Vísir - 26.04.1978, Blaðsíða 24

Vísir - 26.04.1978, Blaðsíða 24
Jökull lá finit Jökull Jakobsson, rit- höfundur, lcst á sjúkra- liúsi í gícr (þriöjudag) 44 ára gamall. Banamein hans var hjartabilun. Jökull var einn af þekktustu rithöfundum íslands og eftir hann iiggja margar skáldsög- ur, leikrit, smásögur og ferðasögur. Fyrsta skáld- saga hans „Tæindur bik- ar” kom út þegar hann var aðeins 17 ára gamall. Jökull var sonur séra Jakobs Jónssonar og Jökull Jakobsson. 1‘óru Einarsdóttur, konu hans. Ilann var tvikvænt- ur og lætur el'tir sig fimm börn. Tíu-mannanefnd Alþýðusambmds var á fundi í morgun: SKÆRUVtRKFÖU í UNDIRBÚNINCI Veriö er aö undirbúa ýmsar stuöningsað- geröir við Verkamannasamband íslands innan annarra landssambanda launafólks innan Alþýöusambandsins, og átti m.a. að ræða slikar aðgeröir á fundi Tíu-manna- nefndar ASÍ, sem hófst kl. 11 í morgun. Iðja i Reykjavik hefur þegar tilkynnt slikar stuðningsaðgerðir 3., 5. og 8. mai næstkomandi, og fer iðnverkafólk i eins dags verkfall i hinum ýmsu framleiðslugrein- um. Innan annarra greina hefur að undanförnu ver- ið unnið að skipulagi svipaðra aðgerða, og telja góðar heimildir, að á næstunni muni fleiri aðil- ar en Iðja tilkynna slik verföll. Siðdegis i dag verður samningafundur vinnu- veitenda og Verka- mannasambands tslands, en á morgun verður við- ræðufundur verkalýðsfé- laga á Vestfjörðum og vinnuveitenda þar. Verkalýðsfélögin vestra hafa nú yfirleitt aflað sér heimilda til verkfalls- boðunar. — ESJ. Telexkeppnin við A-Þjóðverjat Þjóðverjar vinning yfir og ein skák i dóm Mikil barátla var i Telex-skákkeppnimii milli islendinga og Austur-Þjóð- verja sem lúifst siðdegis i ga'r og lauk ekki fy rr en um miðja uótl. Tel'lt var á átta borðum og fóru leikar svo ‘að Þjóðverjar uiiiiu l'jórar skákir en okkar meiiii þrjár. Eimii skák er ólokið og fer hún i dóm. Ef Is- lendiiiguiii ierður dæmdur sigur i þeirri skák liafa þeir nnnið keppnina með hag- stæðari stigatiilu og komast i úrslil. Austur-Þjoðverjar sendu sterkt lið þar sem helmingur keppenda eru Stórmeistarar og tveir al- þjóöaméistarar. Uhlman vann Friðrik á 1. borði, Guðmundur vann Malich á 2. borði. en Ingi R. tapaði fyrir Knack á 3. borði. Helgi vann Vogt en skák Hauks Angantýssonar og Bönsch á 5. borði hafði ekki gengið upp i 50 leikjum og fer í dóm. Margeir vann Luberk, Ingvar Asmunds- son tapaði fyrir Hesse og Asgeir Þ. Arnason tapaði fyrir Grunberg. —SG Stórmeistararnir Guömundur og Friðrik voru kampakátir þegar keppnin hófst, en hún stóð í 10 klukkustundir. (Visism JA). Maður drukknaði í Grindavík Fullorðinn maður fannst látinn i höfninni I Grindavik i gær. Hafði þá leit að honum staðið yfir I hálfan sólar- hring. Maðurinn var á sextugsaldri og lætur eftir sig sambýliskonu og aldraða móður. Maðurinn var matsveinn á Hrafni Sveinbjarnarsyni. Lagði hann af stað heiman frá sér um klukkan eitt að- faranótt þriðjudags og ætlaði um borð. —EA Gunnar reíðubúinn að sHja eftír kosningar „Ef ég hef traust og fylgi til að sitja áfram I rikis- stjórn eftir kosningar þá er engin ástæöa til að draga sig í hlé”, sagði Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra á beinu linu Visis I gærkvöldi er hann var spurður að þvi, hvort hann gæfi kost á sér sem ráð- herra aftur eftir næstu kosningar. Gunnar sagði, að á þessu stigi væri auðvit- að ekkert vitað um hvernig stjórnarmynd- un yrði eftir kosningar. „Ef Sjálfstæðisflokk- urinn verður I rikis- stjórn þá veltur það að sjálfsögðu á þingflokki Sjálfstæðismanna, hvort hann vill eða ósk- ar eftir að ég sitji I ríkisst jórn”, sagði Gunnar. „Sjálfum er mér ekkert að vanbún- aði ef flokkurinn óskar eftir þvi.” —ESJ Dr. Gunnar Thoroddsen við simann á ritstjórn VIsis I gærkveldi, er hann svaraði fyrir- spurnum á beinni linu. Mynd:JA. Hjálpa Nýsjálendingar íslendingum með Kröfluholurnar Fœrasti serfrœðingur M ýsjálendinga hingað ,,Vonir standa til, að einn færasti sérfræðingur Ný-Sjálend- I sumar”, sagði Gunnar Thoroddsen, iðnáðarráðherra, á beinu inga á sviði vinnslu háhitasvæða komi hingað til lands i | linu Visis i gærkvöldi. Gunnar sagöi, að meðal þeirra tillagna, sem dr. Gunnar Böðvarsson heföi lagt fram eftir að hann kom hingað til lands i fyrra til að kanna ástand- iö á Kröflusvæðinu, hefði veriö aö reyna að fá hing- aö til lands einn þekkt- asta jarðvisindamann Nýja-Sjálands, Bolton að nafni. „Við gerðum strax ráð- stafanir til að fá hann hingaö til landsins og vonir standa til að hann komi i sumar”, sagði Gunnar. „Hann hefur mjög mikla reynslu frá. Nýja- Sjálandi, og reyndar viö- ar um heim, þar sem jarðgufustöðvar hafa verið reistar, og viö telj- um mikilvægt að fá slikan mann okkur til ráðuneyt- is. Við höfum þegar haft samband við hann og hann hefur gefið upplýs- ingar og ráðleggingar. M.a. var lýst fyrir honurn erfiðleikunum við holurn- ar, svo sem kalkUtfelling- um og stiflum. Hann sagði i svari sinu, að þetta kæmi sér ekki ókunnug- lega fyrir sjónir, þvi þeir þekktu þettá. vandamál hjá sér., og þeir teldu þessar kalkUtfellingar og stiflur ekki alvarlegt vandamál. Þeir hefðu lent I þessu sama með ýmsar borholur, og þyrftu þá stundum að hreinsa þær á þriggja til sex mánaða fresti, en til þess hefðu þeir fundið handhægar og tiltölulega ódýrar aðferðir.” Gunnar taldi alveg tvi- mælalaust, að reynsla Ný-Sjálendinga myndi koma okkur að miklu gagni. - ESJ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.