Vísir - 26.04.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 26.04.1978, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 26. april 1978 5 ISLENDINGUR FOR- SFTI ALÞJÓÐARÁÐ- STEFNU UM FLUGMÁL „Á þessari ráðstefnu var eitt mál á dagskrá og það var nýtt blindlend- ingarkerfi loftfara/ en núverandi blindlending- arkerfi var samþykkt sem ICAO-alþjóðastaðall árið 1949" sagði Leifur Magnússon verkfræðing- un sem var forseti ráð- stefnu á vegum alþjóða- f lugmálastofnunarinnar (ICAO) sem stóð yfir um 3ja vikna skeið og lauk siðastliðinn föstudag. Leifur hefur starfað að flug- málum frá árinu 1960, frá 1963 verið framkvæmdastjóri flug- öryggisþjónustu og jafnframt verið varaflugmálastjóri frá ár- inu 1973. Leifur sagði að Flugmála- stjórnin reyndi að senda fulltrúa á sem flestar ráðstefnur, en það væri útilokað að ætla að vera með á þeim öllum og oft væri aðeins einn fulltrúi sendur fyrir Islands hönd. Er Leifur var inntur eftir þvi hvort aðildarriki Alþjóðaflug- málastofnunarinnar ættu for- seta ráðstefna til skiptis, kvað hann ekki vera um formlega skiptingu á milli landa að ræða. Reynt væri að velja forseta úr hópi þeirra sem þættu hafa þekkingu á málunum. En hann kvaðst sjálfur hafa sótt all- margar ráðstefnur ICAO vegna starfs sins. Leifur sagði að valfð hefði staðið á ráðstefnunni milli 3ja lendingarkerfa. Og ákveðið hefði verið að velja nýtt mikró- bylgju-lendingarkerfi, sem þró- að hefur verið i Bandarikjunum og Astraliu. Hann sagði að harð- ar deilur hefðu verið um val kerfa, i upphafi á milli þýsks, bandarisks og ástralsks og bresks, en þýska sendinefndin ákvað siðar aö draga tillögu sina til baka. Hér eru miklir fjármunir i húfi og sagöi Leifur að talað hefði verið um að lend- ingarkerfi muni kosta 2-3000 milljónir dollara. Leynileg atkvæöagreiðsla Ráðstefnuna sóttu 254 fulltrú- ar frá 74 rikjum og áttu upphaf- leg atkvæðagreiðsla að vera þannig að afstaða manna væri ljós, en það fékkst i gegn að at- kvæðagreiðsla yrði leynileg. „Eftir að fastaráð ICAO hefur staðfest tillögur ráðstefnunnar má búast við að alþjóðleg upp- setning hinna nýju tækja hefjist á árunum 1980-1985. Núverandi blindlendingarkerfi, mun þó áfram verða i notkun til ársins 1985, en eftir það ár verður ein- göngu hið nýja lendingarkerfi notað. Kostir hins nýja kerfis. eru umtalsverðir, t.d. er nákvæmni þess verulega betri en núver- andi tækja, og mun gera kleyfar sjálfvirkar lendingar á fjölda flugvalla. Kerfið er að mestu ónæmt fyrir truflunum frá um- hverfi sinu, og gerir mun minni kröfur til landrýmis fyrir tækjabúnaðinn, sem i dag úti- lokar uppsetningu blindflugs- kerfis á fjölda flugvalla. Núver- Leifur Magnússon. andi kerfi veitir möguleika á að- eins einni aðflugsstefnu og einu aðflugshorni (vanalega 3 gr.) Hið nýja mikróbylgju-lending- arkerfi býður hins vegar upp á frjálst val aðflugsferla og að- flugshorna. Það verður fram- leitt i ýmsum myndum er henta stórum alþjóðaflugvöllum jafnt og litlum flugvöllum.” segir i úrdrætti úr fréttatilkynningu al- þjóðaflugmálastofnunarinnar. —BA— Listi Sjálfstœðisflokks í Kópavogi Fulltrúaráð sjálfstæðisfélag- ana í Kópavogi hefur gengið frá framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins við bæjarstjórnarkosningar. Listann skipa: 1. Axel Jónsson, alþingismaður. 