Vísir - 29.04.1978, Blaðsíða 32

Vísir - 29.04.1978, Blaðsíða 32
I Þriðja rithöfunda- þingið hófst í gœr Sig'urður A. Magnússon fráfarandi formaður Rithöf- undasambands tslands setti þriðja þing sambandsins f gær. Það mun standa yfir í þrjá daga að þessu sinni. A sunnudagsmorguninn fer fram stjórnarkjör. Sigurður hefur ekki géfið kost á sér aftur, en þeir Njörður P. Njarðvik og Baidur Óskarsson hafa gefið kost á sér til formanns. Náttúruverndarþing um helgina: „Eg gef ekki kost á mér sem formaður" — segir Eysteinn Jónsson, sem verið hefur formaður Náttúruverndarráðs tvö kjörtimabil „Það er rétt, að ég gef ekki kost á mér sem formaður Náttúruverndarráðs áfram”, sagði Eysteinn Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, við Visi i gærkvöldi. Náttúruverndarráð er kosið á Náttúruverndarþingi, sem haldið verður i Reykjavik i dag og á morgun. Ey- steinn hefur verið formaður ráðsins frá þvi að núgild- andi lög um náttúruvernd voru samþykkt eða tvö kjör- timabil. ,Er mjög ánœgður með samninginn' — Sagði Asgeir Sigurvinsson sem hefur gert samning tií þriggja óra við Standard Liege ,,Ég er mjög ánægður með þennan samning við Standard,hann tryggir mér góð laun, og er i alla staði mjög hagstæður fyrir mig” sagði Ásgeir Sigurvinsson er við ræddum við hann i gærkvöldi, en þá hafði hann gert samn- ing til þriggja ára við Standard Liege, félagið sem hann hefur leikið i Belgiu undanfarin „Anderlecht gerði loka- tiiboð I mig sem hljóðaði upp á 18 milijónir franka (um 155 milljónir islensk- ar krónur eöa 310 þúsund pund) en framkvæmda- stjóri Standard hafnaði þvl umsvifalaust. Mér var þá ljóst að þetta var einungis „taktik” hjá honum, og það kom enn betur i ijós er hann sagði mig ekki faian fyrir minna en 25 milijónir franka. Þó var upphæöin sem Anderlecht bauð, 18 milljónir franka, hærri en knattspyrnumaður hefur áöur verið seldur fyrir I Belglu. Það stendur ýmislegt til hér hjá okkur, Stand- ard fær I dag (laugardag) samning viö belgiskan landsliðsmann, Wellens, og mun hann örugglega knattspyrnu með ár. styrkja liöið mikið. Þá æfir nú með okkur ungur stórefnilegur leikmaður frá Bayern Munchen, og likiegt að hann skrifi und- ir. Hann er hægri útherji, og einmitt maður sem okkur vantar.” — Hvað með landsleiki I suraar? „Ég á ekki von á öðru en að ég geti leikið með landsliöinu, og ég gerði einmitt ráð fyrir þvi i samningi minum að mér gæfist kostur á þvi. Þess má að lokum geta að Ásgeir er væntanlegur tillandsins á miðvikudag, en Standard leikur sinn siðasta leik I deildar- keppninni i Belgiu á morgun. Asgeir verður hér I frÐ til 20. júni, en þá heijast æfingar að nýju hjá Standard. gk-. Asgeir hefur verið fyririiði isienska landsliðsins, og hér sést hann heilsa Lambart, fyrirliöa landsliðs Belgiu fyrir leik þjóöanna s.l. haust. Vísismynd Einar. Náttúruverndarráð er kosið á Náttúruverndar- þingi, sem haldið verður i Reykjavik i dag og á morg- un. Eysteinn hefur verið formaður ráðsins frá þvi að núgildandi lög um náttúru- vernd voru samþykkt, eða tvö kjörtimabil. Eysteinn sagði, að fjöldamörg mál yrðu rædd á Náttúruverndarþinginu að þessu sinni. „Þingið mun móta stefn- una i náttúruverndarmál- um fyrir næstu þrjú árin”, sagði hann. A dagskrá þingsins i dag eru skýrslur um starfsem- ina og erindi um náttúru- verndarmál, þar á meðal um val á stöðum til iðn- reksturs. Einnig verða til- lögur kynntar, og umræður fara fram og nefndastörf að þeim loknum. A sunnudag verður kosið i Náttúruverndarráð, og nefndarálit ög tillögur ræddar og afgreiddar___ESJ. Kvenhetjan í Vísisbíó Visisbió verður að vanda i Laugarásbiói i dag klukkan 15.00. Að þessu sinni verður á tjaldinu