Vísir - 05.06.1978, Blaðsíða 12

Vísir - 05.06.1978, Blaðsíða 12
16 Mánudagur 5. júnl 1978 VISIR DREGIÐ VERÐUR j HAPPDRÆTTINU 1. júli n.k. HflLLO KRflKKflR! SÖLU- OG BLAÐBURÐARHAPPDRÆTTI VÍSIS! Þótttökurétt i happdrcettinu hafa sölu- og blaðburðorbörn Vísis um allt land. 1. vinningur: Danskt SCO-reiðhjól frá iteiðhjólaversluninni ÖRNINN að verðmæti um kr. 75.000 2. vinningur: Texas Instruments tölvuúr frá ÞÓR hf. að verðmæti kr. 8.000 Wbbbbb b BBBBB01 000000 000000 3.-8. vinningar: Texas Instruments tölvur frá ÞÓR hf„ hver að verðmæti kr. 6.000 VISIR Nauðungaruppboð sem auglýst var i 101., 103. og 106. tölublaði Lögbirtinga- biaðsins 1977 á eigninni Smáraflöt 15, Garðakaupstaö, þingl. eign Sonju Kristinsdóttur, fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 8. júni 1978 kl. 3.00 e.h. Bæjarfógetinn i Garðakaupstaö Nauðungaruppboð sem auglýst var i 101., 103. og 106. tölubiaði Lögbirtinga- blaðsins 1977 á eigninni Hjallabraut 15, íbúð á 1. hæö t.h., Hafnarfirði. Þingl. eign Jóns Sigurðssonar Bates, fer fram eftir kröfu Innlieimtu rikissjóös á eigninni sjálfri fimmtudaginn 8. júni 1978 kl. 1.30 e.h. Bæjarfógetinn i Hafnarfiröi, Nemendurnir voru algerlega sammála um að áfram þyrfti aö berjast af kappi gegn reyking- um hér á landi, og lögðu áherslu á, að menn þyrftu að foröast að reykja þar sem börn væru. Baráttuhugur í nemendum - á fundi 150 unglinga úr sjöundu bekkjum grunnskólanna á höfuðborgarsvœðinu Eitt hundrað og fimm- tíu fulltrúar nemenda úr sjöunda bekkjum grunn- skólanna á höfuðborgar- svæðinu komu til fundar að Hótel Loftleiðum á dögunum til þess að f jalla um baráttuna gegn reyk- ingum og samþykkja ályktanir um reykinga- varnir. Það voru Krabbameins- félag Reykjavikur og Sam- starfsnefnd um reykingavarnir, sem buðu til fundarins, sem var einskonar lokaþáttur i þvi reyk- ingavarnarstarfi, sem fram fór i sjöunda bekk þessara skóla I Reykjavik, á Seltjarnarnesi, i Kópavogi, Garðabæ og Hafnar- firði og með tilstyrk sjöundu bekkinga á öðrum vettvangi siðastliðinn vetur. Þessir nemendur vöktu veru- legá athygli á reykingavanda- málinu veturinn 1976-1977, þeg- ar þeir voru i sjötta bekk, eins og margir munu minnast. Asgeir Guðmundsson, skóla- stjóri, bauð nemendurna vel- komna til fundarins fyrir hönd fundarboðenda.Siðanræddi Þor- Nokkrir áhugasamir sjöundu- bekkingar bera fram drög að ályktunum fyrir fundinn. Þar var fjallað um ýmsa þætti tóbaksmála og voru ályktanirn- ar samþykktar samhljóöa. varður örnólfsson, fram- kvæmdastjóri, um baráttuna gegn reykingum, þann árangur sem þegar hefði náðst. Taldi Þorvarður mjög mikilvægt að unga kynslóðin i landinu styddi þessa baráttu i orði og verki. Formaður Samstarfsnefndar um reykingavarnir, Ólafur Ragnarsson, ritstjóri, skýrði þvi næst frá margþættu starfi nefndarinnar. Kom þar meðal annars fram að á vegum nefndarinnar er nú unnið að undirbúningi ráðstefnu um reykingar og heilsufar.og reyk- ingavarnir.sem haldin verður i haust. A fundinum voru sýndar tvær kvikmyndirum reykingavanda- málið, önnur frá Kvikmynda- stofnun Kanada en hin var is- lensk, gerð af nemendum i Alftamýrarskóla með aðstoð Marteins Sigurgeirssonar kenn- ara. Dr. Gunnlaugur Snædal, for- maður Krabbameinsfélags Reykjavikur ávarpaði nemend- ur i lok fundarins og hvatti unga fólkið til aö vinna áfram með þeim aðilum sem forystu heföu um reykingavarnir i landinu. Hópur sjöunda bekkinga hafði undirbúið tillögur til ályktunar, og voru þær allar samþykktar samhljóða og verða sendar við- komandi aðilum. USTA SKEMMTUN Fyrir sjálfboðaliða, 18 ára og yngri, sem unnu fyrir SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN á kjördag, verður haldin r f ■ I SIGTUNI mánudaginn 5. júni kl. 20-24 DISKÓTEK Baldur Br|OI1SSOn skommtir Boðsmiðar afhentir í Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 9-17 (mánudag)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.