Vísir - 13.06.1978, Blaðsíða 18

Vísir - 13.06.1978, Blaðsíða 18
18 Þriftjudagur 13. júnl 1978 VISIR Bensínfótarspyrna í Ölfusi Þaö var Iltiö tekiö upp af kartöflum um helgina. Ekki þar fyrir, aö | eitthvaö hafi legiö á þvl, enda menn nýbúnir aö setja niöur. En allt j um þaö fór fram sandspyrnukeppni á vegum Kvartmlluklúbbs | Reykjavikur aö Hrauni I ölfusi á sunnudaginn aö viöstöddu fjöl- menni. Snemma morguns voru keppendur mættir á staöinn, lang- þreyttir eftir mikinn undirbúning en baráttuglaöir og munu sumir ekki hafa talaö viö annaö eri skiptilykla og topplyklasett siöustu dægur. Höföu sumir fengiö sérstaka meöferö, svokallaö ! henslnfótarnudd, enda þung áhersla lögö á atgervi þess fótar um- j fram aöra likamshluta. Sigurvegarar voru þeir Benedikt Eyjólfsson I jeppaflokki, Jón H. | Magnússon i mótorhjólaflokki og I flokki fólksbila bar Finnbjörn [ Kristjánsson sigur úr býtum. Athygli vakti, aö keppendur stórbættu tima slna frá siðustu | keppni og viröist sifellt meira lagt upp úr búnaöi tækjanna. —ÓM Engin ámoksturstæki, engir vörubílar. Sandurinn f luttur til meö amerískum trylli- tækjum. Jón H. Magnússon sigurvegari i mótorhjólaflokki. Skyldi konan hans vita hver þessi Suzuki er? Vísismyndir: Þórir tokum emnig að okkur dreifingu. er þetta ekki leiðin til tunglsins? Góðan daginn Verkstjórarnir reknir? „Viö munum leggja fram nýj- ar tillögur til lausnar deilunni á bæjarstjórnarfundi i dag” sagði Andrea Þóröardóttir bæjarfull- trúi Óháöra I Hafnarfirði um deiluna i Bæjarútgerö Hafnar- fjarðar er Visir ræddi við hana i gær. Ekki vildi Andrea skýra nánar frá efni tillagnanna, en blaðið hefur fregnað að þar muni.lagt til að verkstjórarnir umdeildu veröi reknir strax en ekki gerð tilraun til að láta nýja menn taka við störfum þeirra f stuttan tima meðan málin verði rædd. Mun þaö skoöun ein- hverra bæjarfulltrúa, að það þjóni engum tilgangi að hafa verkstjórana á launum i tveggja mánaða tima þar eð verkafólkið muni ekki frekar sætta sig við stjórn þeirra aö þeim tima liön- um. Ekki er vitað til aö nýir menn hafi fengist til að taka að sér verkstjórnina. ÓM Þessi mynd var tekin er æfing stóö yfir á leikritinu. FRUMSÝNING í KVÖLD NORRÆNA FÉLAGIÐ í REYKJAVÍK: Gylfi Þ. kosinn formaður Aöalfundur Reykjavlkurdeildar Norræna félagsins var haldinn fyrir skemmstu. Guöni Þóröar- son, forstjóri, sem verið hefur formaöur deildarinnar s.l. fjög- ur ár baöst undan endurkjöri og var Gylfi Þ. Gislason fyrrv. ráö- herra einróma kosinn formaöur til næstu tveggja ára. Aðrir I stjórn deildarinnar eru Arnheiður Jónsdóttir, Gils Guð- mundsson, Jóna Hansen, Magnús Oddsson, Sigurður Þór- arinsson og Vilhjálmur Þ. Gislason. A fyrsta stjórnarfundi var ákveöið að vinna aö þvi á næsta hausti og vetri að kynna nor- ræna sjóði og möguleika á styrkjum úr þeim. Einnig að kynna ungu fólki námsmögu- leika á Norðurlöndum og nor- ræna námsstyrki. A fundinum kom fram almennur vilji að bjóða hingað til lands einum mikilhæfum og þekktum stjórn- málamanni og minnast á eftir- minnilegan hátt 500 ára afmælis Hafnarháskóla á næsta vetri. Frumsýnt verður I kvöld I Þjóð- leikhúsinu leikrit Jökuls Jakobssonar „Sonur skóarans og dóttir bakarans”. Er leikritið sýnt nú I tilefni Listahátlðar og er vafalaust eitt af þeim afriö- um hátíðarinnar sem hvað mesta eftirvæntingu vekur. Jökull var búinn að vera I fjölda ára að skrifa þetta leikrit, eða um það bil 10 ár alls. Hann fylgdist mjög vel með undirbún- ingi aö uppfærslu leikritsins og hafði verið á þremur fyrstu æf- ingunum er hann lést. Helgi Skúlason leikstýrir verkinu og lét hann svo um mælt i viðtali við Visi, er birtist fyrir skömmu, að þetta leikrit væri hið viðamesta er Jökull hefði samiö. Þetta væri fjölmenn sýn- ing og spannaði mörg sviö mannlegra samskipta. Arnar Jónsson leikur aðal- hlutverkið en auk hans eru I stórum hlutverkum þau Róbert Arnfinnsson, Kristbjörg Kjeld, Rúrik Haraldsson, Þóra Friö- riksdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Kristin Bjarnadóttir. „Sonur skóarans og dóttir bakarans” verður sýnt tvisvar á Listahátlö I kvöld og annað kvöld. Aðeins örfáir miðar á efri svölum eru til á báðar sýningar. —ÞJH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.