Vísir - 25.05.1978, Blaðsíða 24

Vísir - 25.05.1978, Blaðsíða 24
VÍSIR Iðnverkafólk f lægstu töxtum Iðju, Sóknarfélagar verka- menn og eitthvað af verslunarfólki er meðal þess fóiks, sem bráðabirgðalögin frá f gær ná til. Óljóst hve margir njóta lagabreyt- ingarinnar „Beinar upplýsingar liggja ekki fyrir um það, hversu margir það eru, sem fá fulla vfsitöluhækkun,” sagði Ólafur Daviðsson hjá Þjóðhagsstofnun er Vfsir hafði samband við hann i morgun til að kanna hvort Þjóöhags- stofnun vissi um fjölda þeirra launþega sem hafa laun upp að 122000 kr. á mánuði. Ríkisstjórnin setti í gær bráðabirgðalög um breytingu á lögunum um efnahagsráðstafanir frá þvi í febrúar. Skerðingar- ákvæði laganna eru rýmk- uð þannig, að óskert visi- tala greiðist á dagvinnu- laun upp að 122000 krónum á mánuði miðað við mai- laun. Ólafur sagði, að væntan- lega væri hér einkum um að ræða fólk i lægri flokk- um Iðju og þremur lægstu töxtum verkafólks, auk þess sem hluti af verslunarfólki næði ekki 122000 krónum i mánaðar- laun. Þær upplýsingar fengust hjá Kjararannsóknar- nefnd, að þar hefði ekki enn unnist timi til að kanna hversu margir þaö væru, sem hefðu tekjur upp að þessu marki. Þá var I morgun haft samband við þau samtök launþega, sem hér um ræð- ir. Svarið var víöast hvar það, að ekki hefði unnist timi til að kanna fjöldann. Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir, formaður Sóknar, sagði þó að velflestir félagsmenn væru með iaun undir þessu marki. Hún vildi þó taka það fram, aö það hefði ekki ennþá verið kannað nægilega vel. — BA Verkalýðsfélögin á Suðurnesium og Vestfjörðum: Verður fafffð frá verkföllum ? Verkalýðsfélögin á Suðurnesjum og Vestfjörðum hafa aflað sér verkfalls- heimilda i kjarabaráttunni. Visir at- hugaði i morgun, hvort viðhorfin til verkfálla hefði eitthvað breyst eftir setningu bráðabirgðalaganna i gær. Engar ákvarðanir hafa verið teknar, en á Suðurnesjum er hallast að þvi að skipta um baráttuaðferðir, en á Vest- fjörðum er afstaðan harðari. Karl Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- vikur, sagði við Visi i morgun, að hann teldi vissulega bót að þessum lögum fyrir þá lægst launuðu frá þvi sem ver- ið hefur. Hins vegar teldi hann að skerðingar- ákvæði laganna væru þannig vaxin, að það þyrfti að beita nýjum að- ferðum til að fá þau af- numin. Ekki vildi hann segja hvaða aðferðir hann hefði i huga. „Sannleikurinn er sá, að verkalýðshreyfingin er búin að lofa sér þvi i ára- tug að láta rikisvaldið ekki eyðileggja gerða samninga”, sagði Pétur Sigurðsson, formaður SV við Visi i morgun, er hann var spurður álits á bráðabirgðalögum rikisstjórnarinnar. „Ef menn ætla að láta undan i baráttunni geta þeir al- farið látið löggjafann skammta sér laun. Ég tel að staðan I samningamál- um ætti ekki að breytast við þessi lög, að minnsta kosti ekki til þess að breyta um baráttuaðferð- ir. Þaö er min skoðun, en hins vegar á svo eftir að taka afstöðu til málsins'.' Þeir hafa ósjaldan deilt harkalega, Hannibal Valdi- ma rsson og Bjarni Guönason. En stjórnmála- menn skipta lika