Vísir - 29.04.1978, Qupperneq 14

Vísir - 29.04.1978, Qupperneq 14
14 Laugardagur 29. april 1978 STEFÁN HALLDÓRSSON: SVEINN GUÐJCNSSON: „Bítilœðið var bara iti sjúkdómur hjá mér!" Þórarinn byrja&i snemma aö teikna myndir af þeim hljómsveit- um sem hingaö komu til hljómleikahalds. Þaö var stór stund I llfi hans, þegar hann afhenti einni uppáhaldshljómsveit sinni, KINKS, teikningar slnar af henni á blaöamannafundi, sem hald- inn var i tilefni hljómleikanna. POPFTÓNLIST ruddist upp i efsta sæti áhugamála minna á árinu 19(i2; þá varð ég 13 ára og sat i fyrsta bekk i Gaggó. Cliff ogShadows uröu mcr ásti'íöa — og mamma og pabbi kvörtuöu ekki, þvi að þetta voru snyrti- legii', jafnvel sætir strákar og .tónlistin einföld og ekki hávær. Arinu siöar fóru aö berast liingaö fréttir af emhverjum Itittles . loönum öskuröpum sem trylltu æskuna i Englandi. Plöturuar þeirra komu i Fálk- ann og ég keypti eina af rælni — ,,She loves you’7,,1’11 get you". Fg fór lieim, spilaöi aðra hlið- ina , siðan liina, og svo framveg- is, þar til ég liel'öi spilað hvora hlið sjö eða átta sinnum. Þá var mamma búin aö fá nóg og skip- aöi mér aö hætta að spila þetta garg. Þennan örlagarika vetrardag biðu Cliff og Shadows ósigur i viðureigninni við Bitlana — og mamma raunar lika. Og ég varð „Takmarkið var að kom- ast sjálfur á svið" „Égslóupp skilrúmi I herberginu gó&a og þakti þá tiu fermetra, sem þannig fengust, meö Ijósmyndum af þeim.” heltekinn einhverjum undarleg- um þorsta i þessa ófáguðu, kraftmiklu, háværu tónlist. Ég var kominn með Bitlaæði. Einkennin voru: a) Plötur: maður arkaði i hlestu plötubúðirnar, Fálkann og Hljóðfærahúsið, dag eftir dag, skoðaði öll plötuumslög og fékk að hlusta á flestar nýju ensku plöturnar og keypti eins margar og efnin frekast leyfðu. Þá var plötuinnflutningurinn ekki meiri en svo að maður gat fylgst með öllu. b) blöð, bækur: maður varð óseðjandi i lestri enskra popp- blaða og bóka, Melody Maker, New Musical Express, Beatles Monthly o.s.frv. c) kvikmyndir, kanasjón- varpið: maður þeyttist milli bióanna i von um að sjá hljóm- sveitir i nýjum kvikmyndum (aukamynd i Laugarásbiói, Bitlamyndir i Tónabiói) og sat sem limdur við sjónvarpið til að Bítlaæðinu má einna helst likja viö sprengingu enda leyst- ist þá úr læðingi afl scm breytti heiminum þannig að hann varð ekki samur á eftir. Þessi um- brot áttu sér mun dýpri rætur en einungis þær að fjórir strákar frá Liverpool komu saman og fluttu lónlist sem lét vel i eyr- um. Tónlistin var einn þáttur af mörgum en ef til vill sá þeirra sem minnstu máli skipti þegar fram isótti. Iiin félagslegu áhrif sem fylgdu i kjölfariö eru hins vegar augljós og þá breyttist h ugsunarhá ttur ungs fólks, frainkoma þess og útlit. Hinn breytti hugsunarháttur kom m.a. fram i nýju gildismati á ýmsum þáttum tilverunnar. Breytt lifsgæðamat skaut upp kollinum og lifsskoðanir þessar sem höfðu á sér pólitfskan og heimspekilegan blæ voru á viss- an hátt uppreisn unga fólksins gegn rikjandi hefðum. ,-,Blóma- timabilið” svonefnda er ein- kennandi fyrir þetta sk.eið en þá skipuðu hippar áberandi sess i siðmenningu vesturlanda og kommúnuli'ferni þótti eftir- sóknarvert hlutskipti. I kjöl- farið fylgdu svo ýmsar hliðar- verkanir svo sem vaxandi fikni- efnaneysla ogákveðið mataræði hjá þeim sem lengst gengu. Bitlaæðið hafði einnig afger- andi áhrif á útlit manna og má i þvi sambandi nefna klæðaburð og hártisku. Þessara áhrifa gætir enn, —a.m.k. hefur gamla „herraklippingin” ekki borið sitt barr siðan. Tónlistin var samt sú kveikja sem-kom þessu öllu af stað og þótt Bitlarnir hafi vissulega borið með sér ferskan blæ á þvi sviði byggðu þeir að miklu leyti á þvi sem áður hafði komið fram i rokktónlistinni. Rætur hinna félagslegu umbrota má einnig rekja til þess timabils i veraldarsögunni þegar Elvis Presley hóf að skaka mjaðmir sinar, siðsömu fólki til mikillar hrellingar og það var með Elvis sem hugtakið „kynslóðabil” skaut fyrst upp kollinum i um- ræðum manna. Fyrstu viðbrögð min við bitla- voru tiltölulega nýkomnir fram á sjónarsviðið. Ég var að gera andlitsteikningar af þeim félög- um fyrir auglýsingar og komu þeir þvi tvisvar eða þrisvar til að sit ja fyrir. Þetta var ekki lit- ið upplifelsi fyrir smápatta eins og mig, en ég var að ljúka barnaskólaprófi þegar þetta var. Um svipað leyti kom breska hljómsveitin Kinks til íslands. Sú liljómsveit var þá á hátindi frægðar sinnar. Rolling Stones og Kinks voru i