Vísir - 24.06.1978, Síða 9

Vísir - 24.06.1978, Síða 9
VISIR Laugardagur 10. júni 1978 9 spurt fi iKROSSGffTAN' GOTUNNI ______.__■ >_=. ,,Svo skaltu bara byrja greinina svona, til þess aö þetta verbi nú hæfilega formlegt og viröulegt: 1 góöa veörinu um daginn labbaöi ég niður á Austurvöll til aö kynnast hinu eldra fóiki, sem situr þar á bekkjum i sólbaöi. Þar hitti ég roskinn málara, sem sat á einum bekkjanna og naut kyrröarinnar. vitað burtséð frá þvi þó maður hafi drukkið likjör með kaffinu endrum og eins.” „Ég varð að hætta að vinna um nýárið, orðinn sjötiu og sjö ára gamall, og auk þess heilsa konunnar farin að bila. Núna er ég heima og hugsa um heimilið þegar konan min er lasin. Alltaf reyni ég þó að sitja hér á bekk i klukkutíma á dag þvi að húðin verður að fá sól, og tek þá af mér sólgleraugun til þess að ekki komi fölir hringir i kringum augun. En lengur vil ég ekki sitja, þvi að þeir segja þaö sumir, að of mikil sól valdi krabbameini”. Þegar moldin fer að kalla „Hvað ætlarðu að gera við allar fristundirnar i sumar?” skaut ég inn i. „Ætli ég gangi ekki um bæinn og ferðist svo eitthvað” sagði Sigfús. „Ég er ákveðinn í að fara að Skaftafelli með frúna, það er sögulegur staður og fallegur. Við förum held ég ekkert til útlanda þetta sumarið. Sonur okkar býr i Noregi og vinnur þar sem raf- virkjameistari, og konan min fór i heimsókn til hans i fyrra- sumar. Ég var þá að vinna svo að ég fór ekki meö, enda ferðaðist ég viöa á minum yngri árum, og vil orðið bara vera um kyrrt heima á Islandi. Það er ágætt að vera einn i nokkrar vikur og hafa það rólegt og hugsa með sjálfum sér. Þá finnur maður hvaö það er að vera einsamall, og hvers virði það er að eiga ástvini.” „Manni liður lika best I land- inu sinu, en fólk lærir I rauninni ekki að meta það fyrr en með aldrinum. A meðan maður er unglingur heldur maður að ekkert sé til nema Island. Svo fer maður út og vill þá enda- laust sjá meir og meir, og heldur að ekkert sé til nema út- landið. Eftir að það skeið er runnið á enda kemur kyrr- staðan, og loks fer moldin að kalla, — náttúran fer að kalla á mann heim i upprunann”. Með það stóðum við upp af bekknum og kvöddumst, enda klukkutim- inn liðinn, sólin að hverfa bak við Landsimahúsið, og mál að halda heim. -AHO Lausn krossgátu í síðasta Helgarblaði rc cn u__ 51 LU >- cc kD O — ty 1— — 5T -o o nr —J «-u ~z. 3. — J) rs (ÁC J) Ui s: =3 o n: O cn Qd cr ~z. ui - vO — OC .O cc ~Z. tfi O — fctí ac >- -n tt: vn - QC Q_ Q_ —i az • o 'SL CNC a Cfc 4> — — Li_ cr. o ~2L cc Q_ Q_ nj —1 cn 1— cc u — l- cr U_1 >- O O cr. O Œ nr Ui l- H- cc 1— cc uj Qe: 2: ct 02 v/3 vn =5 O ar - - QC No u_ CE - o ca cr s: cr cx: o - h- - U_ >- a: QmC i- OS ar Ll_ cn j «-U - 43 — cx: r u. »o j) h 5; Ul o - =3 i- cQ Cxl ua o 43 ct Z ar ji fcfi - =3 U4 x; az zz cO Hann sagðist vera að sóla sig, en var nú samt vel dúðaður, enda norðannepja eins og svo oft á sólskinsdögum i Reykja- vik. Ekki var sú hugmynd hans alveg rétt, að ég hefði lagt leið mina á Austurvöll sérstaklega til að kynnast hinu eldra fólki, heldur slysaðist ég þangað er ég var að rangla um miðbæinn i leit að einhverjum, sem hægt væri að rabba við um allt og ekkert. Ég hafði labbað þar framhjá nokkrum sinnum, og tekið eftir þvi að þessi maður sat þarna alltaf á þessum bekk og horfði framan i sólina. Loks ákvað ég að hlamma mér niður á bekkinn hhá honum, og taka hann tali. Best að hafa leyndar- dómsfullan blæ yfir hlutunum „Ég heiti vist Sigfús”, sagði hann þegar ég spurði hann að nafni. „en ég vil ekkert vera að segja þér hvers son ég er. Við verðum að gera tilveruna du- litið töfralega og ævintýralega, og þá er miklu skemmtilegra að hafa leyndardómsfullan blæ yfir hlutunum, jafnvel þótt þeir séu hversdagslegir. Ég var einmitt að töfra fram I hugann, þegar þú settist hjá mér, mynd af Áusturvellinum, eins og hann var i gamla daga. Þá var hér skautasvell á veturna, og ég stundaði það mikið — var alltaf á skautum. Af svellinu var svo stutt aö fara I kompurnar I Hafnarstræti þar sem hægt var að fá rjúkandi molakaffi.” „En þetta var þegar ég var strákur. Svo fór ævintýraþráin að kalla, og ég yfirgaf Austur- völlinn til að verða hjálpar- kokkur I siglingum Jóns forseta til útlanda. Úr brasinu á Jóni forseta lá leiðin til Kaupmanna- hafnar, þvi að það þótti öllum nauösynlegt, að ungir menn lærðu einhverja iðn, og þar var ég i hátt á fimmta ár við að læra húsamálun. Ég sé ekki eftir að hafa gert það þvi ég hafði gaman af að mála hús. En oft var erfitt að standa á háum stigum, og eftir fjörutíu eða fimmtiu ár eru sennilega fæturnir farnir að bila. Samt er heilsan nú ennþá góö enda var ég alltaf reglumaður, — auð- F3DGUR-.EITT ORÐAÞRAUTj Þrautin er fólgin i þvi að breyta þessum f jórum orðum i eitt og sama orðiðá þann hátt aö skipta þrívegis um einn staf hverju sinni í hverju orði. i neðstu reitunum renna þessi f jögur orð þannig sam- an i eitt. Alltaf verður að koma fram rétt myndað íslenskt orð og að sjálfsögðu má það vera i hvaða beyging- armynd sem er. Hugs- anlegt er að fleiri en ein lausn geti verið á slikri orðaþraut. Lausn orðaþrautarinnar er að finna á bls. 21. SMÁAUGLÝSINGASÍMI VÍSIS ER 86611

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.