Vísir - 29.04.1978, Síða 24
Jónotan Þórmundsson, protessor*
„Lagaheimild til að læknir
sleppi við refsingu
vegna oðgerðorleysis"
Jónatan Þðrmundsson
prófessor I refsirétti skilgreindi
iiknardráp þannig i erindi sinu á
fundi örators.
„Það er liknardráp að svipta
annan mann lifi i liknarskyni, ef
hann er haldinn alvarlegum og
ólæknandi sjúkdómi, alvarlegri
og kvalafullri likamlegri sködd-
un eða andlegri hrörnun á háu
stigi vegna verulegra heila-
skemmda og það er gert með
eða án samþykkis hans, með
beihni athöfn eða athafnaleysi,
er flýtir dánarstundinni.”
Það skal tekið fram að hér á
landi hefur enginn dómur geng-
ið i liknardrápsmáli en
einhverjir slikir hafa fallið á
Norðurlöndum.
Er Jónatan var inntur eftir
þvi hvort liknardráp gæti nokk-
urn timann verið refsilaust,
kvaö hann það ekki vera. Þaö
gæti ekki orðið tilefni sýknu,
nema fyrirhendi væru einhverj-
ar almennar refsileysisástæður
svo sem sakhæfisskortur eða
neyðarvörn. Kvaðst hann telja
að það þyrfti sérstaka laga-
heimild til að þetta yrði refsi-
laust fyrir þann er léti fyrirfar-
ast að reyna að koma hjartanu
af stað.
Marklaus samningur?
Jónatan lét þess getið aö óvist
væri að svona samningur yröi
metinn gildur út frá réttarregl-
um sem gera ráð fyrir þvi, að
samningar sem brjóta i bága
við almennt velsæmi séu ekki
bindandi fyrir aðila.
1 erindi Jónatans kom fram,
að beiðni um aö vera sviptur lifi
sé oftast marklaus, nema
verknaðarþoli sé með fullu ráöi
og kominn til þess aldurs, að
hann geri sér ljósa grein fyrir
beiðninni og skilji þýðingu
hennar.
Hann vakti einnig athygli á
þvi, að i nokkrum rikjum
Bandarikjanna væri fullfriskum
manni, andlega og likamlega,
talið heimilt að undirrita skjal
þess efnis, að ef hann veikist eða
slasist lifshættulega skuli hann
ekki látinn sæta vélrænum
aðgerðum á sjúkrahúsi til að
halda i honum liftórunni.
Verður þá ekki komið fram
refsiábyrgð á hendur þeim, er
ábyrgð ber á vanrækslu slikra
ráðstafana.
Um skilyrði refsinæmis
sagði Jónatan: „Um llknardráp
er áskilið eins og um hvert annáð
manndráp að gerandi sé að lög-
um ábyrgur fyrir athöfn eða
athafnaieysi, sem á ólögmætan
hátt flýtir dánarstund manns.
Það er ekki liknardráp heldur
lögmætur verknaður, ef læknir
Jónatan Þórmundsson
gefur sjúklingi lyf til að lina
þjáningar hans I dauðastriðinu
án ásetnings um að flýta dauða-
stundinni.”
Frjáls meðferð
á eigin likama
Um frelsi og vilja sjúklings
sagði Jónatan: „Viðhorf og ósk-
ir sjúklings marka að nokkru
leyti athafnaskyldur lækna.
Aðalreglan hlýtur að vera sú
samkvæmt grundvallarreglu
Islensks réttar um frjálsa
meðferð á eigin likama, að
hvorki læknar né aðrir séu
skyldir til bj'órgunaraðgerða
gegn vilja hlutaðeigandi, enda
sé hann með fullu ráði og rænu
og hafi nægan aldur og þroska.
Læknisaðgerð gegn vilja manns
getur eftir atvikum varðað við
refsilög.
Þótt sjúklingur hindri
björgunaraðgerðir um stund
með synjun sinni eða likamleg-
um tilburðum t.d. af trúar-
ástæðum, getur björgunar-
skyldan vaknað að nýju þegar
sjúklingurinn er orðinn meðvit-
undarlaus. Þá getur læknir
þurft að gera aðgerð, er synjað
var um, til að bjarga lifi
sjúklingsins.” „Almennt veröur
að ætlast til, að öllum ráðum sé
beitt til bjargar mannslifum
hvað sem það kostar.
