Vísir - 24.06.1978, Blaðsíða 18

Vísir - 24.06.1978, Blaðsíða 18
Sigurður ásamt skipstjóranum (t.d.) og tveimur kunn- ingja hans á Kiwanisfundi i Freeport. gengt en 0nur okkar einn fór i minn stað. Ég sagði honum alla málavöxtu áður en hann fór, og var hann fús til fararinnar þrátt fyrir tengsl húsbændanna viö Mafiuna. En Þetta varð hans siðasta ferö. Hann féll niður á milli skips og bryggju og drukknaði skömmu siðar. Þetta var hörmulegt slys og ástæðulaust, að ræöa það nánar hér. Það varö lögreglu- rannsókn hér heima vegna þessa atburðar og skipstjórinn kom upp og bjó hjá mér á meðan á rann- sókninni stóð. Niðurstöður rann- sóknarinnar voru þær að hér hefði verið um slys að ræða og ástæðu- laust að véfengja það. Eftir mikl- ar fortölur fór ég siðan út með * skipstjóranum og vann i þrjá mánuði við að koma vélum skips- ins aftur i gang. Siðan kom Siggi út og tók við starfinu”. Hér er Sigurður með tveimur skipsféiögum sínum fyrir utaneitt helsta spilavítiðá Grand Bahama# /, El Casino". spyrji heimskulega þvi ég hef ekkert vit á sjómennsku.” Ég féllst á þetta og siðan rædd- um við málið fram og aftur og hann spurði mig spjörunum úr. Ég benti honum á að ég heföi sparað fyrirtækinu stórfé með viðgeröum á vélum skipsins og sagði honum að ég efaðist um að nokkur þar um slóðir væri fær um að halda þeim gangandi i þvi ásigkomulagi sem þær voru þá i. Þá sagði-ég honum aö mér fyndist það lágmarks-sanngirni að fá vinnu mina borgaöa ekki sist þar sem mér bæri engin skylda til aö vinna yfirvinnu samkvæmt samningum. Þegar við höfðum rætt málið fram og aftur sneri Ireland sér skyndilega að Timinsky og sagði: „Hvers vegna er þessum manni ekki borgað það sem honum ber?” — Siöan skammaði hann Timinsky eins og hund og krafðist þessað ég fengi fulla leiðréttingu mála minna. Þá var það að Timinsky stóð upp og hélt þessa lika feikna lofræðu yfir mér um það hvað ég væri ómissandi og þar fram eftir götunum. Þótti mér það furðu snögg umskipti eftir skammarræðuna i upphafi fundarins. Og endirinn varð sá, að ég fékk leiðréttingu — ekki al- veg, en viðunandi, og lét ég málið niður falla að svo komnu. Eftir þetta óx vegur minn mjög hjá fyrirtækinu og var ég alltaf kaliaður á fund til þeirra þegar þurfti að ræða eitthvað er varöaöi útgerðina. Einnig var mér boöið I kokkteil-partý og alls kyns sam- kvæmi og var það einkum skip- stjórinn sem geröi sér titt um mig. Eins og ég sagði áðan hugsa ég stundum til þess með skelfingu hvað hefði getaö gerst þarna á fundinum, en þeim hefur sjálf- sagt likað það hversu haröur ég var. Þannig vinna þeir sjálfir og þannig vilja þeir hafa sina menn. Ef til vill hefur þeim einnig þótt það kostur, aö það var svo greini- legt, að ég hafði enga hugmynd um hverjir þeir voru og þótt þægi- legt að hafa i þjónustu sinni nyt- saman sakleysingja sem vann sitt verk, án þess að hnýsast i starf- semi þeirra.^ „Ákvað að koma mér i burtu” „Það var svertingi sem fyrstur benti mér á þá óhugnanlegu stað- reynd að ég væri starfsmaður Mafiunnar. Ég sagöi hann ljúga þvi en hann benti mér þá á bækur þvi til sönnunar þ.