spennandi kúrekamynd, „Kven- hetjan”. Aðgang'ur er öllum Visiskrökkum heimiii. Landsfundur SVFI settur í nýjum rœðustól! Glæsilegur ræðustóll var vigður um leið og Gunnar Frið- riksson forseti Slysavarnafélags íslands setti landsfund fé- lagsins i gær. Að minnsta kosti 170 manns voru viðstaddir setninguna, en landsfundurinn stendur fram á sunnudags- kvöld. Ræðustóllinn fyrr- nefndi var gjöf kvenna I SVFl og var hann afhent- ur af Huldu Sigurjóns- dóttur varaformanni Slysavarnafélagsins. Tók Gunnar það fram að sér fyndist erfitt að halda fyrstu ræðuna i þessum stól, og taldi það verk annars „sem er betur máli farinn en ég, en þið konurnar verðið að taka viljann fyrir verkiö”. Og Gunnar þakkaði velvild til félagsins. Eitt aðalverkefnið á þessum landsfundi verða umferðarmál, en Gunnar tók þaö fram I setninga- ræðu sinni, að það yrði að knýja fram þjóðarhreyf- ingu til að taka þátt i þvi að efla umferðaröryggi, koma á viðtækri fræöslu og ekki sist að virkja fjöl- miðla. Troðfullt hús var við setninguna og auk félaga og heiöursfélaga og ann- arra gesta voru viðstadd- ir Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra, Birgir Isleifur Gunnars- son borgarstjóri og kona hans Sonja Bachman. —EA DEILUR UM SKOLASTJORA FARA FYRIR RÁÐHERRA Miklar deilur og flokkadrættir eru nú i Kópavogi vegna af- stöðu stjórnar Foreldrafélags Þingholtsskóla til skólastjóra Þinghoitsskóla. Hefur stjórnin farið með málið i skólanefnd Kópavogs sem samþykkti bókun þar sem meðal annars er farið fram á það við fræðslustjóra að hann kynni sér málið. Bókun skólanefndar sem samþykkt var á fundi nefndarinnar þann 6. april er svohljóðandi: „Skólanefnd er ljóst að óánægju gætir meðal for- eldra nemenda i Þing- hólsskóla meö skólastjórn Guðmundar Hansen og telur að hún styðjist við nokkur rök. Jafnframt hefur komið fram að ekki eru allir foreldrar á einu máli. Skólanefnd óskar eftir þvi viö fræðslustjóra að hann kynni sér máliö eftir föngum, ræði viö kenn- araráð og kanni viðhorf foreldra.” 1 fundargerðum skóla- nefndar kemur fram að skömmu fyrir þennan fund hafði stjórn For- eldrafélagsins komið til fundar við nefndina og rætt málefni Þinghóls- skóla, einkum stjórnun hans. Guðmundur Hansen skólastjóri hefur veriö i ársfrfifrá störfum frá þvi i mai 1977 og er þvi aö koma aftur til starfa. A meðan hefur Einar Bolla- son gengt starfi skóla- stjóra. Formaður skólanefnd- ar ritaði Guðmundi bréf og boðaði hann á fund nefndarinnar, en hann taldi sér ekki skylt að koma meðan hann væri i orlofi. Þegar Visir hafði tal af Guðmundi Hansen kvaðst hann ekki vilja ræða þetta mál opinberlega að sinni. Hins vegar kvaðst hann undrandi á að stjórn For- eldrafélags sem stofnað var i vetur, meðan hann er i orlofi, lýsti óánægju með störf sin. Þá hafði Visir einnig tal af formanni Foreldra- félagsins, ölöfu Cooper en hún neitaði að. ræða gerðir stjórnarinnar. Blaðið náöi tali af tveim öörum úr stjórn félagsins, Rósu Björk Þorbjarnar- dóttur og Guðleifi Guðmundssyni en þau neituðu að skýra frá til- efni óánægju stjórnar- innar með Guðmund Hansen. Helgi Jónsson fræöslu- stjóri kvaðst senda málið til menntamálaráðherra er tæki ákvörðun um hvaö gert yrði. Samkvæmt upplýsing- um sem Visir hefur aflað sér munu aðilar i stjórn Foreldrafélagsins telja Guðmund Hansen ekki nógu röggsaman stjórn- anda og vilja að Einar Bollason taki viö stöð- unni. Innan Foreldra- félagsins eru hins vegar mjög skiptar skoðanir um . þessar gerðir stjórn- arinnar og ganga nú undirskriftarlistar til stuðnings Guðmundi. —SG ITT uTSJónunRPSTiEKi B)H BRÆÐRABGRGÁRSTIG1 SÍMI20080

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.