilega sömu efnisfjötrar. Viö skiljum auðvit- aö likamann eftir hérna, hversu dásamlegur sem hann var, þá er hann úr efni jarðar og til- heyrir henni. Enginn færi aö burðast meö fylgjuna frá móðurllfi alla ævi á jörö. Hlutverki hennar er lokið viö fæöingu, hversu mikilsvert, sem það var hvert andartak áöur en við fæddumst. Hins vegar er samsömun efn- is og anda Krists vel hugsanleg. Hann var svo fullkominn, að mérerengin þoranraunað telja efniskornin sem mynduöu likama hans verða eilif og fæð- ast inn i draumheim dýrðar ofar öllu öðru á jörö. Ljóminn, sem Ieikur um brár og blikar um ásjónu látinna göfugmenna hefur sannfært mig um, aö styttra er milli efnis og anda, himins og jarðar, tima og eilifðar en okkur grunar, nema þá i sýn gegnum tár við gröf ást- vinar. Ljomi vormorguns, eilifðar, skin af brosi og fegurð látinna, sem hafa tileinkað sér kærleika Krists — anda hans og orku. Sú dýrð birtist ástvinum Jesú við gröf hans, hafin upp i æöra — æðsta veldi. Sú páskasól gerði þá að kraftmiklum hetjum, sem lögðu undir sig heiminn án vopna. Helztu herveldi heimsins urðu að lúta fyrir geislaveldi kærleika, sannleika og frdsis eins og vetrarveldi Islands fyrir sólblæ úr suðri á maimorgni. Enn þá heldur þessi vorblær — þessi lifskraftur frá gröf Krists, áfram aö þiöa kuldann og kíakann, hrekja brott skammdegismyrkriö Ur sálum manna og þjóða. Hluti af sigri páskanna. Lif og ljós er æðsta ósk hvers hjarta. Og að lifa þótt vér deyj- um — eignast höfn við lifsins fjöll, er sú trú, sem við eigum öll á misjöfnu stigi — en samt öll. Enginn grafarsvefn. Engin hefnandi og refsandi hönd — að- einsréttlæti i elsku og náö móð- urhjarta tilverunnar og föður- handar Guðs — huggun, friöur, fögnuður. Þetta er hin sanna boðun kristins dóms til þin — fyrirheitið handa þér, sem græt- ur við gröf. TrúþU, uppUr djUpi dauða Drottins rennur fagra- hveL Og i þvi litla, sem ég veit fegurst og máttugast um þessi málefni páskanna eru tvær perlur hugsunar og snilli, sem þar skina skærast: Orð Jesú sjálfs til vesalings- ins, sem var pyntaður til heljar við hlið hans á krossinum: „Sannlega segi ég þér: í dag skaltu vera með mér í Para- dis”. Ekkert orð um grafarsvefn, útskúfun og dóm, heldur vor- morgun vináttu og ástúðar i nánd Guðs. Hin perlan, sem ljUfast varp- ar ljósi á páskatrú og sigur lifs, er starfsþrá og ljóstrú hins is- lenzka hjarta, sem hvorki stormar né myrkur, eldur né is, fordómar né fordæming hefur bugað gegnum aldirnar allar. HUn er orðuð svo af einum æðstá presti íslenzkrar tungi^ Jónasi Hallgrimssyni, á þessa leið: „SÍzt vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig biða sælli stunda. En það kemur ekki mál viö mig. Flýt þér vinur i fegri heim. KrjUptu að fótum friðarboöans. Fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim”. Þannig er sigur lifsins — páskasigur. „Ég lifi og þér munuð lifa”. Arelius Nieissson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.