Vísir - 13.06.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 13.06.1978, Blaðsíða 8
8 Steve McQueen ásamt All McGraw Steve McQween aftur á kreik Hverjum hefði dottið i hug fyrir nokkrum ár- um að leikarinn harð- soðni Steve McQueen ætti eftir að fara með eitt aðalhlutverkið í leikritinu Þjóðníðingn- um eftir Ibsen? En ein- mitt um þessar mundir eru þeir í Ameríku að gera kvikmynd eftir leikritinu og þar fer Steve McQueen með að- alhlutverkið. Þaðer orð- ið langt siðan Steve hefur sést á hvíta tjald- inu og er ekki að efa að aðdáendur hans fagna honum aftur. Mótleikari hans i Þjóðniðingnum er engin önnur en sænska leik- konan Bibi Andersson< sem við könnumst við úr mörgum myndum Ing- mars Bergman. Bibi Andersson segir, að þrátt fyrir kuldalegt viðmót sé Steve hlýr inni við beinið og dag einn, þegar Bibi þjáðist mikið af heimþrá, kom kapp- inn með forláta reiðhjól og færði henni. Ekki fylgdi sögunni hvort reiðhjólið læknaði heim- þrána, en okkur fannst þetta að minnsta kosti voða sætt af honum. Harðnandisamkeppni Félagsfræðikannanir geta oft verið bráðskemmtilegar, sér- staklega ef þær inni- halda smá-tölfræðilegar upplýsingar. Samkvæmt könnun sem nýlega var gerð í Bandarikjunum fer bilið milli fjölda karla og kvenna sem eru eldri en 75 ára síbreikk- andi. Sá sem stóð fyrir könnunni f ullyrti að færi svo sem horfði yrðu konurnar á þessum aldri tvisvar sinnum fleiri en karlar. „Bráðum kemur betri tíð...." o Billy Joel Ein skærasta stjarnan á popphimninum i dag er söngvarinn og píanó- leikarinn BILLY JOEL. Hann gaf út sína fyrstu plötu hjá einhverju ó- þekktu fyrirtæki og er hún nú ófáanleg. Síðan kom út með honum plat- an „PIANO MAN" og náði titillagið að komast inn á Top 5 i U.S.A. Aftur á móti gengu næstu tvær plötunar „S T R E E T L I F E SERENADE" og „TURNSTILES" ekki nógu vel, þrátt fyrir að vera mjög góðar og af mörgum taldar mun betri en „ PIANO MAN". Þá skipti Billy JOEL um tónmeistara og fékk til liðs við sig PHIL RAMONE. Og árangur- inn lét ekki á sér standa með „THE STRANG- ER", sem hefur farið sigurför um heiminn og hef ur t.d. í U.S.A. einum selst í 3 milljónum ein- taka. BILLY JOEL hef- ur f ylgt þessari plötu vel eftir og ferðast viða um lönd og alls staðar verið vel tekið. Hann þykir al- veg sérstaklega góður „live" og kemur alltaf fram í jakkafötum og meðbindi. BILLY JOEL hef ur stundum verið likt við ELTON JOHN og kölluðu Englendingar hann t.d. „THE POOR MAN'S ELTON JOHN", en hann þykir með „THE STRANGER" vera búinn að kveða þann draug endanlega niður og er nú ekki síður vinsæll i Englandi en annars staðar á jarðkúl- unni. ,,Og nú þegar þetta er alstaoio fer ég meO þig aftur I siðmenninguna þegar þú hefur náð þér." Þriöjudagur 13. júnl 1978 VisqtR Tom brosti ,,fcg hef engan áhuga á því. Mér líður miklu betur hér meðal vina minna” r sem eg eftirlæt góð gerðarfélögum allar eigur mínar. Ef þú gætir komið henni til lög- fræðings mlns...”_______ Getur það veriö að þeir séu flokkur sem hefur aldrei fundist? . . Keynduað fyt' -^3 tala við þá, Hvað á ’ ég að segja, senor . Kirby?^4| .. Heyrðu, þessi S' viögerðarpersöna þarna inni, segist hafa gleymt hárnálunum sinum heima og spyr hvort þú getir lánað henni eina N af þinum! 0» <S>

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.