Vísir - 19.04.1978, Síða 4
4
Miðvikudagur 19. april 1978 vism
Hvernig á að vekja
áhuga ungmenna
á verkmenntun?
Samband iönskóia á ís-
landi gengst fyrir ráö-
stefnu um málefni verk-
menntunar föstudaginn
21.apriln.k. i lönskólan-
um i Reykjavik.
Ráöstefnu þessari er ætlað að
vekja almenna athygli á stöðu
verkmenntunar i islenska
menntakerfinu og finna ráð til
að auka hana og bæta, þannig að
hún veki meiri áhuga hjá ung-
mennum, þegar þau velja sér
framtiðarstarf.
Ráöstefnan verður með þvi
sniði að hverju einstöku mál-
efni, sem tekið verður fyrir,
veröur fylgt úr hlaði með
örstuttum framsöguerindum.
Meðal fruminælenda verða Jón
Sætran kennari, Guðmundur
Sveinsson, skólameistari,
Sigurður Kristinsson, formaður
landssambands iðnaðarmanna,
ölver Karlsson, bóndi, og fleiri.
Til ráðstefnu þessarar er boð-
ið öllum þeim sem áhuga hafa
eða hagsmuna hafa að gæta, og
er væntanlegum þátttakendum
bent á aö tilkynna þátttöku sina
i sima Sambands iðnskóla á ts-
landi, 12670.
—GA
Sumarblóm í þúsundartali
Eimtig full búð af
sérkennilegum gjafavörum
Opið sumardaginn fyrsta
Opið allar helgar
Nœg bílastœði um helgar
HI OMl VMAI IIÍ
HAFNARSTRÆTI
Við
fylgjumst
með
nýjungunum:
permanent, glansskol, lagningar,
klippingar, litanir og fl.
Góð þjónusta fyrir
alla fjölskylduna
HÁRGREIÐSLUSTOFA
HÁTEIGSVEGI 20
SÍMI: 29630
Eitt hundrað og
þrettón
umferðarslys ó
Sauðárkróki 1977
Fjórtán manns slösuðust i
umferðarslysum á Sauðárkróki
árið 1977 en umferðaróhöppin
urðu alls eitt hundrað og
þrettán. Sex hlutu minni háttar
meiðsli. Einn maður beið bana
og' sjö hlutu meiri háttar
meiðsli.
Alls voru teknir nitján á árinu
fyrir ölvun viö akstur.
GÞG
Skólastjórar ó
Norðurlandi
Félag skólastjóra og yf-
irkennara á grunnskóla-
stigi gengst fyrir ráöstefnu
skólast jórnarmanna á
Norðurlandi að Stórutjörn í
Þingeyjarsýslu dagana 22
og 23 apríl.
A ráðstefnunni verður fjallað
um verkefni sem stjórnendum
skóla eru fengin i hendur en þau
hafa aukist mjög á seinni árum að
þinga
þvi er segir i frétt frá félaginu.
Rætt verður um ýmsa aðra þætti
sem haft hafa áhrif á störf skóla-
stjórnarmanna. 1 þvi sambandi
verður minnst á þau timamörk
sem mönnum eru sett við stjórn-
un skólanna samkvæmt grunn-
skólalögum og fjallað um reglu-
gerðir sem settar hafa verið sam-
kvæmt þeim og áhrif þeirra á
skólastarfið. bá verður einnig
rætt um kjaramál félagsmanna
'og almenn félagsmál. —KS
0RAT0R félag
laganema:
Efnir til
vorhapp-
drœttis
Orator félag laga-
nema efnir að þessu
sinni til vorhappdrætt-
is, til þess að styrkja
fjárhagslega stöðu fé-
lagsins.
Orator heldur uppi blóm-
legri starfsemi mest allt ár-
ið, en stærsti þátturinn i
starfi félagsins er útgáfa
OLFLJÓTS timarits laga-
nema, sem kemur út fjórum
sinnum á ári.
Margir góðir vinningar eru
i boði i happdrætti Orators,
en alls eru vinningar
fimmtán talsins. Má nefna
tvær ferðir til Kaupmanna-
hafnar, raftæki, úttekt i
tiskuverslunum og nokkrar
bækur um lögfræðileg mála-
efni sem ekki eiga siður
erindi til leikmanna en
læröra.
Félag laganema óskaði
eftir þvi aö þessari orðsend-
ingu yröi komiö á framfæri
til aöstandenda og styrktar-
manna lagadeildar. Miöa er
hægt að fá hjá flestum laga-
nemum og einnig er hægt að
nálgast þá i Lögbergi húsi
lagadeildar. Dregiö verður i
happdrættinu i siðari hluta
maimánaöar.
Kvartanir ó
Reykjavíkursvœði' ’
í síma 86611
Virka daga til kl. 19.30
laugard. kl. 10—15.
Ef einhver misbrestur er á
þvi að áskrifendur fái blaðið
með skilum ætti að hafa
samband við umboðsmanninn.
svo að málið leysist.
""T" WM' 'i!