Vísir - 13.06.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 13.06.1978, Blaðsíða 7
vtsm Þriðjudagur 13. júnl 1978 c ( . Umsjón: Katrin PálsdóttÍr~ Jarðskjalft or í Japan Danmörk: Stærsta smyglmál — harðasti skiálfftinn 7,5 á Richter Margar milljonir tonna af olíu flæða nú úr geym- um í Kyrrahafið vegna tjóns sem jarðskjálftarnir í Japan ollu á olíustöð þar í landi. Jarðskjálftinn mældist 7.5 á Richter-kvarða og átti upptök sin um hundrað kilómetra frá eyj- unni Honshu. Hann er sá stærsti sem mælst hefur i Japan siöan i seinni heimstyrjöld. Rúmlega tuttugu manns létu lifið i skjálft- anum, sem varð i gær. Um 350 manns slösuðust. Skjálftinn olli einnig miklu tjóni á eignum manna. Brýr, vegakerfi og hús eru stórskemmd. Einnig rifnuðu oliugeymar við Kyrrahafið og nú flæðir olian úr þeim. Talið er að um 19 milljónir tonna af oliu séu i geymunum. Um eitt þúsund manns vinna nú við að reyna að koma i veg fyrir að olia.n fari i sjóinn frekar en orðið er. Ef meira af henni kemst i sjóinn er hætta á að strandlengj- an á Honshu spillist mjög og þá einnig dýralif. Vatns- og gasleiðslur rofnuðu til borgarinnar Sendai, sem I búa um sex hundruð þúsund manns. Herinn hefur komið til hjálpar og menn standa nú i rööum með ilát til að fá vatnsdropann sinn. Allir skólar I bænum voru lokaðir. Nokkuð mikið eignatjón varð og nokkrar háar byggingar hallast iskyggilega, en ljóst er að rifa þarf mörg hús sem hafa skekkst og farið af grunni sinum. Jarðskjálftinn sem varð i Japan i gær er sá stærsti siðan 1968, en þá mældist einn á Hokkaido eyju 7.9 á Richter- kvarða. Þá létu 52 lifið og um þrjú hundraö manns slösuðust. Suður-Líbanon: Samcinuðu þjóðim- ar sencfa goesfaffð Gæslusveitir Samein- uðu þjóðanna munu vænt- anlega fara inn á svæði það sem barist hefur verið á undanfarið í Suð- ur-Libanon. Talið er að' hægri-sinnar muni gera tilraunir til að hrekja gæsluliðið til baka, þar sem þeir hafa nú fengið öll völd á svæðinu, sem var áður í gæslu israels- manna. Fulltrúar frá Sameinuðu þjóðunum hafa átt viöræður við stjórnvöld i Libanon um ástand mála á svæðinu. Þau hafa ekki getað gefiö vilyrði fyr- ir því að gæsluliðið verði óhult. Hægri-sinnar eru vel vopnum búnir og hafa verið studdir með ráðum og dáð af Israelsmönn- um. Taliö er að sex hundruð menn séu undir vopnum, en þeir hafa tekið þátt i mörgum bár- dögum þarna á . svæðinu við skæruliða Palestinu. Fékk dcemdar skaðabœtur vegna reykinga samferðamanns Fransmaður nokkur fór i mál við járn- brautarfélag i Frakk- landi og krafðist þess að fá bætur vegna skaða sem reykingamaður olli honum á ferðalagi með lest félagsins. Maðurinn, DenisValet , nr á ferðalagi með hraðlestinni frá Lyon til Strassborgar. Hann haföi pantar sér far i klefa þar sem reykingar eru bannaðar. A leið- inni kom maður inn i klefann, og hafði ekki setið þar lengi þegar hann tók upp sigarettu og kveikti i. Valet tók þegar i stað I neyðar- hemilinn og lestin stöðvaðist. Hann gaf þá skýringu að hann vildi ekki þola það aö heilsa hans biði skaða af sigarettureykingum farþega. Taldi hann félagiö vera ábyrgt fyrir þvi að menn sem reyktu færu ekki i klefa þar sem banrtaðar væru reykingar. Denis Valet vann málið og fékk dæmdar um 50 þúsund krðnur i skaöabætur. En hann þurfti að greiða helminginn i sekt fyrir aö stöðva lestina. Mexikó: Skothríð með tðmötum Það voru heldur kaldar kveöjur sem landslið Mexikó fékk við heimkomuna frá Argentinu. A flugvellinum beið hópur knattspyrnu- áhugamanna með birgðir af tómötum. Þegar knatt- spyrnumennirnir gengu út úr flugvéiinni, byrjaði