Vísir - 05.06.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 05.06.1978, Blaðsíða 2
 S>pyi „Slyngasti fálkaþjófur Evrópu" í heimsókn Mánudagur 5. júní 1978 VISIB Fálkar eru eftirsóttir fuglar,einkum nú þegar þeir eru friðaðir. Auð- kýfingar í Austurlönd- um greiða stórfé ef hægt er að útvega þeim slika fugla, og eru nefndar tvær til þrjár milljónir króna fyrir hvern fugl i því sam- bandi. Fáir leggja aftur á móti fyrir sig þá iðju að stela fálkaungum eða eggjum en sá aðili sem kunnasturerfyrir slikt i Evrópu um þessar mundir er Þjóðverji, Konrad Chicielski. Hann hefur hlotið dóm fyrir fálkaþjófnað á ítali'Uf þýska lögreglan hefur margoft reynt að standa hann að verki og fuglafriðunarmenn i flestum Evrópulöndum reyna að fylgjast náið með ferðum hans. Þrátt fyrir þetta er sagt að honum hafi orðið allvel ágengt á siðustu árum á þessu sviði. Þegar Visir fékk fregnir af þvi siðla í mai að þessi „slyngasti fálkaþjófur Evrópu” væri væntanlegur hingað til lands ákvað ritstjórnin að reyna að fylgjast með ferðum hans. Náttúrufræðistofnuninni og utanrikisráðuneytinu höfðu einnig borist upplýsingar um Is- landsferð þessa Þjóðverja frá fuglafriðunarsamtökum i Þýskalandi og á vegum menntamálaráðuneytisins sem fer með fuglaverndarmál hér- lendis var ákveðið að veita hon- um eftirför um landið. Fróðir fuglasérfræðingar lögðu upp i jeppafrá Reykjavik ásamt lög- reglumanni i' humátt á eftir manninum siðastliðinn miö- vikudag og fengu siðan aöstoð vegalögreglumanna. Eftirförinni lauk um hádegi i gær eins og sagt er frá á forsiðu en niðurstöður af yfirheyrslum birtast á næstu siðu. Konrad Chisielski og 19 ára sonur hans komu hingaö til lands með Dettifossi slðla dags á þriðjudaginn var, 30. mal. Meö skipinu kom einnig bíll þeirra,Volksvagen-sendibíll. örin bendir á þá feðga á þessari mynd, sem Jens Alexandersson, ljósmyndari Vísis, tók viö komu Dettifoss til Reykjavikur. Margrét Rósa Bergmann, 11 ára: Ég boröa ekki alltaf á morgnana, en stundum borða ég Cheerios eða súrmjólk og brauð. Hvað borðar þú á morgn- ana? Kristin Pétursdóttir 12 ára: Cheerios og það finnst mér gott — stundum borða ég lika kornfleks. Nanna Sigurðardóttir, 10 ára: Best finnst mér nú beikon og egg en oftast borða ég Cocopuffs, Cheerios eða ristað brauð. Agústa Björnsdóttir 9 ára: Það er misjafnt hvað ég borða, stundum er það Cocopuffs og stundum rist- að brauð. Kristin Friðriksdóttir 9 ára: Stundum boröa ég súrmjólk, ann- ars er það svo misjafnt og erfitt aö segja nokkuð ákveðið. BIÐLAÐ TIL BÆNDAFYLGIS Ef marka má úrslit sveitar- st jórnarkosninganna liggur nokkuð ljóst fyrir, að Lúðvlk Jó- sepsson er orðinn áhrifameiri sem formaður Alþýöubanda- lagsins. Þess vegna er meira tckið eftir þvi nú en áöur hvað þessi slyngi pólitikus segir i blaði sinu Þjóöviljanum, og það stendu raunar ekkert á honum að kasta striöshanskanum i annarri kosningalotu við borganaflokkana, sem slaga nú um meö sundurskotin segiin eft- ir siðustu sjóorrustu. Fram að þessu hefur Alþýöu- bandaiagið einkum snúiö sér að verkalýðshreyfingu og mennta- mönnum, og orðið vel ágengt innan beggja þessara raða, þótt stöðug sáttaskrif verði að eiga sér staö i Þjóðviljanum svo að blandan ekki sundrist i frumefni sin. Þessi blanda kemur m.a. fram I röðun á G-listann i Reykjavik, þar sem háskóia- menn eiga þrjú efstu sætin en verkalýðsforustan eitt. En Lúð- vík lætur þetta sig engu varða, og þegar hann tiundar það liö, sem nú skal blásið saman til at- lögu gegn stjórnarBokkunum, hefur hann viljandi gleymt að geta sléttarbaráttu Bandalags