Vísir - 05.06.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 05.06.1978, Blaðsíða 3
VISIK Mánudagur 5. júnl 1978 3 / VORU MEÐ BÚNAÐ TIL AÐ NÁ UNGUM OG EGGJUM og rafmagnstœki til þess að halda eggjum heitum eftir að þau eru tekin úr hreiðrum scm gert er til þess að halda heitum fuglaeggjum og unga þeim út”, sagðiWilliam Möller aðalfulltrúi lögreglustjórans i 'Reykjavik ' er Visis ræddi við hann i gærkveldi. Þá var nýlokið löngum yfir- heyrslum yfir þýsku feögunum sem fýlgst hefur verið með á ferðum um landið siðustu sólar- hringa og sagt er frá á forsiðu. „Meðal veiðibúnaðarins var löng stöng með áhaldi til þess að snara unga,þá voru Þjóðverj- arnir með háf og sigútbúnaðfþað er að segja kaöal og stól”, sagði William Möller. í samtalinu við Visi gat hann þess einnig að i fdrum Konrads Chieselski hafi fundist nokkur egg nánar tiltekið langviuegg sem hannhafilýst yfir, aö hann ætlaði að taka með sér úr landi. Það er aftur á móti algerlega ólöglegt aö f ara með f uglsegg úr landi án leyfis — hver sem þau eru. „Að skoða sjófugla” Við yfirheyrslur hjá lög- reglunni i Reykjavik i gær kvaðst Konrad Chieselski hafa farið þessa ferð i þvi skyni að skoða endur og sjófugla en ferðir eirra feðga á fálka og arnaslóðum þóttu aftur á móti grunsamlegar. „Það liggur ekkert fyrir um það að þeir hafi brotið ákvæði fuglaverndunarlaganna að þvi er varðar fálka og haförn”, sagði William Möller „hvorki það að þeir hafi komið það ná- lægt hreiðrum að það sé brot á reglum né að þeir hafi náð fálk- um, en samkvæmt lögunum er alfarið bannað að teknir séu ungar og egg.” William lét þess einnig getið að bannað væri að ljósmynda hreiðrin eða hafast yfir höfuð nokkuð það sem gæti truflað fuglana. endur og „Frjálsir i Reykjavik” Hald var lagt á þann búnað sem þótti grunsamlegur i farangri Þjóðverjanna, en bil- inn fengu þeir aftur eftir yfir- heyrslurnar i gærkveldi. Að sögn fulltrúa lögreglustjóra eru þeir frjálsir ferða sinna i Reykjavik en voru beðnir að láta vita til lögreglunnar ef þeir færu út fyrir borgina. Er William var að þvi spurður hvort ekki hefði verið talin ástæða til að fylgjast með mönnunum áfram þar til þeir færuúr landisagðihann.að brot á fuglafriðunarlögunum væru ekki litin svo alvarlegum aug- um, að réttarfarsúrræði séu til að halda mönnum meðan rann- sókn færi fram. Refsingar samkvæmt fugla- friðunarlögunum eru fremur vægar og sektir frá 15 til 30 þús- und krónur fyrir brot. —BA Þjóðverjarnir, sem eltir hofa verið um landið: „1 bil Þjóðverjanna fannst viö leit ýmiss konar búnaður til þessað ná ungum og eggjum úr hreiðrum og sérstakt hitatæki Bill Þjóðverjanna ekur inn i þorpiö i Búðardal siðdegis i fyrradag en Aður höfðu þeir farið um MývatnssveitfMiðnorðurland og Strandir. þá höfðu þeir um skeið verið á fálka- og arnasvæðum I Dalasýsiu. Visismynd: Gunnar V. Andreáson. Chiesielski-feðgarnir á náttstað sinum I fyrrinótt I nánd við Hreðavatn I Borgarfirði en þar hvildu þeir sig ieina sex tima um nóttina. Annars sváfu þeir litiðmeðan á ferðalaginu stóö. Visismynd: GVA Í GEGNUM TIDINA Þá er hún komin aftur, nýja hljómplatan með Mannakorn pettíi er nviómpíata.se^ii vmiiur sifeSit á oy kemur til með að spila aftur og aftur. Létt og skemmtileg, við allra hœfi. Fæst hjá umboðsmönnum okkar um land allt. |f || |^| Suðurlandsbraut 8

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.