Vísir - 29.04.1978, Blaðsíða 23
VISIR Laugardagur 29. apríl 1978
23
Yfirlysing Friöriks Einarssonar, læknis í útvarpsþætti nýlega hefur vakiö
mikla athygli, en þar kunngerði hann þá fyrirætlan sina, að hann hygðist búa
þannig um hnútana að hjarta hans yrði ekki sett af stað á nýjan leik, ef það
stöðvaðist í 2—3 minútur eða meira.
Aðspurður sagðist Friðrik byggja þessa ákvörðun sína á þvi, að eftir 4
minútur eða þar um bil væru það margar heilafrumur skemmdar, að hann
teldi ekki þess virði að sér yröi komiðtil lífs aftur.
l tilefni þessara ummæla Friðriks var leitað til nokkurra aðila og þeir
ispuröir álits á þessari fyrirætlan.
Það skal tekið fram að Orator
félag laganema, gekkst fyrir 2 ár-
um fyrir fundi um liknardráp, þar
sem þrir menn höfðu framsögu
um efnið. Ekki er hægt að
fullyrða að hugmynd Friðriks
falli nákvæmlega að skilgrein-
ingu hugtaksins „liknardráp”, en
rúmast væntanlega innan hins
svokallaða „óbeina liknardráps.”
Þess má geta að fyrir fáeinum
árum andaðist i Finnlandi læknir,
sem gegnt hafði prófessorsemb-
ætti i læknisfræði. Þessi maður
varð þess var, er hann var 83 ára
gamall að hann var kominn með
einhvern sjúkdóm. Hann var
lagður á sjúkrahús og frábað sér
allri meðferð, — leyfði aðeins að
gerðar væru smávægilegar
athuganir á likamsstarfseminni,
en baðst undan allri sjúkdóms-
greiningu. Hann taldi ekki þörf á
að öllum þeim dýra tækjabúnaði
sem sjúkrahúsið réð yfir væri
beitt við hann. Læknirinn taldi sig
of gamlan fyrir meiri háttar að-
gerð og taldi tilgangslaust þar af
leiðandi að reyna að greina sjúk-
dóm þann er hann gekk með.
Læknirinn var afar ákveðinn og
komst upp með það að frábiðja
sér allri læknishjálp. Honum var
leyft að liggja veikum og deyja,
samkvæmt eigin ósk.
Læknirinn sem fylgdist með
honum, var fyrrverandi nemandi
prófessorsins, sem hafði stöðu
sinnar vegna vald til að
framkvæma sjúkdómsgreiningu
ogleitastvið að lækna sjúkdóm-
inn.
Þegar gamli læknirinn var ekki
lengur fær um að drekka sjálfur
var ekkert gert til að hjálpa hon-
um.
Siðustu dagana átti hann æ
erfiðara með öndunina, en ekkert
var gert til að auðvelda hana.
Dóttir gamla mannsins, sem
einnig er læknir, skrifaði grein
um sjúkrasögu gamla mannsins i
læknatimaritið Nordisk Medicin.
I lok greinarinnar varpar hún
fram hugleiðingum sinum:
„Væri það ekki rétt að leyfa
hverjum sjúklingi aö deyja, án
þess að þjáningarstundir hans
séu framlengdar? Ætti ekki
sérhver þjóðfélagsþegn, sem er
orðinn þreyttur á læknismeðferð
að fá aö vera i friði siðustu daga
sina á jörðinni? Það er synd að
við læknar skulum vera að gera
„allt sem við getum” fyrir hvern
einasta sjúkling.
Frá upphafi vega hefur verið
lögð aðaláhersla á það, að læknar
bjargi mannslifum. í seinni tiö
hefur hin geysilega þróun i
lækningatækjum, aukið mögu-
leikana á þvi að unnt sé að halda
sjúklingum æ lengur á lifi. I
einstökum tilvikum getur hin
flóknasta meðferð leitt til þess að
árangurinn er þvert á það sem
ætlast var til.
Þjónustan við lifið fer að taka á
sig ómannlega mynd.
Að vissu leyti er auðvelt fyrir
lækni að gera ætið það sém i hans
valdi stendur. Hann á þá a.m.k.
ekki yfir höfði sér málshöfðun.
En eins og heilbrigður einstak-
lingur á rétt á þvi að lifa, þá á
aldraður og sjúkur einstaklingur
rétt á þvi að deyja. Það er ekkert
athugavert við dauðann.Hann er
ekki mistök og heldur ekki óvin-
ur.Hann er fremur eins og
takmark sem beðið er eftir”.
