Vísir - 26.04.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 26.04.1978, Blaðsíða 3
3 vtsm Miðvikudagu r 26. april 1978 SÖLUTREGÐA ULLARVARNINGS ÓGNAR TILVERU VERKSMIÐJA //Þetta ástand hefur þegar vatdið tjóni fyrir SiS. Reksturinn hefur dregist saman og verk- smiðjurnar hafa orðið að minnka afköstin" sagði Andrés Þorvarðarson hjá Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga er rætt var við hann um afleiðingar þess að Sovétmenn hafa ekki enn fengist til að kaupa þær ullarvörur sem viðskiptasamningur þjóðanna gerir ráð fyrir. Andrés sagði að yfirleitt hefði verið gengið frá þessum samn- ingi í kringum áramót, en þetta væri i fyrsta skipti sem málin hefðu farið i þennan farveg. Hann sagði að i viðskipta- samningi Islands og Sovétrikj- anna væri viðmiðunarlisti þar sem tilgreint væri það magn sem ætti að selja. Sovétmenn hefðu ekki uppfyllt ákvæði hans ennþá. Andrés fór ásamt fleirum til Moskvu i kringum áramót og þar sagði hann að menn hefðu verið tregir til að tala við Islendingana. Sovétmennirnir sögðu islensku sendimönnunum þá, að þeir ætluðu að draga úr þvi magni sem þeir vildu kaupa. Andrés sagði að ekki hefði verið unnt að gefa þeim upp nákvæmlega hvert yrði verð á ullarvarningi, en nefndar hefðu verið tölur sem tekið hefðu mið af þvi, aö verðlag hér innan- lands myndi hækka. Það hefði lika komið á daginn og þetta verð sem gefið var upp i Moskvu væri nálægt lagi i dag. Öánægja Sovétmanna taldi hann, að gæti ekki stafaö af gæðum vörunnar, þar sem þeir heföu ailtaf tekið fram aö hún væri i sérflokki. Sovétmenn lýstu þvi siðan yfir um miðjan febrúar að þeir væru búnir að kaupa ullarpeysur ann- ars staðar frá. Andrés sagðist vilja taka það fram, aö sölu- tregöan ætti fyrst og fremst við um ullarpeysur. Frá sölu á ullarteppum hefði hins vegar þegar veriö gengið. Vandamál fyrir fleiri en SIS Sambandið selur ullarpeysur frá litlum prjónastofum viös- vegar um land. A siðasta ári voru seldar 160.000 ullarpeysur til Sovétrikjanna. Samvinnu- verslanir þar i landi hafa keypt þennan varning, en i ár hefur sala ekki farið fram ennþá, þar sem rikisfyrirtækin, sem kaupa Heklupeysur, ráða verölaginu. Andrés sagði að þetta væri mikið vandamái fyriralla aöila, þar sem erfitt væri að framleiöa upp i samninga, sem ekki væri vitað hvort y rðu efndir af hinum aöilum. Eitthvað hefur verið frainleitt, eftir hugmyndum sem Andrés og félagar fengu i Moskvu um það hvernig peys- urnar ættu að vera. Er Andrés var inntur eftir þvi hvort vitaö væri hvenær lausn fengist á þessu máli, sagði hann að sovéskur viðskiptafulltrúi hefði verið i Moskvu aö undan- förnu og rætt við fulltrúa aðila sem samningurinn tekur til. Kvaðst hann bjartsýnn á að ein- hver lausn kynni að fást i þessu máli jafnvel i þessari viku. BA Tílloga umhverfismólaráðs um frið- un gamalla bygginga í borginni „Tillaga uinhverfismálaráðs er eiginlega svar við bréfi borgar- stjóra þar sem óskað var eftir áliti ráðsins á hugmyndum um friðun gamalla húsa” sagði Nanna Hermannsson minja- vörður er luín var innt eftir tillögu sem nú liggur fyrir borgarráði um friðun 12 húsabygginga sem eru f eigu borgarinnar. Húseignir þær sem hér um ræðir eru: Frikirkjuvegur 1, 3 og 11 Lækjargata I4a og I4b Tjarnargata 20 , 33 og 35 Þingholtsstræti 29a (Borgarbóka- safnið) Austurbæjarbarnaskólinn Höfði við Borgartún og Bjarnarborg við Hverfisgötu. Nanna sagði að könnun þeirra Harðar Agústssonar og Þorsteins Gunnarssonar á varðveislu gam- alla húsa lægi að baki þessari til- lögu. Umhverfismálaráð gerir ráð fyrir að friðun samkvæmt B—flokki taki til þessara húsa. En B—flokkurinn tekur fyrst og fremst til ytra útlits húsa, en jafnframt er mælst til þess að ef einhverjar breytingar verða gerðar innandyra verði tekið tillit til húsagerðar. Húsfriðun húsa samkvæmt A—flokki er mun viðtækari og'er mun erfiðara að gera nokkrar breytingar á þeim byggingum jafnt innan dyra sem utan. Safna- húsið við Hverfisgötu og Dómkirkjan hafa til dæmis verið friðuð samkvæmt A—flokki. Nanna sagði að markmiðið meö þessum friðunartillögum, sem til að byrja með taka ekki til fleiri húsa, væru að þau