Vísir - 13.06.1978, Blaðsíða 17

Vísir - 13.06.1978, Blaðsíða 17
VISIR Þriöjudagur 13. júnl 1978 17 1978 - Alþingiskosningar 1978 - Alþingiskosningar 1978 ■ Alþingiskosningar 1978 - Alþingiskosn A-listi 1. Bragi Sigurjónsson bankaútibússtjóri, Akur- e>ri 2. Árni Gunnarsson ritstjóri, Reykjavik 3. Jón Helgason formaður Verkalýðsfélagsins Ein- ingar, Akureyri 4. Ásta Jónsdóttir kennari, Húsavik 5. Hreinn Pálsson iögmaður, Akurcyri G. Hrönn Kristjánsdóttir húsmóðir, Dalvfk. B-listi 1. Ingvar Gislason alþingis- maður, Akureyri 2. Stefán Valgeirsson al- þingismaður, Auðbrekku 3. Ingi Tryggvason alþingis- maður, Kárhóli 4. Pétur Björnsson stýri- maður, Raufarhöfn 5. Heimir Hannesson lög- fræðingur, Reykjavik 6. Valgerður Sverrisdóttir kennari, Lómatjörn. D-listi 1. Jón G. Sólnes alþingis- maður, Akureyri 2. Lárus Jónsson alþingis- maður, Akureyri J.HalIdór Biöndal skrif- stofumaður, Akureyri 4. Vigfús Jónsson bóndi, Laxamýri 5. Stefán Stefánsson verk- fræðingur, Akureyri 6.Svavar Magnússon bygg- ingameistari, ólafsfirði F-listi 1. Þorsteinn Jónatansson rit- stjóri, Akureyri 2. Jóhann Hermannsson full- trúi, Húsavik 3. Jón Geir Lúthersson bóndi, Sólvangi 4. Eirikur Jónsson verkfraÆ- ingur, Akureyri 5. Hörður Adolfsson við- skiptafræðingur, Skála- gerði G. Þórarinn Stefánsson stýri- maöur, Raufarhöfn á þeim hefur verið höfuðmálið árásir á stjórnarflokkanna i sambandi við efnahagsráðstaf- anir rikisstjórnarinnar,” sagði Jón G. Sólnesiefsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins. ,,Við höfum svarað þvl til sagði Jón „að þær hefðu verið óhjákvæmilegar ef ekki hefði átt að stefna að algjöru hruni i efnahagsmálum,og að atvinnu- öryggi hefði verið i hættu. Verkalýðsforystan hefur skapað múgæsingu I sambandi við þessar aðgerðir. Við teljum að þessar aðgerðir séu þegar farn- ar að bera árangur og verð- bólguhjólið sé farið að snúast hægar og þess vegna hafi skap- ast möguleiki til að bæta kjör þeirra lægst launuðu meö setn- ingu bráðabirgðalaganna. Það eru allir sammála um að efnahagsmál verða aðal-við- fangsefni næstu rikisstjórnar. En það er fleira en kaupgjalds- málin sem spilar þar inn i. Að minu mati þarf stjórn peninga- mála að breytast. Ég hef aldrei farið dult með það að ég er ekki sammála þeirri vaxtastefnu sem fylgt hefur verið. Ég vil láta afnema lögin um verð- tryggingu fjárskuldbindinga. Ég held að það hefði skapað miklu meiri stöðugleika á pen- ingamarkaðinum ef þessi ákvæði væru ekki. Að rikið skuli hafa einokun á að verðtryggja fjárskuldbyggingar tel ég vera ákaflega hættulegt. Fyrir mitt leyti tel ég að besti möguleikinn til að ná jákvæðum árangri I sambandi við þessi mál sé að verðtryggja höfuðstólinn, þá megi lækka vexti verulega”. Ekki minnst á Kröflu ,,Á undanförnum árum hefur fjármunum þjóðarinnar verið varið til að afla nýrra og betri atvinnutækja. Við höfum .lagt i gífurlega miklar framkvæmdir i orkumálum þannig að fyrir þeim málum ætti að vera ágæt- lega séð I bili. Ég tel að næsta stórskrefið sé að snúa sér að samgöngumálum. Við viljum gera stórátak i þvi að koma bundnu slitlagi á þjóðvegina og umfram allt hvað snertir sveitavegina að koma þeim upp úr snjó”. Jón vildi ekkert láta hafa eftir sér um stjórnarmyndun eftir kosningar. Það mál yrði tekið til athugunar þegar þar að kæmi. — Hefur Kröfluvirkjun verið gerð að kosningamáli i kjör- dæminu? „Einhverra hluta vegna hefur ekki verið minnst á hana og er þó lokið 5 framboðsfundum. Af einhverjum ástæðum hefur sú bóla hjaðnað. Það var heldur ekki minnst á hana i byggða- kosningunum enda ekki von þvi hún er búin að sýna sitt. Þó að litið sé þá snýst hún daglega og allar vélar og allur búnaður hefur reynst i besta lagi.” —KS. Stefán Jónsson. „Menn velta fyrir sér nýrri vinstri stjórn" — segir Stefán Jónsson „Éghef haldið á loft íslenskri atvinnustefnu eins og Alþýðu- bandalagið hefur boðað hana og að unnið verði að eflingu á félagslegum rekstri og stuðiað að forræði fólksins sjálfs yfir framleiðslutækjunum”, sagði Slefán Jónsson, efsti maður á lista Alþýðubandalagsins. „Við leggjum áherslu á aö endurheimta kaupmátt launa sem náðist i siðustu kjara- samningum sem stjórnar- flokkarnir eyðilögðu með laga- setningu i febrúar. í markmiðum Alþýðubanda- lagsins er fyrst gerð grein fyrir tafarlausum aðgerðum i efna- hagsmálum sem ættu að koma til framkvæmda innan sex mánaða ef við fáum til þess um- boð i kosningunum. Þær tillögur miða einkum að lækkun á