stundum um skoðun og einnig það hafa þeir ósjaldan gert Hannibal og Bjarni. Þegar þeir hitt- ust á kosninga- fundi Alþýðu- flokksins á Hótel Sögu í gærkveldi voru þeir þvi brosleitir og sátt- fúsir. —óT. Kosningaskjdlfti á Seltjarnarnesi Öskar eftir opin- berrí dómsrtumsókn „Vinstri menn báru út hér á mánu- daginn blaðsnepil i hvert hús, þar sem á mig voru borin gróflega mannskemm- andi og ærumeiðandi ósannindi i sam- bandi við þessi húsakaup. Af þeim sök- um mun ég i dag senda rikissaksóknara bréf þar sem ég krefst opinberrar rann- sóknar á þessu máli öllu. Ég bauð reyndar ábyrgðarmanni þessa blaðs vinstri manna að vera meðflutningsmann að þessari beiöni til rikis- saksóknara, en hann hafnaði þvi”, sagði Magnús Erlendsson, for- seti bæjarstjórnar Sel- tjarnarness, i samtali við Visi I morgun, en þar I bæ hefur risið upp kosninga- mál vegna húsasölu minningarsjóös sem var i umsjá stjórnar gjafasjóðs Sigurgeirs Einarssonar. En um hvað snýst mál- ið? Samkvæmt reglum sjóösins var oddviti bæj- arstjórnar formaður sjóðsstjórnar og er enn. Auk hans var skipaður i sjóðsstjórnina einn stjórnarmaður af bæjar- stjórn. Sjóðurinn átti húseign á Vesturgötunni og fékk fasteignasölu i Reykjavik til að selja húseignina. „Fasteignasalan mat húsið og setti upp sölu- verðið”, sagði Magnús Erlendsson, ,,en ekkert gekk i rúmt ár aö selja þrátt fyrir að fjölmargir hefðu komið og skoöaö. Söluverðið þótti enda of hátt, sem sést best á þvi að þrátt fyrir 30-35% verðbólgu á árinu 1977 þá lækkaði fasteignamat hússins úr 21,8 milljón ár- ið 1977 niöur i 19 milljónir i janúar 1978. En svo er það i mai 1977, að tveir menn koma og kaupa húsið á því verði sem fasteignasalan var búin að reyna að selja i rúmt ár. Annar þeirra verður löngu siðar svo ó- heppinn aö fara I prófkjör og ná kjöri i eitt af efstu sætunum á lista Sjálf- stæðisflokksins. „Þetta var nú allur glæpurinn”, sagði Magn- ús Erlendsson. —H.L. Þrjú innbrot Þrjú innbrot voru framin á Reykjavíkur- svæðinu i nótt. Rétt fyrir klukkan tvö í nótt greið lögreglan innbrotsþjóf í Sindra á Hverf isgötunni. Þá var brotist inn i Blóm og ávexti i Hafnarfirði og þaðan stolið tveim ávisun- um uppá 22 þúsund samtals, og skiptimynt,auk þess sem hurð var brotin. 1 Miðfelli hf. á Funahöfða var siðan brotist inni skrif- stofu og verkstæði og stolið litilli vasatölvu og útvarpi. Litið var skemmt —GA Már nufncfar- formaður hjúOECD A fundi fiskimálanefndar Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu (OECD) 22. mai s.l. var Már Elisson fiskimálastjóri kosinn for- maöur néfndarinnar til eins árs. Már Elisson er fyrsti íslendingurinn sem gegnir nefndarformennsku hjá OECD en fiskimála- nefndin er til komin vegna tillögu Islendinga árið 1960 þegar OECD var stofnað. Fiskimálanefnd hefur ýmis þýðingarmikil verkefni með höndum svo sem ár- lega skýrslugerð um þróun sjávarútvegs aðildarrikj- anna sem ekki eru unnin af öðrum alþjóðastofnunum. VINNINGURiNN ER B SIMCA 1307 VISIR Simi 86ÓII Simi 82260 Simi 86611 Simi 82260 Simi 86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.