Vísir - 26.04.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 26.04.1978, Blaðsíða 6
6i A adidas best þekktar —mest selda Knattspyrnuskór: World Champion — World Cup Winner Argentina — Laplata — Chile. Æfingarskór: Reykjavík — Universal — Brussel Stockholm — Madrid. Urval af bílaáklæðum (coverum) Sendum í póstkröfu. Altikabúðin Hverfisgötu 72. S 22677. PASSAIUYIVDIR teknar i litum tilbúnar strax I barna x. ffölskyldu LJOSMYNDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 PAPPÍRSBLEIUR MEÐ ÁFÖSTUM PLASTIKBUXUM Undramjúkt efni PAMPERS hvílir næst hörundinu, en rakinn dreifist í pappirslög sem taka mikla vætu. Ytrabyrði er úr plasti. Rúm og ytri- buxur eru því ávallt þurr. PAMPERS eru sem tilsniðnar fyrir barnið og gefa mikið frelsi til hreyfinga. Límbönd á hliðum gera ásetningu einfalda. czTf-ntt? riA f:a Simi S’700 m Miðvikudagur 26. april 1978 vism Umsjón: Guðmundur Pétursson UÐSFÆKKUNAR- VIÐRÆÐURNAR LURIE 4-16-76 HOPPAÐU! Samningaviðræðurn- ar i Vinarborg um fækkun i liðsafla i Evrópu hafa nú staðið á fimmta ár, og siðasta árið hvorki gengið né rekið. Loks nú sjá menn grilla i að ein- hver hreyfing komist á viðræðurnar. Vesturveldin áttu frumkvæöið aö þvf að ýta þeim á rekspöl aft- ur meö nýjum tillögum, sem lagðar voru fram 19. april, og við það tækifæri sagði W. Der- vos van Steenvijk, sendiherra Hollands i Washington, á blaða- mannafundi, ,,að enginn vafi væri á því, að fundinn væri nýr grundvöllur til að þoka við- ræðunum i átt til fyrsta sam- komulagsins á þessu sviði”. Málamiðlunartillaga Vestur- landanna fól i sér breytingu á fyrri kröfum um, að Sovétrikin köllðu heim úr Mið-Evrópu (sennilegast þá A-Þýskalandi) heilt herfylki skriðdreka. Nú er farið fram á, að Sovétmenn kalli þetta herfylki heim frá A- Þýskalandi, Tékkóslóvakiu og Póllandi. Jafnframt felur tillagan i sér, að NATO-rikin tiltaki strax i fyrsta áfanga samkomulagsins, hvað þau komi til með að fækka mikið i liðsafla sinum i siðari áfanga og hvenær. En formaður viðræðunefndar Hollands varaði við þvi i april, þegar málamiðlunartillagan var lögð fram, að það yrði að fá á hreint það ósamræmi, sem er i tölum og skýrslum um liðsafla herjanna i Evrópu, áður en unnt væri að setjast niður og sepija um takmarkanir liðsafla. Benti hann á, að á fjórtánda viðræðufundi aðilanna hefði verið skipst á upplýsingum um fjölda herliðs og vopna og við- ræður byrjað um þær skýrslur. Þó fékkst ekki skýring á þvi, hverju sætti sá munur, sem var á skýrslum vesturvelda um lið- styrk Varsjárbandalagsins og Sovétrikjanna i Mið- og Austur- Evrópu, og svo skýrslum aust- antjaldsmanna sjálfra. Hollenski sendiherrann lagði áherslu á mikilvægi þess að samræmi fengist i þessar tölur. Hann sagði blaðamönnum i Washington, að vesturveldun- um þætti nú framhald viðræðn- anna undir þvi komið, hvernig austantjaldsmenn tækju mála- miðlunartillögunni. Það voru NATO-rikin sem báru tillöguna upp sameigin- lega. Hinsvegar varð Helmut Schmidt, kanslari V-Þýska- lands, fyrstur leiðtoga vestur- veldanna til þess að vekja máls á þvi, að vestrið hefði frum- kvæði við að hrinda viðræðun- um af stað að nýju, þegar hann heimsótti Carter Bandarikja- forseta til Washington i júli i fyrrasumar. Skömmu siðar ákvað Carter, að Bandarikja- stjórn skyldi endurskoða af- stöðu sina til fyrri tillagna. Viðræöurnar um fækkun i liðsafla i Evrópu hófust 1973, þegar tólf aðildarriki NATO og sjö aðildarriki Varsjárbanda- lagsins hófu fundi sina i Vinar- borg. Strax i upphafi uröu allir ásáttir um, að landsvæðin sem liðsfækkunin fyrirhugaða skyldi taka til, skyldu vera Belgia, Holland, Lúxembourg og Vest- ur-Þýskaland að vestanverðu, en Austur-Þýskland, Pólland og Tékkóslóvakia að austanverðu. Um leið urðu menn ásáttir um, hverjir skyldu aðilar að liðs- fækkunarsamkomulaginu. Ell- efu beinlinis og átta með sér- aðild. Beinir aðilar skyldu vera: Bandarikin, Sovétrikin, Stóra- Bretland, Kanada, Belgia, Vest- ur-Þýskaland, Holland, Austur- Þýskaland, Pólland, Tékkó- slóvakia og Luxembourg, sem öll hafa liðsafla i Mið-Evrópu og eru hugsanlegir þátttakendur i samkomulaginu. — Noregur, Danmörk, Italia, Grikkland, Tyrkland, Ung ver jaland, Rúmenia og Búlgaria liggja öll að liðsfækkunarsvæðinu fyrir- hugaða, en hafa sjálf ekki heri þar. Samkvæmt skýrslum Vestur- landa telur liðsafli NATO (land- her) um 777.000 manns, meðan Varsjárbandalagið hefur um 925.000 manns. Munurinn er 148.000. NATO hefur 6.000 þunga skriðdreka, meðan Varsjár- bandalagið hefur um 15.000, svo að þar er mikili liðsmunur. Þessar sömu skýrslur sýna, að um 25% af landher NATO i Evrópu er bandariskt herlið, en 50% af landher Varsjárbanda- lagsins er sovéskt herlið. Vesturveldin hafa bent á i við- ræðunum, að Varsjárbandalag- ið á, vegna landfræðilegra yfir- burða, styttra að sækja sér liðs- auka. Sovétrikin eru ekki nema 400 milur frá landamærum Austur- og Vestur-Þýskalands en Bandarikin 3.200 milur. Málamiðlunartillagan, sem NATO lagði fram i Vin fyrr i þessum mánuði, fól i sér, að Sovétrikin fækkuðu liði sinu um 68.000 menn og 1.700 skriðdreka i Mið-Evrópu i fyrsta áfanga. Bandarikin bjóðast á móti til þess að kalla heim 29.000 menn og fjarlægja 1.000 kjarnaodda, 54 flugvélar (sem búnar eru kjarnorkuvopnum) og 36 kjarnorkuhlaðnar eldflaugar. Sömuleiðis leggur NATO til, að báðir aðilar komi sér samán um hámark heraflans i framtið- inni, flug- og landhers. Þar er stungið upp á þvi, að hvor um sig hafi ekki meira en 700.000 manna landher og um 200.000 manna flugher. Cacdis Agnone.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.