Vísir - 29.04.1978, Síða 5

Vísir - 29.04.1978, Síða 5
5 visro Laugardagur 29. apríl 1978 Atlaga gegn feðfaveldinu bandariskri myndlist” sem ár- lega er haldin á Whitneysafn- inu, breyttist á einu ári úr 5% konur/ 95% karlar i 20% konur/ 80% karlar fyrir tilstuðlan Ad Hoc. Myndlistarkonurnar létu prenta falsaða boðsmiða á opn- un sýningarinnar og dreifðu um sýningargólfið eggjum til að vekja athygli á baráttu sinni. Hún fór ekki framhjá neinum. 1 A.I.R. galleriinu sýna þessar tuttugu konur reglulega, en standa einnig fyrir sýningum á verkum annarra myndlistar- kvenna sem þeim þykja áhuga- vekjandi. í fyrra var t.d. sýning á verkum franskra myndlistar- kvenna og i ár er fyrirhuguð sýning á verkum japanskra myndlistarkvenna. Fyrir utan reglulegt sýningahald fer ýmiss konar starfsemi fram i tengsl- um við galleriið. A mánudags- kvöldum eru fyrirlestrar, kvik- myndasýningar, litskyggnu- sýningar og umræðufundir. Nú steinustu ár hafa margir sýn- ingarsalir sem A.I.R. verið opn- aðir og reknir á svipuðum grundvelli, en hóparnir sem að þeim standa gera þó mismun- andi kröfur til meðlima sinna. Strax i upphafi var lögð megin- áhersla á að meðlimir A.I.R. væru mjög góðarmyndlistarkon ur. Mary Beth Edelson hefur gert klippimynd af meðlimum A.I.R. sem hún nefnir „Dauði feðraveldisins/ Kennslustund i liffærafræði i A.I.R.” 1976, og er hún byggð á mjög svo þekktri mynd eftir Rembrandt, „Kennslustund i liffærafræði hjá Dr. Tulp”. Reyndar hafa þessar konur siður en svo geng- iðaf feðraveldinu dauðu, en þær hafa rikulega lagt sinn skerf af mörkum til að endurskoða rikj- andi gildismat i myndlist. Bretar og Frakkar I Englandi hefur ekki rikt jafn- mikil samstaða meðal mynd- listarkvenna og i Bandarikjun- um, en þó hefur ýmislegt at- hyglisvert gerst þar undanfar- in ár. Það helsta er framtak kvennanna i FEMINISTO-hópn- um sem dreifður er um allt England. Konurnar i hópnum senda verk sin hver til annarrar með póstinum. Sú myndlistar- menntun sem þær hafa að baki er mjög mismunandi, en þær eiga það sameiginlegt að vera húsmæður og barnauppalendur, einangraðar hver á sinu heimili. Með sendingunum brjóta þær niður einangrun sina sem myndlistarkonur. Myndefnið er sameiginlegt, heimur hús- móðurinnar og viðhorf þeirra til hans. Það voru tvær konur sem hófu þessar sendingar 1975, en nú telur hópurinn um hundrað meðlimi. Það hafa verið haldn- ar sýningar á verkum þeirra, og sú næsta verður i London i júni og júlí. I Frakklandi er hópur mynd- listarkvenna um þessar mundir að setja á stofn eigin sýningar- sal i Paris. Þar eru margar mjög athyglisverðar myndlista- konur. Ein af leiðandi mynd- listarkonum i Frakklandi i dag er Helene de Beauvoir. Systir hennar Simone de Beauvoir skrifaði fyrir um þrjátiu árum bókina „Hitt kynið” (Le Deuxi- éme Sexe) sem er ein af grund- vallar-bókum nýju kvenfrelsis- hreyfingarinnar. 1 Hollandi og á Norðurlöndunum hefur einnig verið einhver visir að samvinnu myndlistarkvenna þótt ekki fari hátt. Myndlistarkonurnar i þeim hópum sem um er fjallað hér, hafa sundurleitustu skoðanir á stjórnmálum, trúmáíum o.s.frv. en skoðanir þeirra á stöðu konunnar i samfélaginu, og myndlistarkvenna innan myndlistar eru svipaðar. Og saman berjast þær fyrir breytingum á henni. Markmiðið er ekki að gera „tisku og fata- kaup” merkilegri en „knatt- spyrnu”, þ.e. ekki að gera gildismat mæðraveldis rikj- andi, heldur að hver einstakl- ingur verði metinn sanngjarn- lega eftir verkum sinum án til- lits til hvers kyns þessi einstakl- ingur er. //Konurnar þjást en karlarnir dæma þær" eftir Helene de Beauvoir, 1977. Alþjóöleg bílasýning í Sýningahöllinni aó Bíldshöfóa sýnigunni lýkur á morgun opið frá 17— til 22— nema laugard. og sunnud. frá 14— til 22 Simar sýningarstjórnar: 83596 og 83567 ©

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.