skothrlð- in. Það rigndi yfir þá tómöt- um. Þetta voru þakkirnar sem þeir fengu fyrir leik sinn I Argentinu, en þeir þóttu ekki standa sig nðgu vel. Þegar knattspyrnumenn- irnir voru orönir sæmilega útataöir I tómötum, komust þeir upp I sérstakan bil sem ók þeim á burt frá hrópandi mannfjöidanum og tómötun- um. Zaire fer fram á efnahagsaðstoð — fulltrúar frá 11 rfkjum ffunda i Belgfu Fulltrúar þeirra landa, sem styöja Mobutu forseta Zaire. þinga i dag i Brussel i Belglu til að reyna að finna einhver úr- ræði til aö bjarga efnahag Zaire. Ráðamenn Zaire hafa lengi lagt mikla áherslu á að þessi fundur verði haldinn. Taliö er að fulltrúar frá Zaire komi til fund- arins með einhverjar áætlanir, sem Mobutu hefur sett fram. Talið er að þær áætlanir séu varðandi fjárstuðning til handa Zaire og talið er að hann nemi um 1.5 til 5 billjónum Banda- rikjadala. Gert er ráð fyrir að lögð verði mikil áhersla á að styrkja landbúnað og náma- gröft. Zaire er skuldugt land. Talið er að skuldir þess nemi um 2.5 biljónum Bandarikjadala. Efnahagur landsins hefur hlotiö slæma útreið vegna þess að kop- arverð hefur fallið á heims- markaði. Kopar skapar Zaire um 70 prósent af útflutnings- verðmæti landsins. Fulltrúar á ráðstefnunni i Belgíu eru frá ellefu löndum: Bélgiu, Frakklandi, Bretlandi, Vestur-Þýskalandi, ttallu, Hol- landi, Bandarikjunum, Kanada, Japan, Saudi-Arabiu og tran. i sogu landsins Komið hefur verið upp um mikið smyglmál í Danmörku, það mesta sem upp hef ur komist um þar í landi. Komið hefur á daginn að áhafnir ferj- anna sem ganga á milli Danmerkur og Þýska- lands hafa komið með óhemjumikið magn af smygluðum sígarettum og áfengi til landsins í ferðum sinum. Hátt i 300 manns tengjast smyglinu og eru það allt frá skipstjórum á ferjunum niöur i vikapilta sem þar eiga hlut aö máli. Þeir sem hlut eiga aö máli. hafa verið reknir úr starfi fyrir- varalaust og hefur þaö komiö mjög hart niður á fjölskyldum þessara manna, þar sem erfitt er fyrir þá að fá hliöstætt starf að nýju. Yfirmenn missa eftir- laun sin, en margir hverjir hafa unniðstörf á ferjunum i áratugi. Þær áhafnir sem stærstan hlut eiga að þessu máli hafa siglt milli Radby i Danmörk.i og Puttgarden i Þýskalandi annars vegar og svo hinsvegar mi.’li Gedser og Warnemunde. Ekki er fullrannsakað hve miklu magni hefur verið smyglað til landsins, en talið er aö um sex milljónir sigaretta og tugi þúsunda áfengisflaskna sé að ræða. Sonur Sáms /Evilangt Sonur Sáms var I gær dæmdur I samtals 300 ára fangelsi fyrir morð og morðtilraunir. Hann get- ur í fyrsta lagi sloppið út eftir 30 ár, en það er vegna reglna uin náðun sem gilda I New York. Dómararnir dæmdu David Berkowitz i 25 ára fangelsi fyrir hvert morð en þau voru sex og 15 ára fangelsi fyrir morðtilraunir. Dómararnir tóku það fram I dómsorði sínu að þeir teldu rétt dœmdur: fangelsi að hann yrði I fangelsi það sem eftir er og að náðunarreglum yrði ekki beitt. Meöan dómur var kveöinn upp sat Berkowitz rólegur. Honum var boðið að skýra mál sitt og svara þeirri spurningu, hvers vegna hann hefði gengið um borg- ina og drepið fólk. Hann fékk þrisvar tækifæri á að svara, en hann gerði það ekki. Þessari spurningu fæst þvf líklega seint svarað. GOLFTEPPADEIIimSMIÐJUVEGI 6 --------Jfteppi frá Gilt Edge og CMC Vió bjóóum fjölbreytt úrval gólfteppa frá Gilt Edge og CMC til afgreióslu strax; og einnig má panta eftir myndalista meó stuttum afgreióslufresti. Festió ekki kaup á gólfteppum, án að kynna yóur þessi gæóatepj jaó borgar sig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.