á.m. bókina „The Wallace Papers” sem i standa nöfn allra þessara karla. Þar er t.d. heill kafli um Grooves gamla, sem ég minntist á áðan og fleiri sem voru viöriönir starf- semina á eyjunni og þá lét ég sannfærast. Ég hefði reyndar átt að vera búinn að sjá þetta fyrir löngu. Fyrstu viðbrögðin voru þau aö mér féll allur ketill i eld, ekki sist er mér varð hugsað til fundarins góða, en siðan ákvað ég að koma mér i burtu um leið og ráðningar- timinn rynni út enda stutt eftir af honum. Þegar þar að kom vildu þeir gera 5 ára samning við mig þar sem mér var boðið gull og grænir skógar. Ég átti að fá fjöl- skylduna út, einbýlishús i landi og hækkaö kaup en ég hafnaði þessu öllu. Astandið á eyjunni var þá orðið ótryggt vegna sjálfstæðis- baráttu svertingjanna og auk þess fannst mér það fremur ógeð- felld tilhugsun að ráöa mig til fimm ára hjá glæpaflokki á borð við Mafiuna. Þaö veit enginn hver annan grefur i þeim hópi.” „Fannst starfsem- in ekki koma mér við” Kristján gerir nú hlé á máli sinu en bróðir hans, Siguröur, tekur upp þráöinn þar sem frá var horfiö: „Ég kom út um haustið 1971 og þá var Kristján að ljúka við við- geröina en skipið var i þurrkvi I bryggju I eina niu mánuði. Þetta var vissulega notalegur timi fyrir mig en ég var þó allan timann bundinn um borö þar sem við höfðum fengið skipun um að hafa vélar skipsins tilbúnar til brott- farar með tiu minútna fyrirvara vegna ástandsins.” „Mannslifið var þar einskis virði” „Ég hafði þó nægan tima til að Það voru fáir sem vissu að kaupendur gömlu Esjunnar voru Mafíuforingjar. Á Bahamaeyjum var gamia Esjan máluð og nafni hennar breytt í Lucaya en eftir það sigldi hún undir fána Panama. „Þá kom neyðar- kall heim...” „Þegar ég hætti tók við starfinu þýsk-spánskur Amerikani en hann var alkóhólisti og eyöilagöi Kristján: „Ég spurði þá hvort þeir vildu ekki ryðja drullunni úr kjaftinum á sér áður en ég tæki til máls..." vélakramiðfljótlega eftir að hann tók við. Þá kom neyðarkall heim til Islands þar sem ég var beðinn að koma i hvelli og bjarga málun- um eða þá útvega hæfan mann i minn staö. Ég átti ekki heiman- Flórida I Bandarikjunum. Þegar viðgerðinni var lokið sigldum við skipinu saman til Grand Bahama og þaö var fyrst þá sem Kristján sagði mér allt af létta um hina nýju vinnuveitendur mina. Svo undarlega brá við að ég lét mér þaðiléttu rúmiliggja. Ég.leit svo á, að það skipti i rauninni ekki máli svo framarlega sem ég stæði mig i minu starfi. Konan min var þá nýlátin og aöstæður minar hér heima þannig, að ég vildi umfram allt losna og fara eitthvaö út. Þar af leiðandi hugsaði ég ekki mikið út I eðli þeirrar starfsemi sem vinnuveitendur minir stunduðu og fannst mér ekki koma það við. Eitt það fyrsta sem ég gerði eftir aö ég kom út var að reyna að grafast fyrir um örlög vinar okk- ar og hvort þar hefði verið eitt- hvaö óhreint á feröinni. Ég varð einskis var sem bent gat til þess að svo væri enda enginn til frá- sagnar um slysið. Fljótlega eftir að ég kom út brá svo við að öll vinna fyrir skipið datt niöur. Þá lá við uppreisn á eyjunum og allt logaði i pólitisk- um deilum en svertingjarnir háðu þá sina sjálfstæðisbaráttu og gerðu tilkall til atvinnufyrirtækj- anna á eyjunum og annarrá verð- mæta sem voru undantekningar- laust I eigu hvitra manna. Hinir hvitu áttu fótum sínum fjör að launa og yfirgáfu þeír