vöru- verði og hömlun gegn verðbólgu með lækkun á söluskatti til dæmis. A móti þeirri lækkun verðuraðafla tekna i rikissjóð með sparnaði i rikisrekstri og niðurfellingu útgjalda ýmiskon- ar. Með lækkun á verslunar- álagningu og með lækkun á vöxtum á afurða- og rekstrar- lánum. Leiðirnar sem Alþýðubanda- lagiðboðar þarna eru leiðir sem launþegasamtökin hafa lýst yfir stuðningi við og þess vegna segjum við að þetta séu færar leiðir út úr vandanum sem steðjar að núna. Hvað sem að öðru leyti má segja um þær leiðir, sem Geir Hallgrimsson hefur boðað þá eru þær ekki færar vegna þess að fólkið, launþegasamtök vilja ekki fara þær leiðir. Hverjir vilja í stjórn með Alþýðubandalag- inu? Við leggjum fram nýja stefnu i efnahags- og atvinnumálum sem við köllum islenska at- vinnustefnu. Helstu þættir hennar eru það sem við köllum markviss framleiðslustefna, sem sé til þessfallin að laða fólk til starfa við sjávarútveg, land- búnað og iðnað. Aætlanagerðir til lengri og skemmri tima með heildarstjórn fjárfestingamála. Skerðing á yfirbyggingu þjóð- félags með niðurskurði á marg- földu þjónustu- og dreifingar- kerfi i einkarekstrinum. Til dæmis margföldu dreifingar- kerfi oliufélaganna, og niður- skurður á tryggingafélögunum. Við boðum breytta stefnu i orkumálum þar sem hafnað er gjörsamlega erlendri stóriðju”. — Hvaða flokkar eru liklegir til að mynda stjórn eftir kosningar? „Ég vildi orða þessa spurningu dálitið öðruvisi, Spurningin er ekki um það með hverjum við ætlum að mynda stjórn eftir kosningar. Spurningin er um það hverjir vilja ganga til samstarfs við okkur um framkvæmd þessarar stefnu sem við erum að boða. i þessu sambandi leggjum við geysilega þunga áherslu á and- stöðuna við hersetuna hér og kröfuna um úrsögn okkar úr NATO. Jafnframt þvi leggjum við þunga áherslu gegn erlendri stóriðju. Okkar grundvallarmál gefa visbendingu um það með hverjum við getum stjórnað. Ég geri ráð fyrir þvi að við gerum Sjálfstæðisflokknum erfitt fyrir að starfa með okkur eftir kosningar með þvi að standa fast á þessum grundvallar- sjónarmiðum okkar. Það er ekki fyrir að synja að menn hér um slóðir veltifyrirsér nýrri vinstri stjórn.” —KS G-listi l.Stefán Jónsson alþingis- maður, Syðra-Hóli 2. Soffia Guðmundsdóttir tónlistakennari, Akureyri 3. Helgi Guðmundsson tré- smiður, Akureyri 4. Steingrimur Sigfússon jarðfræðinemi, Gunnars- stöðum 5. Kristján Asgeirsson for- maður Verkalýðsfélags- ins, Ilúsavik G. Þorgrimur Starri Björg- vinsson bóndi, Garði Þorsteinn Jónatansson. „Hlynntur verð- stöðvun" — segir Þorsteinn Jónatonsson ,,Ég legg lang-mesta áherslu á efnahagsmálin, nauðsyn þess að skrúfa niður verðbólguna og gjörbreyta visitölukerfinu, jafn- vel að leggja það niður alveg”, sagði Þorsteinn Jónatansson ritstjóri, efsti maður á lista Saintaka frjálslyndra og vinstri manna. Þorsteinn sagði að hann væri hlynntur þvi meðal annars að komið yrði á algjörri verðstöðv- un. Þá væru skattamálin einnig á döfinni, en kjaramálaumræð- ur hefðu sett mestan svip á kosningabaráttuna vegna kjaraskerðingarlaganna. Viss menningar- og félagsmál hefðu frekar horfið i skuggann. „Samgöngumál i kjördæminu hafa veruléga verið á dag- skrá”, sagði Þorsteinn, „Við teljum að vegakerfið hér sé til muna lakara heldur en viða annars staðar á landinu og litið verið gert i þvi að endurbæta það. Og við höfum lýst sérstakri óánægju okkar með niðurskurð á vegaáætlun.” — Hverskonar stjórn finnst þér liklegust til að taka við? „Við litum svo á að útkoma Samtakanna i kosningunum geti hugsanlega ráðið úrslitum um hvort núverandi stjórnarflokkar haldi I rauninni meirihluta. Það gæti farið svo aö stjórnarmynd- un ylti á þátttöku Samtakanna. Ég tel að stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum komi ekki til greina”. — Hvernig list þér á hug- myndir um nýja nýsköpunar- stjórn? „Mér li'st ekki á hugmyndina og ég verð að segja að ég tel hana mjög ósennilega eins og sakir standa. 1 byggðakosning- unum var Alþýðubandalagið greinilegur sigurvegari og Sjálfstæðisflokkurinn sá, sem tapaði, og það verður að teljast óeðlilegt, ef þessir flokkar taka höndum saman að þingkosning- um loknum.” Þorsteinn sagði að sér virtist sem andrúmsloftið fyrir þessr kosningar væri fremur hliðhollt Samtökunum og þeir byggjust við nokkurri fylgisaukningu. —KS. 1978 - Alþingiskosníngar 1978 - Alþingiskosningar 1978 » Alþingiskosningarnar 1978 - Alþingis |

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.