2. Kichard Björgvinsson við- skiptafræöingur. 3. Bragi Michaelsson framkvæmdastjóri. 4. Steinar Steinsson skólastjóri. 5. Torfi B. Tómasson framkvæmda- stjóri. 6. Steinunn Sigurðardóttir húsmóðir. 7. Stefnir Helgason framkvæmdastjóri. 8. Árni Ör nólfsson skrifsto fum. 9. Hilmar Björgvinsson hdl. 10. Skúli Sigurðsson vélstjóri. 11. Ásthildur Pétursdóttir fulltrúi. 12. Ingi- mundur Ingimundarson bifreiða- stj. 13. Ársæll Hauksson verkam. 14. Þórarinn Þórarinsson handa- vinnukennari. 15. Jón Auðunsson pipulagningam. 17. Ármann Sigurðsson járnsmiður. 18. Guðný Berndsen húsmóðir. 19. Arnþór Ingólfsson lögregluvarðstjóri. 20. Erlingur Hansson deildarstj. 21. Jósafat J. Lindal sparisjóðsstj. 22. Guðmundur Gislason bókbind- ari. — KP. Stefán Jóhannsson félagsráðunautur, ólafur Grlmsson.trúnaðarlæknir heímilisins og Valgarður Breiö- fjörð forma&ur Llknarfélagsins Risið kynna fyrir biaðamönnum starfsemi heimilisins að Brautarholti 22. Vfsism. JA. Félagið tók á leigu undir þessa starfsemi sina i fyrra- haust Gistih'eimilið Brautarholti 22. Tæplega 90 manns hafa dvalist á heimilinu frá þvi það var stofnað eöa um 26-28 manns að meðaltali. Af þeim hafa 10-15 manns búið þar mest allan tim- ann. Þessir aðilar koma frá Vistheimilinu Vifilsstöðum, Gunnarsholti, Viðinesi og fleíri stöðum. Flestirþeirra eiga enga fjölskyldu eða hafa slitnað úr tengslum við hana og ástvini. A fundinum kom fram að leigusamningurinn fyrir húsnæðið að Brautarholti 22i gildir aöeins til 1. júni og hefur hann ekki fengist framlengdur. Framtiðardraumurinn er aö f- élagið eignist eigið húsnæði en um þessar mundir er verið aö leita að nýju leiguhúsnæði og ÞAR BORGA SJÚKUNGARNIR FYRIR SIG SJÁLFIR ,,Við teljum að starf okkar sé unnið fyrir gýgefvið þurfum að útskrifa sjúklinga okkar út á götuna, peningalausa og atvinnulausa”, sagði Stefán Jóhannsson félagsráöunautur á Visf ilsstööum á fundi með blaðamönnum sem Liknar- félagið Risið hélt til aö kynna starfsemi sina. Liknarfélagið Risið var stofn- aö i ágúst 1977 af fyrrverandi vistmönnum á Vistheimilinu á Vífilsstöðum ásamt starfsfólki þar.Markmiðið mef stofnuninni var að koma á fót og starfrækja heimili fyrir fólk sem er aö koma úr meöferð vegna of- neyslu áfengis eða annarra vimugjafa.Endanlegt markmið er að koma einstaklingnum úti lifiö aftur þannig að hann ein- angrist ekki. hefur félagiö hleypt af stokkun- um happdrætti til fjáröflunar. Vistheimiliö hefir ekki notið neins opinbers fjárstuðnings og er allt starf félagsmanna unnið i ' sjálfboðavinnu þannig að kostn- aðurinn við heimilið hefur verið i lágmarki. KS. UTSOLUMARKAÐURINN STENDUR SEM HÆST VINNUFATABUÐIN Iðnaðarhúsinu v/Hallveigarstíg iii ÁiuiiiliUiilii.L/iáii.kúyiil.iiláiiiiií.U^iu.. . ,i.......

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.