Verður ekki séð, að það breyti
miklu enn sem komið er, þótt
fjöldi lækna telji nú eðlilegt að
miða dánarhugtakið við hinn
svokallaða heiladauða. 1 löggjöf
og lagaframkvæmd er sá mæli-
kvarði ekki lagður til grund-
vallar heldur hjartadauði og
stöðvun öndunarstarfsemi”.
Þriðji of
urinn ef
Karen Ann Quinlan varð ný-
lcga 24 ára gömul. Þetta var
þriðji afmælisdagurinn eftir
heiladauða hcnnar. Hiín liggur i
dái I sérstakri sjúkrastofu I New
Jersey. „Hún vaknar aldrei til
lifsins framar” segja læknar.
Likaminn neitar hins vegar að
deyja.
Þau þrjú ár, sem dvali Karen-
ar hefur varað hafa kostað
bandariskaskattborgara tæpar
eitt hundrað milljónir islenskra
króna.
Enginn veit hvað gerðist áður
enhún féll i dáið, enginn veit af
hverju heiladauði hennar staf-
ar. Likur eru taldar á þvi að or-
sakarinnar sé að leita i þvi, að
Karen neytti áfengis og eitur-
Snorri Páll Snorrason
Hver er ofstoðo þín til líknordróps?
Teknir voru tali þrir bruna-
verðir sem hafa I starfi sinu viö
akstur á sjúkrabifreiðum
kynnst ýmsum hörmungum
manniegs lífs. _
Magnús Helgason:
„Ef sjúklingur er oröinn svo
illa farinn að hann veit ekki i
þennan heim eða annan og eng-
in von er um bata finnst mér
koma til greina' aö fjölskylda
viðkomandi og fleiri iæknar taki
ákvörðun um aö frekari meö-
ferð sé þýðingarlaus. Ég vil
leggja áherslu á þaö að enginn
einn læknir getur tekiö þessa á-
kvörðun. Það væri of mikil á-
byrgö fyrir hann, en ef fleiri
læknar eru sammála honum um
að þetta sé vonlaus barátta tel
ég það ekki ámælisvert þótt
hætt sé eða látið vera að hefjast
handa til björgunar mannveru,
sem kemur aldrei til með aö
vita af sér framar.”
Arnþór Sigurðsson:
„Ef sjúklingur hefur hvorki
ráö né rænu og engin von er tjl
þess að hann nái heilsu á nýjan
leik þá tel ég aö fjölskylda eða
aðstandendur i samráði viö
lækni geti ákveðið að frekari
meðferð sé þýöingarlaus. Við
verðum að athuga það að sé
dauðastrið manna framlengt út
I það óendanlega eykur það
bara á vanda þeirra sem eftir
lifa. Fjölskylda þess manns,
sem I raun er aöeins beðið eftir
að deyi, getur ekki tekist aö
fullu á við þann vanda sem frá-
fall fjölskyldumeðlims er, fyrr
en hann er allur. Ekki breytir
það neinu þótt sjúklingurinn sé
dauðvona. Fjölskyldan er meira
og minna lömuð á meðan þetta
ástand er og horfist ekki I augu
við vandamálið fyrr en sjúkl-
ingurinn er dáinn.”
Arnþór kvatíst sjálfur ekki
kæra sig um að læknavlsindin
gerðu allt sem unnt væri til að
halda honum á lffi, ef ljóst væri
aö hann heföi hlotiö meiri eða
minni heilaskemmdir.
Jón Guðjónsson:
„Ég tel að menn eigi að geta
gert samning á meðan þeir eru
með ráði og rænu þess efnis aö
þeir frábiöji sér læknishjálp ef
ákveðnir hlutir gerast. Þennan
samning verða menn að gera I
í samráði við lækni sem veröur
aö gera viðkomandi manni ljóst
hvaöa afleiðingar þetta hafi i för
með sér, svipað og er meö fóst-
ureyðingar þar sem áhersla er
lögCrá að viökomandi viti hvað
hún tekst á hendur og hverjar
afleiðingar það muni hafa.
Ef menn hljóta varanlegar
heilaskemmdir tel ég það for-
svaranlegt að læknar I samráöi
við fjölskyldu viðkomandi
manns ákveði að hætta meöferö
eða hefja hana ekki. Þeíta á við
i þeim tilvikum þar sem ekki
liggur fyrir afstaðaviðkomandi
sjúklings.”
