Vísir - 25.05.1978, Page 3

Vísir - 25.05.1978, Page 3
vism Fimmtudagur 25. mal 1978, 3 Frá ársfundi Æskulýðsráðs Reykjavikur. ÆSKULYÐSRAÐ: Fundað um frjólsa félagastarfsemi Annar ársfundur Æskulýðsráðs Reykja- vikur með fulltrúum æskulýðsf élaga i Reykjavik var haldinn fyrir skömmu. Aðalefni fundarins var „Staða og starf frjáisra æsku- lýðsfélaga í Reykja- vik”. Framsöguræður fluttu þeir Steinþór Ingvason frá Skáta- sambandi Reykjavíkur og Ei- rikur Ingólfsson frá Ung- templarafélaginu Hrönn. Æskulýðsfélögunum var boðiö að senda einn fulltrúa og alls tóku 39 einstaklingar þátt i um- ræðuhópum en fundartimanum var aðallega varið til skoðana- skipta i umræðuhópunum. Helstu atriðinsem ræddvoru i umræðuhópunum voru starfs- skýrslur félaga, en þær lágu fyrir fundarmönnum, leiðtoga- þjálfun — annars vegar almenn þjálfun i félagsstörfum og hins vegar námskeiö fyrir embættismenn félaga. Þá var rætt um rekstrargrundvöll félaga og aldurshópaskiptingu i félögum og hvernig mætti hamla gegn brottfalli félaga, sem gerist við 13—15 ára aldur. Það sem einkum setti svip sinn á álitsgerðir umræðu- hópanna var i fyrsta lagi — þjónustuhlutverk Æskulýðsráðs Reykjavíkur meðal annars hvað snertir leiðtogaþjálfun. 1 öðru lagi — samband frjálsra félaga innbyrðis og nauðsyn á aukningu þess og hvernig það mætti verða. Þá var lögð áhversla á nauðsyn þess að nemendur i grunnskóla fái meiri þjálfun I félagslegri þátt- töku i skólum sinum og að vand- lega sé fylgst með framkvæmd laga og reglugerða um félags- störf i grunnskóla. Athygli var vakin á þvi að nemendur menntaskóla og annarra hliö- stæðra skóla væru mettir af félagsstarfi vegna fjölbreytts framboðs i skólum sinum og þyrftu ekki að leita út fyrir skól- ana til sikra starfa, enda gerðu þeir það ekki nema i litlum mæli. —BA. HRAUNEYJAFOSSVIRKJUN: Fyrsti verk- samningurinn undirrítaður Fyrsti verksamn- ingurinn vegna Hraun- eyjafossvirkjunar var undirritaður fyrir skömmu. Samningur- inn er um uppgröft fyrir stöðvarhúsi og þrýstivatnspipum. Samningurinn er gerður milli Landsvirkjunar annars vegar og verktakanna ístaks h.f, Miðfells h.f., Loftorku s.f., AB Skánska Cementgjuteriet og E. Phil & Sön AS hins vegar.Verk- takar þessir stóðu aö sameiginlegu tilboði, sem reyndist lægst þeirra tilboða sem bárust í umræddan verk- hluta. Samningsupphæðin nemur tæpum 714 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að þessum verkhluta ljúki næsta haust. —KS HAFNEX 78 í Víðistaða- skóla í Félag frimerkjasafnara I Hafnarfirði og Garðabæ halda frfmerkjasýninguna HAFNEX 78 í Viðistaðaskóla i Hafnarfirði dagana 2 til 4 júni. A sýningunni verða yfir 50 rammar með afar forvitnilegu efni og fjölbreyttu úrvali safna. Þar sem sýningin nýtur stuðn- ings Landssambanda isl. fri- merkjasafnara verða söfn þau, sem hljóta silfur og gullverð- laun, viðurkennd til alþjóða- sýningar. Starfrækt verður sérstakt pósthús með sérstimpli og laugardaginn 3. júni verður hann auðkenndur vegna 11. landsþings L.I.F., sem haldiö verður þann dag. Umslög með merki sýningarinnar verða sdd á staðnum. Lœgrí skólagjöld í tónlistarskóla sem Ragnar Björnsson opnar í haust „Þetta er nokkuð sem búið er að veltast i mér i langan tima og ég hef unnið að þessu lengi,” sagði Ragnar Björnsson, organisti, sem i haust opnar nýjan Tónlistarsköla í Reykjavik. En samþykkt var á fundi borgarráðs i gær aö styöja þennan skóla á sama hátt og aðrir tónlistarskólar eru studdir af borginni. „Skólinn verður með alger- lega nýju sniði”, sagði Ragnar „sem gerir það að verkum að skólagjöldin verða helmingi lægri en tiðkast i öðrum tónlistarskólum”. Fyrirmyndina að þessum nýja Tónlistarskóla fékk Ragnar frá Bandarikjunum, en skólafyrirkomulag þetta hefur, og verið reynt viða annars- staðar til dæmis i Bretlandi. „Höfuðbreytingin frá þvi Ragnar Björnsson fyrirkomulagi sem nú tiökast er i þvi fólgið að i staðinn fyrir hefðbundna kennslu á hljóðfæri þar sem einn nemandi er hjá hverjum kennara i einu, en það er einmitt það sem gert hefur námiö svo dýrt,yrði i þessum nýja skóla sameiginlegur timi þar sem fjórir læra saman i einu. Þetta gildir þó ekki út allan skólann heldur aðeins fyrstu stigin” sagði Ragnar. I tengslum við hinn eiginlega skóla verður siðan rekin sérstök undirbúningsdeild sem Ragnar vildilikja við þaö þegar börnum er hent út i sundlaugina til aö læra að synda. Þar byrja börnin fýrst á þvi að setjast fyrir framan nótna- blöðin og syngja eftir nótunum og fá tilfinningu fyrir tónum og tónstigum áöur en þau setjast við hljóöfærið. „Skólinn verður nú ekki stór i fyrstu, ekki verður kennt á öll hljóðfæri til að byrja með” sagði Ragnar. Þá má telja það til nýjunga að iþessum skóla verða keypt hljóö- færisem lánuð yrðu nemendum sem þannig losnuðu við óþarflega dýran stofnkostnað á hljóðfæri sem þau hugsanlega seinna missa áhugann á. —H.L. Nú er tími garðrœktar og voranna í GARÐHORNINU hjó okkur kennir margra grasa Allskonar slöngutengi, úðarar, slöngur, slöngustatív, slönguvagnar. Margvisleg garðyrkjuóhöld, þar sem m.a. að einu skafti fellur fjöldi óhalda.Kant- og limgerðisklippur, rafknúnar handslóttuvélar Husquarna-mótorslúttuvélar með Briggs og Stratton mótor (3,5hp) Margar gerðir Skóflur - Gufflar - Hrifur. í gorðs- <emnal S4þzeúmn Lf. horninu hjó okkur kennir morgro 00 J , . Akurvik h.f. Akureyri grosa. Litið mn.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.