fengjust að haldast i sinni upprunalegu mynd og þyrfti leyfi Húsfriðunar- nefndar til að gera einhverja röskun á ytra útliti þeirra. Hún sagði að þetta þýddi alls ekki, að ekki væri unnt að nýta húsin, og flest þeirra væru vel nýtl i dag. Aðalatriðið væri það að húsin fengju að standa og leitast yrði við að láta upprunalega mynd þeirra njóta sin. —BA „Gítartónlist er sólótónlist" segir Pétur Jónasson, sem heldur gítartónleika /, Ég hef aöeins gutlað viö popp en sígild tónlist er nú mitt aöal áhuga- mál", sagði Pétur Jónas- son, gítarleikari, i stuttu rabbi viö Vísi i gær. Pétur, sem er 18 ára gamall, heldur gitartónleika i hátiðasal Menntaskólans við Hamrahlið, i kvöld kl. 20.30. Og það veröa si- gild verk sem þar hljóma þvi á efnisskránni eru verk eftir Gaspar Sanz, Bach, G. Tarrago, og fleiri. Sum þessara verka munu nær óþekkt hér á landi. Pétur var aðeins niu ára gam- all þegar hann byrjaði að læra gitarleik: ,,Ég kláraöi svó' tónlistarskólann i Garðabæ vor- ið 1977. Ég læröi hjá Eyþóri Þor- lákssyni, hann kenndi mér allan timann”. Er hægt að lifa á gitarleik á íslandi, nema þá að vera i dans- hljómsveit?” ,,Eg býst við að það yrði erf- itt. Þetta er svo litið land að hér er ekki hægt að lifa á þvi aö halda kon^erta. Þaö væri heist að hægt væri aö hafa i sig og á með kennslu”. „Er þá ekki frekar dapurlegt fyrir gitarleikara að búa á Islandi?” „Frá atvinnusjónarmiði er þaö liklega”. „Hverníg stóö á þvi að þú valdir gitar, nú virðist hægt að hafa ofan i sig með flestum öðr- um hijóöfærum?” „Mér fannst gitarinn strax spennandi og skemmtiiegt hljóðfæri, og hef aldrei haft jafn mikinn áhuga á neinu öðru”. „Hefur þú ekki hug á að fara utan með þitt hljóðfæri?” ,,Jú, ég stefni að þvi aö fara út til að læra meira og er búinn aö skrifa mörg bréf, meðal annars til Mexikó, til aö kanna mögu- leikana. Mið- og Suður-Amerika og Spánn, eru þau lönd þar sem gitarinn pr vinsælastur. Þar er mest gitarmenning ef svo má aö oröi komast. Ég ætti eiginlega að taka fram að gitarinn er ,,á uppleið” h£r á tslandi. Ég er búinn að halda ferna tónieika, á Akureyri, i Norræna húsinu og i Garðabæ og hef verið mjög ánægður með aðsóknina. En það hlýtur aö vera draum- ur alira gitarleikara að komast suðureftir, þar sem þetta hljóð- færi nýtur meiri vinsælda en önnur. Gitartónlist er að mestu leyti sóló tónlist og þar sem hún ræð- ur rikjum hlýtur gitarleikara að liöa vel. —óT. Garðarkitektar skipta um nafn Starfsheitið „landslagsarki- tekt’’ hefur verið tekið upp i stað garðarkitekt cða skrúðgarðaarki- tekt, sem notað hefur verið fram að þessu. En i febrúar sfðastliön- um var stofnaö f Iteykjavfk „Félag islenskra landslagsarki- tekta” F.Í.L. Þykir þetta nýja starfsheiti ná betur starfssviðinu, auk þess sem þessi þróun er i samræmi við þá breytingu sem átthefur sér stað á starfsheitinu i nágrannalöndun- um á siðustu árum. Starfssviðið er m.a. skipulagning útivistar- svæðis við hýbýli manna, iþrótta- svæða, skrúðgarða og kirkju- garða. Þá má nefna landslagsmótun og þátttaka i skipulagi bæja og gerð landnýtingaráætlana. Óveniulegum afla landað Togarinn Bjartur frá Nes- kaupstað „landaði” fjórum til fimm tonnum þegar hann kom inn til Seyðisfjarðar á sunnu- dagskvöld. Hér varum að ræða hóp Seyðfirskra skiðamanna og útbúnað þeirra. Hópurinn haföi tekið þátt i Austurlandsmótinu á skiðum á Neskaupstað og farið með sigur af hólmi annað árið i röð. En keppt var i fjórum aldursflokkum drengja og þremur flokkúm stúlkna svo og kvenna-og karlaflokkum. Gleðin hjá skiðamönnum var mikil og heyrðu Seyðfirðingar siguróp þeirra meöan togarinn var úti á miðjum firði. Jón Arni Guðn\undsson,Seyðis- firði Pierre Robert Jone Hellen SNYRTIVÖRURNAR VERÐA KYNNTAR AF SNYRTISÉRFRÆÐINGI FRA FYRIRTÆKJUNUM í SVÍÞJÓÐ í EFTIRTÖLDUM VERSLUNUM, KOMIÐ í VKUSLANIRNAR KYNNIST NÝJ- UNGUM, FRÆÐIST U M FEGRUN HJA MARGARETHA ODE SEM KYNNIR SUM- ARSNYRTINGUNA 1978. Miðvikudag 26. 4. kl. 1-6 Fimmtudag 27. 4. kl. 1-6 \ Föstudag 28. 4. kl. 1-6 Háaleitisapótek Háaleitisbraut 68 Hafnarborg Strandgötu 34 Snyrtiyörudeildin Glæsibæ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.