Magnús Elias Guð-
mundsson heimilisfað-
ir
„Viö þessari spurningu er
ekki hægt að gefa tæmandi svar
að minum dómi. Það hlýtur að
vera matsatriði hverju sinni
hvort eigi að halda lifi i sjúklingi
eftir að allt bendi I raun til að
hann sé látinn, þótt llkams-
frumurnar fái timabundna
starfsgetu frá tilbúnum app-
arötum. En hvenær er maður
örugglega dáinn? Mörg dæmi
eru til um að fólk, sem allir hafa
talið hreina gustuk að stytta
aldur vegna þess að það hafi
veriði endanlegu dauðadái, hafi
vaknað aftur til llfsins. Ef ein-
hver mjög nákominn mér, t.d.
kona min eða barn væru það
sjúk eöa slösuð að mér fróðari
menn teldu að þau myndu aldrei
vakna til lífsins, myndi ég ekki
treysta mér til að taka ákvörðun
um framgang mála aö óreyndu.
Maður myndi aðsjálfsögðu lifa i
voninni og óska eftir að allar
mögulegar og ómögulegar leiðir
veröi reyndar til að halda i þeim
lifinu. En er ástin ekki að miklu
leyti eigingirni?”
Kristin Sigurðardóttir,
starfsstúlka
„Ég tel að fólk veröi að fá aö
ráða þvi sjálft hvort þaö vill lifa.
Ef það er ekki i ástandi til að
láta i ljósi vilja sinn tel ég að
fjölskylda sjúklings og læknar
geti tekið þá ákvörðun að lækn-
ismeðferð sé til einskis. Sjálf
myndi ég ekki kæra mig um að
haldið væri i méiliflófunni eftir
að ég væri orðinn hálfpartinn
aumingi. Ef fólk hefur hlotið
þannig heilaskemmdir að þaö
mun aldrei ná sér aftur finnst
mér það ekki ámælisvert þótt á-
kveðið sé I samráöi við fjöl-
skyldu að það sé ekki til neins að
halda „lifi” I viðkomandi sjúkl-
ingi.” '
Eirikur Þorgeirsson,
læknanemi
„Þetta er erfið spurning sem
tæpast er unnt að svara með ör-
fáum orðum.
Ég held að það sé unnt aö ein-
falda málið með þvi að kljúfa
liknardráp i tvennt. Annars
vegar virkt liknardráp og hins-
vegar óvirkt(passivt).
Hið fyrra álit ég óverjandi I
öllum tilvikum, en tel að þær að-
stæður geti skapast I einstaka
tilviki, að óvirkt liknardráp
komitil greina.þ.e. ef dauðvona
sjúklingur á i hlut, sem þjáist
mikiö og vill deyja. Þá getur
komiðtilgreinaaðhætta virkum
lækningatilraunum, sem aðeins
myndu lengja þjáningartlmann.
Þessi spurning snertir einnig,
að,þvi er virðist óskyld málefni
þ.e. nútímalæknisfræöi og fjár-
mögnun hennar. Þau tilvik geta
orðið að tækjakostur sé ekki
nægur til að allir sjúklingar
njóti hans, sem setur lækna I þá
erfiðu aðstöðu að velja og hafna,
þ.e. læknir getur staöið frammi
fyrir þvi að taka ákvörðun um
aö hætta lækningatilraunum á
einum sjúklingi til að geta beitt
tækinu að öðrum, (hjarta-, önd-
unarvélar).
Þessu tengjast einnig læknis-
fræðilegar skilgreiningar álifi-
og dauða. Helst er við að styðj-
ast I þeim efnum hina gömlu
skilgreiningu, sem miðast við
að hjartað sé hætt að slá i tiltek-
inn tima og sjúklingur hættur að
anda.
En eins má styöjast við þá
skilgreiningu að starfsemi heil-
ans sé hætt.
Af þessu má sjá að ekki er
gott að gefa einhlít svör við'
þessari spurningu, enda bland-
ast hér saman siðferðileg, guð-
fræðileg, læknisfræðileg, lif-
fræðileg, lögfræðileg og stjórn-
málaleg viðhorf svo eitthvað sé
nefnt.”