Örn Djornason, skóloyfirlæknir:
DAUDINN AVALLT
HEILADAUDI"
örn Bjarnason, skólayfir-
læknir sagði m.a. í erindi sinu á
fundi Oratórs um „liknardráp
frá sjónarhóli læknis:” „Likn-
ardráp hefur fengið þá merk-
ingu innan læknisfræðinnar, að
það sé að dcyða með læknis-
fræðilegum aðferðum af samúð-
arástæðum.
Liknardráp nái yfir tilteknar
ákvarðanir sem læknir tekur ef:
Sjúklingur er haldinn ólæknandi
sjúkdómi eða svo skaddaður að
ekki verði úr bætt, liði óbærileg-
ar kvalir eða sé meðvitundar-
laus og.heili hans er litt eða ekki
starfshæfur.sjúklingur vill deyja
eða ekkert bendir til að hann
viljiekki deyja, sjúklingur deyr
af afleiðingum ákvörðunar
læknisins (eða völdum sjúk-
dóms og afleiðingum ákvörðun-
ar). Læknirinn tekur ákvörðun
sina af meðaumkvun. Læknir-
inn veit að sjúklingur mun deyja
af afieiðingum ákvöröunar (eða
sjúkdómi + afleiðingum á-
kvörðunar). Það er ætlun læknis
að deyðasjúkling eða hann get-
ur séð fyrir að sjúklingur geti
dáið vegna ákvörðunar, þó ekki
sé það ætlun hans að slfkt ger-
ist.”
örn ræöir um 5 stig liknar-
dráps og þar á meðal óbeint
liknardráp. Hann telur það fólg-
ið i þvi, annars vegar að með-
ferð sé hætt og sjúklingur deyi
af völdum sjúkdómsins eða
meðferð ekki hafin.
Hann bætir þvi við, að það séu
óskráðar reglur lækna, að sér-
hver sjúklingur eigi rétt á þeirri
meðferð sem ástand hans kref j-
ist og sé i samræmi við lækna-
visindi og fengna reynslu. örn
leitast við að skýra það frá sjón-
arhóli læknis hvenær mannvera
sé lifandi: „Samkvæmt nýjum
viðhorfum til dauöahugtaksins
telst sá einn lifandi, sem hefir
eða á færi á meðvitund, skynj-
un, tilfinningu og hugsun. Af
þessu leiðir, að sá sem meðvit-
undarlaus er, telst lifandi svo
lengi sem heili hans getur tekið
til starfa á ný. DAUÐINN ER
ÞVI AVALLT HEILADAUÐI.
1 stað þess, að áður var hægt
að ákvarða dauðastund (þegar
hjarta og lungu hættu störfum)
ernú litið á dauöann sem röö at-
buröa. Inn i þessa atburðarás er
nú æ oftar gripiö og öndun og
hjarta stjórnað með framandi
tækjabúnaði.”
örn segir aö það sé tíðum erf-
ið ákvörðun fyrir lækna hvenær
eigi ekki að hefja meðferð, enda
striði slikt gegn tveimur megin-
skyldum þeirra: að viðhalda lifi
og hjálpa þeim, sem eru i hættu.
Séu þær ástæöur fyrir hendi, að
þau úrræði, sem til greina komi,
auki þjáningu og lengi að þarf-
lausu dauðastrið, brýtur það i
bága við'hugsjón mannúðar og
mannhelgi, og lækni er þá heim-
ilt og skylt að' hefjast ekki
handa” sagði örn.
Örn Bjarnason
Lokaorð erindis hans voru þau
að „Allri meðferð fylgir nokkur
áhætta og léti læknir hjá liöa aö
hefja meðferð af ótta við auka-
eða hliðarverkanir færist hann
nærri hinu óbeina liknardrápi.
Sé meðhöndlun marklaus á
ekki að byrja á henni og hætta ef
hafin er. Astvinir hins sjúka
eiga ávallt rétt á skýringu, en
læknirinn tekur ákvörðun sina
án áhrifa frá þeim og ávallt af
mannúðarástæðum Með slikt
að leiðarljósi getur læknastéttin
tryggt sjúklingum að þeir fái þá
bestu meðferð sem ástand
þeirra krefst:”
Texti: Berglind Asqeirsdótti