Vísir - 05.06.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 05.06.1978, Blaðsíða 9
9 mmmm „Lntíinn em« flokhur v<‘röi ráöandi afl i hinu nýJaHömatarír* „Tel líkiegt að borgarfull- trúum ycrði fjölgað í 21” „Monum óhjákvafmilega haíu ákveðna foryatu'' GOTT SIÐFERÐI BARA FYRIR SUMA Helgi hringdi: „Hvernig i ósköpunum stendur á þvi að Alþýðubanda- lagið i Reykjavik getur notað húsnæði i eigu Alþýðusambands tslands,eða Alþýðubankans, við Grensásveg og húsnæði Dagsbrúnar og Verka- mannasambands tslands við Lindargötu, sem kosningamið- stöðvar sinar, svo sem þaö gerði i borgarstjórnarkosning- unum? Hver hefur vald til að leyfa slikt? Ég hélt að fleira fólk væri i þessum samtökum launafólks heldur en bara Alþýðubanda- lagsfólk. Hvað hefðu Alþýðu- bandalagsmenn i Reykjavik sagt ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði notfært sér aðstöðu versl- unarmannafélagsins, eða þá hreinlega borgarstjórnarskrif- stofurnar sjálfar, sem kosn- ingamiðsvöðvar fyrir sig? Þá hefði örugglega heyrst hljóö úr horni. En það er eins og sið- ferðið sé bara fyrir suma en öðrum sé allt leyfilegt”. Bréfaskipti í þógu friðar Okkur hefur borist bréf frá Suður-Kóreu, sem hljóðar eitt- hvað á þessa leið: Ég er enskukennari i háskóla i höfuðborg Suður-Kóreu, Seoul. Hér f skólanum eru 2500 nemendur af báðum kynjum. Astæðan þess að ég skrifa ykkur er sú að ég veit að nemendur minir vilja skrifast á við stúdenta i öðrum löndum. Á löngum kennaraferli minum hef ég lært það, að bréfaskipti við erlenda penna- vini hjálpa ekki aðeins nemendum minum að læra ensku, heldur læra þeir einnig að þekkja lönd og þjóðir sem þeir hafa litið sem ekkert vitað um áður. Slik bréfaskipti mundu t.d. auka skilning nemenda minna á landi og högum ykkar og með auknum skilningi þjóða i miHitryggjum við frið. Ef þú lesandi góður hefur áhuga á að kynnast ungu fólki i Suður-Kóreu þá sendu upp- lýsingar um nafn þitt, aldui; heimili og áhugamál til: Miss Park Jeong Yi K.P.O. Box 141, Seoul 110 Korea. FRÁBÆR LESTUR FRAMHALDSSÖGU Frú að vestan skrifar: Mikið voðalega hef ég haft gaman af þvi að fylgjast með lestri miðdegissögunnar Gler- húsin eftir hann Finn Söeborg. Þetta er alveg guðdómleg saga, og ekki spillir snilldarlegur lest- ur Halldórs S. Stefánssonar fyrir. Sá maður ætti nú bara að veraáföstum samningi og látinn lesa allar miðdegissögur. Það er svo mikið atriði fyrir okkur sem heima sitjum að hafalesara sem yljar manni svo mjög með rödd sinni. En ég er ekki eins ánægð með sjónvarpið,hvernig stendur t.d. á þvi að hann Guðmundur Hafsteinsson hneigir sig ekki og segirgott kvöld, svona myndar- legur maðurinn. Þetta skemm- ir voðalega mikið fyrir honum oghér i plássinu höfum við kon- urnar oft talað um það hversu glæsilegur hann væri ef hann hneigöi sig og byði gott kvöld. Og svo er það hann Bjarni Felixson. Hann er alveg voða- legt „krútt” siðan ég fékk lita- sjónvarpið, og hefur bara batn- aðmikiðviðþað. Enhannmætti sitja ögnréttarisætinuenhann gerir. STRÍÐSDANS MORGUNBLAÐSINS Lesandi skrifar: Þaðhefur verið dálitið gaman að fylgjast með skrifum Morgunblaðsins undanfarinn hálfan mánuð og þó sér i lagi nú siðustu vikuna. Fyrir kosningar voru birtar stórar f jölskyldumyndir af frambjóðendum Sjálfstæðis- flokksins til borgarstjórnar. Voru þeir þar mættír með maka, börnum og best þóttí ef hægt var að fá barnabörnin lánuð meðan á myndatöku stóð. 1 leiðurum blaðsins var hamast nótt sem nýtan dag og borgarbúar minntir á að vofa stæði við dyr borgarinnar tíl- búin að hremma stólinn hans Birgis ísleifs að loknum kosn- ingum. m---------------------► Það er af sem áöur var. Heil- siðan birtist þriðjudaginn eftir kosningar en litla innfellda fréttin kom á föstudaginn. Kosningarnar fóru fram,talið var upp úr kössunum og sjá: undrið gerðist, meirihlutinn f éll, og stóll á lausu handa Marx karlinum. Fram á miövikudag hamaðist Morgunblaðið eins og rjúpa við staur að sannfæra lesendur um að sundrung og upplausn væri i nýkjörnum meirihluta. Af ein- hverjum „dularfullum” ástæðum sljákkaði i Mogganum á föstudaginn. Sem kunnugt er komu þriflokkarnir sér saman um kjör forseta borgarstjórnar og kjör borgar- ráðs. Þessu voru gerð skil með smá-myndasögu inni i blaðinu. A annarri siöu var svo litil einsdálksfrétt um aö þri- flokkarnir ætluðu að gera með sér málefnasamning. Hvergi sundrung, og þá eru fimm dálka fyrirsagnirnar geymdar niðri i skúffu. Það er nefnilega engin frétt þegar Elokkarnir standa saman — það er lóðið. Morgunblaðið — sem að sjálfsögðu er ekki háð neinum stjórnmálaflokk'i — reyndi ai koma fávisum kjósendum i skilning um það að sundrung og upplausn myndi koma i borgar- stjórnina ef Sjálfstæðisflokkur- inn tapaði meirihlutanum. i Electrolux Mjög kraftmikil ryksuga (loftflæði 2.0 rúmm/min.) Hún slckkur sjálfkrafa á sér, þegar pokinn er fullur. Dregur snúruna inn i hjólið. Vegur aðeins 7 kg. og er með 6 m. langa snúru. /mi Kraftmikil ryksuga (loftflæði 1.9 rúmm/min.) Hún sýnir hvenær pokinn er fullur. Snúran dregst inn i lijólið. Pokinn er sjálflokandi þ.e. rykiö dreifist ekki þegar skipt er um poka. Veg- ur 7 kg og er með 6 m langa snúru. Verð kr. 67.500.- /:t02 Mjög ódýr og meðfærileg ryksuga en með góðan sogkraft (loftflæði 1.65 rúmm/min.) Vegur 5.7 kg og er með 7 m langa snúru. Verð aðeins kr. 52.500.- Vörumarkaðurinn hf. ÁRMuLA 1A — SlMI 06117 ? Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar, er verða til sýnis þriðjudaginn 6. júni 1978, kl. 13—16,1 porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7 Ford Cortina fólksbifreið árg. 1974 Volkswagen 1200 fólksbifreið árg. 1973 Chevrolet Blazer árg. 1971 Ford Bronco árg. 1973 Volkswagen Micro-Bus fólksbifreið árg. 1975 Volkswagen pallbifreið árg. 1974 Ford Transit-Bus fólksbifreið árg. 1971 UAZ 452 torfærubifreið árg. 1971 Land Rover,lengri gerð, bensin árg. 1970 Land Rover bensin árg. 1970 Wiliy’s jeppi árg. 1966 Dodge W 200 pick-up árg. 1971 Skoda 110 L fólksbifreið árg. 1971 Opel Rekord fólksbifreið árg. 1971 Tempo mótorhjól árg. 1972 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.