Vísir - 13.06.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 13.06.1978, Blaðsíða 13
VISIR Þriðjudagur 13. júní 1978 13 Leikstjóri/ höfundur og leikarar Galdralands. Góðir gestir að norðan Leikfélag Akureyrar sýnir í Iðnó í tilefni Listakótíðar „Við sýnum i Iðnó þá tvo sjónleiki sem verið hafa á fjölunum hjá okkur nyrðra i vor, Hunangsilm og bama- leikritið Galdraland”, sagði Brynja Bene- diktsdóttir, leikhús- stjóri hjá Leikfélagi Akureyrar, er við ræddum við hana. „Bæði þessi leikrit hafa verið mjög vel sótt hjá okkur og hafa hlotið afbragðsgóða dóma gagn- rýnenda fyrir norðan og i blöð- um i Reykjavik”. Hunangsilmur er eftir Shelagh Delaney. Skrifaði hún verkið þegar hún var einungis 18áragömul og varð á skammri stundu heimsfræg. I stuttu máli fjallar leikritið um viðhorf 18 ára unglingsstúlku til umhverf- isins. Auk stúlkunnar kom við sögumóðir hennarsem er frem- ur létt á kostunum, þeldökkur piltur, sambýlismaður móður- innar sem er fremur kvenlegur en hitt, og viðhald móðurinnar. Leikstjóri Hunangsilms er Jill Brook Arnason en hlutverk eru i höndum Kristinar A. Ólafs- dóttur, Sigurveigar Jónsdóttur, Þóris Steingrimssonar, Gests E. Jónssonar og Aðalsteins Berg- dal. Leikmynd er eftir Hall- mund Kristinsson en búninga gerði Freygerður Magnúsdótt- ir. Barnaleikritið Galdraland er eftir Baldur Georgs og hefur verið sýnt viða um land við mjög góðar undirtektir. t leik- ritinu koma fram 3 trúðar, sem nefnast Skralli, Malli og Lalli. Aðalhlutverk leika Gestur E. Jónasson, Aðalsteinn Bergdal og Asa Jóhannesdóttir. Beita trúðarnir ýmsum galdrabrögð- um og sjónhverfingum, auk þess sem þeir eru hinir mestu hrakfallabálkar. Leikstjóri Galdralands er Erlingur Gisla- son. Siðasta sýning á Galdralandi hér i Reykjavik verður á morg- un kl. 5 en sýningar á Hunangs- ilmi verða i kvöld, annað kvöld og fimmtudagskvöld. Það er óhættu að hvetja fólk til þess að sækja þessar leiksýningar Leik- félags Akureyrar i tilefni Lista- hátiðar og er þess skemmst að minnast hve mikla hrifningu uppfærsla Leikfélagsins á Gler- dýrunum vakti á siðustu Lista- hátið. —ÞJH LÍV AFSLÁTTUR AF SUMARFERÐUM Stjórnir Verslunarmannafélags Reykja- víkur og Landssambands islenskra versl- unarmanna, hafa samið við ferðaskrif- stofurnar Samvinnuferðir og Landsýn um 10.000 kr. afslátt fyrir félagsmenn og fjöl- skyldur þeirra i sumarleyfisferðir. 5.000 kr. afsláttur er veittur fyrir börn 2-15 ára. Farið verður til: COSTA DEL SOL 22/6 7/7 3/8 8/9 JÚGÓSLAVÍU 27/6 12/9 20/9 ÍRLANDS 17/8 7/9 Allar nánari upplýsingar veita ferðaskrif- stofurnar Samvinnuferðir i sima 27077, Landsýn i sima 28899. Verslunarmannafélag Reykjavíkur Landssamband íslenskra verslunarmanna Sigurveig Jónsdóttir og Kristín Á. ólafsdóttir í hlut- verkum sinum í Hunangsilmi. REYKJAVÍK: Samdráttur í malbikun „Það verður eitthvað minna malbikað í ár en venja hefur verið undan- farin ár og talsvert minna í yfirlögnum", sagði Ólafur Guðmunds- son, yf irverkfræðingur hjá embætti gatnamála- stjóra í Reykjavík, í sam- tali við Visi í morgun. „Astæðan er litil fjárveiting”, sagði Ólafur, ,,en búast má við að það breytist þegar fjárhags- áætlunin verður endurskoðuð i sumar”. Þess má geta til samanburðar að áætlað er að malbikað verði úr 20 þúsund tonnum af malbiki i sumar en i fyrra var sambæri- leg tala um 35 þúsund tonn. —H.L. Póstsendum um land allt Strandgötu 34 Sími 52070 Mfttisjakkar Mikið úrval af nýjum vörum Stakir jakkar DÖMUPILS OG BLÚSSUR TELPNAPILS OG BLÚSSUR Jakkar og buxur Alltaf eitthvað nýtt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.