eiguf sínar og flúðu unnvörpum á þessu timabili. Starfsemi spilavitanna lagðist niður og Lucaja- varð verkefnalaus. Skipið lá bundið við kynnast lifsháttum fólksins þarna, þeir voru gjörólikir þeim er ég átti að venjast héöan að heiman. Þarna var mannslífið einskis virði og gilti það jafnt um hina hvitu yfirboðara mina breska setuliðið og svertingjana eftir aö þeir komust i aðstöðu til að hefna harma sinna. Siguröur: „Skipstjórinn var hálfgert hrakmenni og sýndi oft á sér Ijótar hliöar." Ég get sagt þér margar ljótar sögur um framferði Breta gagn- vart innfæddum og svo aftur af hefndarþorsta svertingjanna. Og forráðamenn Grand Bahama Portauthority viluðu ekki fyrir sér að láta óæskilega menn hverfa þegar þvi var að skipta. Það var algengt að fólk kæmi til eyjarinnariatvinnuleit án þess aö hafa innfiytjendaleyfi og reyndu Bretar hvað þeir gátu að koma I veg fyrir það. Eitt sinn urðum við varir við að breskir sjóliðar smöl- uðu hluta af þessu fólki saman og ráku það eins og búfé út i frei- gátu. Siðan var siglt á brott en sú saga kvisaöist út, að þeir hefðu farið með fólkiö út í nærliggjandi eyju og skotiö þaö. Þegar þetta fréttist umturnuöust svert- ingjarnir gjörsamlega og drápu hvern einasta Breta sem þeir náðu i á eyjunni.*' „Sprengingar og uppþot daglegir viðburðir”. „Reyndar voru allir hvltir menn I bráðri lífshættu þarna á tima- bili, — t.d. þorði skipstjórinn ekki annað en að búa um borð þegar lætin voru sem mest. Sprengingar og uppþot voru daglegir viðburðir og mikið var um að hvitir menn sprengdu villur sinar I loft upp áður en þeir yfirgáfu eyjuna. Svertingjarnir hrófluðu þó ekkert við eignum Mr. Grooves. Hafa enda sjálfsagt ekki átt von á góðu úr þeirri átt auk þess sem þeir gerðu sér grein fyrir að fjár- magnið lá þar og þvi vissara að hafa karlinn góðann.” „Stéttaskipting er mjög áber- andi þarna og viö urðum strax varir við hversu mjög hvitir menn litu niður á hina innfæddu. Raunar var okkur báðum sagt strax, I upphafi, aö viö ættum að koma fram viö svertingja eins og dýr þvi að þeir væru dýr. Þessu vildum við ekki una og fór það mjög I taugarnar á skipstjóran- um enda gekk hann manna harðast fram i þessu og notaði þessa aðferð óspart á undirmenn sina. Eitt sinn hafði ég boöið nokkrum undirmannanna inn i klefann minn er karlinn birtist i dyrunum, sótsvartur af bræði og rak alla út. Honum fannst það nánast glæpur af mér aö umgang- ast þá eins og jafningja. Hann var hálfgert hrakmenni og sýndi oft á sér ljótar hliðar. Eitt má hann þó eiga að hann var mikill Islandsvinur og sýndi þaö oft i verki. Hann haföi fariö siðustu hringferðina umhverfis landið með gömlu Esjunni, tekið mikið af myndum og kynnst landi og þjóð. A meðan ég dvaldi þarna úti hélt hann oft fyrirlestra um Is- land og sýndi skuggamyndir og var það bæði mikil og góð land- kynning. Hann geröi sér mjög dælt við mig og var alltaf að bjóöa mér hingað og þangað þótt ég hefði takmarkaðan áhuga. Ég fór þó oft með honum á Kiwanis- fundi en hann starfaöi mikið i þeirri hreyfingu.” „Minnugir þess hve Kristján var harð- ur...”_______________________ ,,Ég lenti aldrei I neinum úti- stöðum við.Mafiuna eða stóð aug-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.