Vísir - 13.06.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 13.06.1978, Blaðsíða 9
9 Úr leik Austurríkismanna og Svía, sem sjónvarpið sýndi á laugardaginn. Fœrrí leiki frá HM í sjónvarpið Sigurður á Akureyri skrifar: Þetta var nú meiri sjón- varpshelgin, hvorki meira né minna en 3 fótboltaleikir og það i fullri lengd. Þvi hefur verið haldið fram, og það með réttu, að iþróttun- um sé gert of hátt undir höfði i fjölmiðlunum. En nií finnst mér að keyri um þverbak. Þeir sýna hvern leikinn á fætur öðrum úr heimsmeistarakeppninni og virðistekki ætlaað verðaneitt lát á þvi fyrr en sjónvarpið tekur sér sumarfri. Og hvað skyldi svo þetta kosta? Það væri gaman að fá að vita það. Að sjálfsögðu þarf að borga fyrir að fá að sýna leikina og siðan þarf að borga Dönum fyrir að taka þá upp á myndsegulband fyrir okkur. Þessum peningum hefði ábyggilega verið betur varið t.d. til kaupa á einhverjum góðum sakamálamyndaflokki eins og Serpico. Égheld að það hefði i mesta lagi átt að sýna útdrætti úr þessum leikjum i riðlakepph- inni. Það hefði siðan verið hægt að sýna 2 eða 3 leiki úr sjálfri úrslitakeppninni. Það er ekki nokkur hemja að troða öllum þessum ósköpum upp á fólk. Megisjónvarpið forða okkur frá iþróttabölinu. Hjúkrunorfrœðingar Staða hjúkrunarforstjóra og hjúkrunar- fræðings við Heilsugæslustöðina i Aspar- felli, og staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina i Arbæ eru lausar til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi fram- haldsmenntun í hjúkrunarfræði, einkum heilsuvernd. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 1. ágúst 1978. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 9. júni 1978. Störf hjá Hafnarfjarðarbœ Hafnarfjarðarbær óskar að ráða: 1. Verkstjóra i útivinnu, þ.e. viðhald gatna, holræsa og annarra mannvirkja bæjarins. 2. Verkstæðismann til margskonar við- halds og verkstæðisstarfa. Nánari upplýs- ingar veitir yfirverkstjóri i Áhaldahúsi bæjarins,simi 53445. Bæ j arv erkfræðingur. Borðstofuborðdúkar Ekta kinverskir handbróderaðir 6 og 12 manna dukar seljast á heildsöluverði til almennings. Heildverslun Péturs Péturssonar Suðurgötu 14. Simi 25101. Einokun - /é- leg þjónusta Bolvikingur hringdi: Þjónusta Flugfélags Islands ,,... varahlutirnir eru suður i Reykjavik.” er fyrir neðan allar helluu Fyrir rétt rúmlega viku pant- aöi ég varahluti i bilinn minn. 1 dag fékk ég hluta af þessum hlutum. Þá kom i ljós að þeir sem ég keypti varahlutina hjá höfðu afgreitt þá fyrir viku siðan, en hlutirnir siðan legið hjá Flugfélaginu i viku. En þarmeðerekki öllsagan sögð, þvi eins og ég minntist á kom aðeinshlutiaf því sem ég átti að fá. Nú stend ég uppi með bilinn sundurtættan á verkstæði og tvo bifvélavirkja sem litið geta gert þar sem varahlutirnir eru suður i Reykjavik. Og hvenær ég fæ þá — það vita bara Guð og Flugfélagið. Sjálfsagtliður ein vika enn áður en þeir koma hingað vestur. Þetta er ekki eina sagan af seinagangi Flugfélagsins. Við höfum hvað eftir annað orðið fyrir barðinu á hinni seinvirku vöruafgreiðslu þess. Svona er þetta og svona verður þetta svo lengi sem eitt félag hefur einokunaraðstöðu á einhverju sviði. Það hefur sýnt sig að þegar engin samkeppni er fyrir hendi verður þjónustan við kúnnana harla léleg. Dani óskar eftir ferðafélaga Okkur hefúr borist bréf frá Danmörku er hljóðar eitthvað á þessa leið: Danskur skipu- lagsarkitekt, 26 ára,óskar eftir ferðafélaga i ferð um Þórs- mörk — Landmannalaugar — Torfajökul og Eldgjá á tima- bilinu 22. júli til 13. ágúst. Gist verður i tjaldi eða sumarbú- stöðum. Ég hef verið þrisvar sinnum áður á Islandi, ýmist ferðast eða tekið þátt i athugunum og mælingum á torfbæjum. I siðasta sumarleyfi minu ferð- aðist ég um Snæfellsnes og einnig i Kerlingarfjöll. Ef einhver, sem les þessar linur, skyldi hafa áhuga þá vinsamlegast skrifið til Gustav Lohse, Kleinsgade 6 I, 1976Köbenhavn V, Danmark. @áld 4 FÉLAG FARSTÖÐVAEIGENDA Siðumúla 22 - 105 Reykjavík - Sími 34200- Pósthólf 196 FR-D-4. Minnir félaga sina á, að það er hver að verða siðastur til að láta skrá sig á næsta námskeiö i skyndihjálp sem haldið verður. Tilkynnið þátttöku á skrifstofu FR. Siðumúla 22. Simi 34100 & 34200. Stjórn FR-D-4 Einstaklingar - Féiagasamtök: Norsku sumarbústaðirnir frá TRYBO- TRYSILHUS A/S. 4-6 vikna afgreiðslufrestur. Sumarhús i sérflokki. ÁSTÚN S.f. NorÖurgarði. Örffirisey Simi: 29400 Nauðungaruppboð annaðog slðasta á hluta f Krummahólum 6, þingl. eign As- geirs Eirikssonar, fer fram á eigninni sjáifri fimmtudag 15. júni 1978 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavik

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.