mestu uppáhaldi hjá mér næst á eftir Bitlunum. Þegar athygli min hafði beinst aðþeiin tveim hljómsveitum sló ég upp skilrúmi i herberginu góða og þakti þá tiu fermetra, sem þannig fengust, með ljós- myndum af þeim. Hljómleikarnir méð Kinks voru stórkostlegir, fannst mér, og ekki spillti það fyrir, að strákarnir á Mogganum tóku mig með á blaðamannafund með hljómsveitinni til að láta migafhenda þeim teikningar af þeim, sem ég hafði gert fyrir Moggann. Ég held ég hafi aldrei fylgst afeins mikilli athygli meö mönnum éta vinarbrauð. Ég var ekki nema tólf ára gamall þegar ég byrjaöi að teikna myndir af þeim hljóm- sveitum, sem hingað komu til hljómleikahalds og skrifa með þeim greinar fyrir Moggann. 1968 fór ég svo að gefa út popp- blað, fyrst Topp Korn, en þegar þvi nafni var stolið af mér byrj- aði ég með SAMÚEL. — Já, vel á minnst, hann er að verða tiu ára, blessaður. En hvað timinn liður. Blaöaútgáfa min og si&ar fast starf við Visi, gaf mér alltaf fyrsta flokks tækifæri til að fylgjast með þvi sem var að gerast i poppinu. I dag er popp- áhugi minn ekki nema brot af þvi sem hann var og mér leiðist orðið á hljómleikum innlendra og erlendra hljómsveita. Dóttir min, þriggja ára gömul, er búin að fá gamla góða plötuspilarann minn og megnið af litlu plötunum með Beatles. Og þú mátt trúa þvi, aö húnspil- ar þessar plötur þó hún setji reyndar oftará fóninn plöturnar með Ruth Reginalds og visna- söng Björgvins Halldórssonar. Laddi er lika i geysilega miklu uppáhaldi hjá henni. Ef satt skal segja öfunda ég stundum dóttur mina af þvi að eiga svona eitthvert uppáhald i skemmtanaiðnaðinum. Á vissan hátt sækir maður mikilvæga nær ingu i persónudýrkun af þessu tagi. Það er ekki nóg að vera bara ánægður með sjálfan sig. Ég held, að þó ég hafi elst upp úr poppinu að mestu, hafi ég ennþá aðstöðu og getu til að bera saman stemmninguna i þessu öllu núna og fyrir tiu ár- um. Og ég vil segja, að það hafi engin átrúnaðargoð náð eins magnaðri stemmningu og Beatles af erlendum hljóm- sveitum og Hljómar þeim is- lensku. Hljómleikar eru slapp- ari, menn klappa misjafnlega ákáft, en enginn hefur fyrir þvi að standa á lappir þegar eitt- hvað er virkilega vel gert. Eins er útkomu nýrrar hljómplötu ekki beðið með sömu eftir- væntingu og þegar Beatles voru að senda frá sér plötur i gamla daga. — Nei, ég var ekki búinn að gleyma ABBA. Það er rétt, að siðustu plötu þeirra var beðið með mikilli eftirvæntingu, en það var bara fólk, sem var spennt að vita, hvort þau i ABBA væru ekki örugglega búin að syngja sitt siðasta. Og nú er verið að segja manni, að punk eða ræflarokk sé það sem eigi eftir að sigra heiminn. Ja, svei. Ef ég fer að sjá hér á landi krakka með öryggisnælur i nebbanum og grænt,snöggklippt hár, dreg ég fram gömlu bitlastigvélin min og tveggja metra bitlatrefilinn i mótmæla skyni. Auk þess skal ég þá safna passiuhári. Mitt álit á ræflarokki er það, að verið sé að selja gatslitið rokk i nýjum, ósmekklegum umbúðum. Það er ekkert ferskt samfara þessu. Eða er ég kannski orðinn svonagamall eftir allt saman? Stefán: „Bitilœöiö var sjálf- stæðisbarátta unglinganna....” Sveinn var hljómbor&sieikari I hljómsveitinni Roof Tops sem naut mikilla vinsælda hér i eina tiö. Hér eru þeir félagar á hljómieikum I Laugardalshöllinni og fögnu&ur áheyrenda leynir sér ekki. æðinu voru neikvæð. Það stafaði einfaldlega af miklu ástfóstri sem ég hafði tekið við bresku hljómsveitina The Shadows. Si- vaxandi vinsældir þessara „sið- hærðublesa” frá Liverpool fóru i taugarnar á mér enda fannst mér tilveru Shadows ógnað. A þessum árum tóku menn mjög eindregna afstöðu til hljóm- sveita sem einna helst má likja við tryggð þá er menn taka gjarnan við knattspyrnulið. t dag neita ég t.d. að viðurkenna annað en að KR-ingar séu bestir i knattspyrnu, þótt þeir séu fallnir i 2. deild. Innst inni viðurkenndi ég þó að tónlist Bitlanna var bæði nýstárleg og skemmtileg og það var eitthvað spennandi við allt umstangið sem fylgdi þeim. Þegar ég svo heyrði „She loves you” i' fyrsta skipti var öll mót- staða brotin á bak aftur og ég varð heltekinn af bitlaæðinu. Reyndar voru það ekki bara Bitlarnir sem þarna voru að verki heldur spratt upp i Eng- landi urmull hljómsveita sem allar höfðu áhrif á þessa þróun. Hér á Islandi voru það Hljómar frá Keflavik sem áttu aðdáun- ina óskipta. Fyrstu einkenni bitlaæðisins hjá mér komu fram i' miklum

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.