Vísir - 05.06.1978, Síða 1

Vísir - 05.06.1978, Síða 1
Þekktasti fálka- þjófur Evrópu stöðvaður i gœr • Fœrður til yfirheyrslu I Reykjavík § Reyndist vera með langvíuegg og veiðibúnað • Vísismenn fylgdust með ferðum Þjóðverjans Þjóðverjinn, Konrad, Chicielski, sem þekktur er lunnar, var stöðvaður i Mosfellssveit i gær og færður viða um Evrópu sem einn slyngasti fálkaþjófur álf- |til yfirheyrslu á lögreglustöðinni i Reykjávik. 1 bil hans fundust nokk- ur egg, ýmiss konar veiöibilnaöur til þess aö ná ungum úr hreiörum og fullkominn sigbúnaöur. Þá fannst einnig i bilnum eins konar útungunarvél, eöa rafmagnstæki til þess aöhalda heitum unguöum eggjum meö þaö fyrir augum aö fá siöar unga úr þeim. Lögreglan tók þennan búnaö i sina vörslu og var Þjóöverjanum sleppt eft- ir nokkurra klukkustunda yfirheyrslu i gærkveldi. Chicielski kom hingaö til lands með Dettifossi ásamt syni sinum fyrir tæpri viku. Visir haföi nokkru áöur spurnir af komu þeirra og hafa starfsmenn Visir fylgst með feröum Þjóðverj- anna um landið. A vegum menntamála- ráöuneytisins, Náttúru- fræðistofnunarinnar og lögreglunnar var Þjóö- verjunum veitt eftirför i rúma fjóra sólarhringa. Sjá 2, 3 og 4 Oscar Peterson lék við mikinn fögnuð i Laugar- dalshöll á laugar- dagskvöld. Sjá frétt um Listahátíð á bak- síðu. Bar hann ábyrgð á fálkaung- unum fimm á Keflavík- urvelli? Yf irheyrslurnar yfir Konrad Chicielski og syni hans í Reykjavík í gær snerust eingöngu um ferðir þeirra í nánd við fálka- og arnabyggðir síðustu daga", að sögn Williams Möller- full- trúa lögreglustjóra. Ekki er útilokað aö þeir verði yfirheyröir frekar næstu daga. Þá er sennilegt að at- hyglin beinist að fálka- ungunum fimm sem fund- ust fyrir tveimur árum á snyrtiherbergi i flug- stööinni á Keflavikurflug- velli, en einmitt i sama mund og ungarnir fundust var Chicielski ab leggja upp frá flugvellinum sem farþegi i þotu Arnarflugs ásamt konu sinni. Þá hefur Visir áreiban- legar heimildir fyrir þvi aö Chicielski hafi komiö hingað i fyrrasumar með Smyrli og hafi þá haft með sér sama bil og hann ekur nú. —ÓR 7| ■ 4HT Þjóðverjinn Chicielski kemur út úr bil sinum á Vesturlandsveginum i Mosfellssveit i gær, eftir að lögreglan hafði gefið honum skipun um að nema staðar. Hann var siðan fluttur i lögreglubil til yfir- heyrslu i Reykjavik, en lögregluþjónn ók bil hans til borgarinnar. Visismynd: Gunnar V. Andrésson

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.