háskólamanna. Þeirra hags- muna er aftur á móti gætt á öðr- um síðum málgagnsins. Lúðvik flokkar kjósendur i þrennt. Hann talar tii launafóiks og hann taiar til sjómanna. Þriðji þjóöfélagshópurinn er nýr á landabréfi þeirra Alþýöu- banda lagsmanna, en þaö eru bændur. Lúðvik segir i grein sinni i Þjóöviijanum á sunnu- dag: ,,Og bændur hafa lika risiö upp til aö mótmæla. Þeir neita að styðja lengur þá rlkisstjórn, sem staöið hefur þannig að mál- um, aö iaunbænda hafa lækkað úr rúmum 80% af iaunum við- miðunarstétta i 66%.” Enn fremur lýsir hann furöu sinni á þvi, að söluskattur skuii ekki hafa verið feildur niður af kjöt- vörum. Þó getur hann ekki nema hluta þess, sem hann hef- ur verið að segja á fjölmennum bændafundum úti um allt land i veturogvor. En þau fundahöld sýndu, að þaö var ekki einungis verið að keppa að sigri meöal launafólks og sjómanna — og menntamanna, þvi að Lúðvlk þiggur atkvæði þeirra þrátt fyr- irallt — heldur var llka verið að fara inn á ihaldssamasta vett- vang landsins i leit að atkvæð- um. Og það mun vera stað- reynd, að Lúðvik hefur orðið vel ágcngt meðal bænda, annars hefði hann ekki fyrir þvi að taka þá upp i stéttaupptalningu sina fyrir kosningarnar. Solsénitsyn segir í nýútkomnu þriðja bindi af Gulag, aö komm- únistar noti sér hiklaust alla veikleika i stjórnmálastarfi borgaraflokka, hverju nafni sem þeir nefnast, og séu fyrstir manna til að skilja hvar varnir eru veikastar fyrir. Þetta inn- byggða árásarkerfi hefur komið vel I Ijós hvaö bændur snertir. A fjölsóttum fundum með þeim hefur Lúðvik sagt aö þeir skyldu framleiða meira. Það þyrftibara að hækka kaupið svo launþegar gætu étið meira. Landbúnaðarvandinn er sem sagt enginn vandi. A meðan þessu fer fram biður Fram- sóknarflokkurinn mikinn ósigur I Reykjavik. ólafur Jóhannes- son hefur sem flokksformaður freistað þess aö firra sig allri ábyrgð á þeim ósigri. llonum nægir að halda þingsætinu i Norðurlandskjördæmi vestra. Minnugur þess að enginn maður er ómissandi, mundi það ekki skipta hann ýkja miklu máli þótt þingmenn Framsóknar yrðu aðeins ellefu að tölu eftir kosningarnar. En ólafur erekki þeirrar trúar og það kannski með réttu. Hann sagði nýverið i sjónvarpi, að ckki hefðu allir greitt atkvæði i kosningunum, ogþað er rétt. Sveitafylgið kom ekki i ljós. Bændur sýndu éfcki hug sinn, og gera það ekki fyrr en 25. júni. Svo virðist sem Framsóknarforustan trúi þvi aö þar standi allt óbreytt. Hins vegar bendir ýmislegt til þess að meðal bænda hafi orðið mikil hugarfarsbreyting. Lúövik Jó- sepsson heföi ekki verið aö hafa fyrir því að boöa til funda meö bændum, heföi hann ekki vitað að þeir biðu eftir þvi aö ná sam- bandi viö annað stjórnmálaafl, sem boðaði þeim aö enn drypi smjör af hverju strái i landbún- aði. Og þaö stóð ekki á Lúövik að færa þeim þessa góðæris- kenningu — menn þyrftu bara að borða meira. Þannig benda öll teikn til þess að Alþýðubandalagið muni koma meö góða atkvæðaaukn- ingu úr landbúnaðarkjördæm- um, enda eru bændur orðnir ein af stéttum Alþýðubandalagsins á máli Lúðvíks Jósepssonar, og ekkert getur forðað þeim frá því. Eins og sýndi sig I kosning- unum i Reykjavik, þá er jafnan greiður pólitiskur gangur milli Framsóknar og Alþýðubanda- lags, og þvi skyldu bændur ekki taka vinstri trú fyrst hún býður upp á hunang og rjóma. Sam- kvæmt gildri kenningu eru kommúnistar og kommúnista- riki dæmd af loforðum slnum, þegar aðrir verða að sæta þvi að vera dæmdir af verkum sinum, og bændur munu láta loforðin duga — I bili. Svarthöföi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.