Vísir - 26.04.1978, Blaðsíða 1

Vísir - 26.04.1978, Blaðsíða 1
Ríkisstjórnin hefur fjallað um skilmála vegna olíuleitar: Þegar tarið að rasða við tvö rannsóknafyrirtœki! #Æskilegt að á nœstunni verði leitað samninga við þessi fyrirtœki, segir Gunnar Thoroddsen „Að undanförnu hefur rikisstjórnin rætt tillögur um reglur og skilmála varðandi könnun á setlögum i landgrunninu, og hefur þegar verið rætt við fulltrúa tveggja erlendra fyrir- tækja sem gert hafa tilboð um slika frumkönnun”, sagði Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra á beinu linu Visis i gærkvöldi. Gunnar minnti á aö i ársbyrjun 1977 var skipuö þriggja manna nefnd til að kynna sér vinnuaö- ferðir Norðmanna i þessu sambandi, og hefði nefnd- in skilað itarlegri skýrslu. „Fyrir nokkru siðan lagði ég fyrir rikisstjórn- ina itarlega greinargerö um þetta mál frá vinnu- hópi sem að þvi hefur starfað. Þar er gerð grein fyrir þvi hvernig æskileg- ast sé að standa að rann- sóknum á setlögum i landgrunninu, og enn- fremur að borunum þeg- ar þar að kæmi, sagði Gunnar. „Við höfum talið eðli- legt að semja itarlegar reglur og skilmála áður en farið yrði að semja við erlend rannsóknarfyrir- tæki. Þessar reglur og skilmálar hafa verið rædd i rikisstjórninni að undanförnu. Það, sem liggur næst fyrir, er að leita samninga við rann- sóknarfyrirtæki um könn- un á setlögum, sem felur i sér mælingar geröar frá skipi. Þessi frumkönnun felur ekki i sér neinar boranir og getur þvi ekki haft áhrif á lifið i sjónum. Það liggja fyrir tilboð frá tveimur erlendum fyrirtækjum um sika frumkönnun, og hefur þegar veriö rætt við full- trúa þeirra beggja. Ég tel æskilegt, aö á næstunni verði leitaö samninga viö þessi fyrirtæki um slika frumkönnun. Fyrst aö henni lokinni kemur til álita hvort veita eigi ein- hverju fyrirtæki leyfi til borana,” sagði Gunnar Thoroddsen. —ESJ. Forystumenn flokkanna um nýja gjaldmiðilinn: Allir vilia fá nfju krónuna Forystumenn stjórnmálaflokkanna eru þvi fylgjandi að breyting verði gerð á gjaldmiðlinum eins og nú virðist fyrir- hugað. Kom þetta fram i viðtölum Visis við stjórnmálamenn þar sem þeir voru spurðir álits á fyrirhugaðri breytingu. Ólafur Jóhannesson sagði þetta allgamla hug- mynd sem hann hefði verið fylgjandi en Seðla- bankinn ekki talið tima- bært að breyta gjald- miðlinum fram að þessu. Breytingin hefði fyrst og fremst sálrænt gildi og hann væri henni með- mælttur. Benedikt Gröndal sagðist hafa bent á þessa leið i áramótagrein sinni en það væri algjört skil- yrði þess að breytingin hefði tilætluð áhrif, að hægt yrði á verðbólgunni. Magnús Torfi ólafsson sagðist hafa verið tals- maður þessarar hug- "rhyndar árum saman og þetta hefði mátt gera fyrr. Breytingin væri nauðsynlegur þáttur i þeim ráðstöfunum sem gera þyrfti til að hemja verðbólguna og breyta verðbólguhugsunar- hættinum. Geir Hallgrimsson hefur sagt að breyting- arnar horfi til bóta og hann sé þeim fylgjandi — enda verði á grundvelli efnahagsaðgerða sem þegar hafa verið gerðar haldið áfram baráttu gegn verðbólgunni. Helgi Seljan kvaðst meðmæltur breytingunni þótt hún ein sér hefði eng- in áhrif á verðbólguna. Hins vegar gæti hún kom- ið að gagni sem liður i frekariráðstöfunum til að hægja á verðbólguhjól- inu. —SG Svaraði 30 lesendumó beinni línu l'm þrjátiu lesendur Vi'sis lögðu spurningar fyrir dr. Gunnar Thor- oddsen, iðnaðarráð- herra, á beinu linu \'isis i gærkvöldi. Káðherr- ann átti að svara fyrir- spurnum lesenda frá kl. 19.30 til 31, en hann losn- aöi ekki úr simanum fyrr en rétt fyrir kl. 22. Fyrirspurnirnar voru um 'hin margvislegustu ntálefni, sem heyra undir ráðuneyti þau, sem dr. Gunnar veitir forstöðu, auk þess sem spurt var um ýrnis önn- ur mál. Gerð er grem fyrir hluta af spurningum og svörum á beinu linunni i gær bæði ú út- siðunt og á bls. lO-il. Þá verður einnig skýrt frá öðrunt fyrirspurnum og svörum, sém ekki er rúm fvrir aö birta i blaöinu i dag. i fimrntu- dagsblaöi Visis. Portúgölsku fulltrúarnir sem komnir eru til landsins til viöræðna unt viðskipti lslands og Portúgal hafa varist allra frétta. Hér sést hluti af portúgölsku sendinefndinni. Annar frá vinstri er sendiherrann, Fernando Reino. Að sögn Þórhalls As- geirssonar ráðuneytis- stjóra er sendinefndin frá Portúgal liklega sú stærsta sem tillandsinshefur kom- ið. alls eru 19 manns i þess- um leiðangri. Auk sendi- herra Portúgals á Islandi. og viðskiptafulltrúa, eru i förinni fulltruar frá l'yrir- tækjum og stofnunum sem telja sig hafa hagsmuni af að stuðla að auknum við- skiptum á milli landanna. en Portugalir hafa verið óánægðir tneð það hversu mikið þeir hafa keypt af Is- lendingum á meðan Island hefur ekki gert luð satna við Portúgal. Þeir hafa ahuga a að auka sölu a vel- um og tækjum til landsins og jafnframt að auka ferðamannastraum ts- lendinga til Portúgals. Formlegar viðræður á milli erlendu sendinefndar- mannanna og innlendra aðila hófust klukkan 10.30 i morgun og verður þeim haldið áfratn i dag og a morgun. BA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.