Vísir - 24.06.1978, Síða 22

Vísir - 24.06.1978, Síða 22
Laugardagur 24. júni 1978 VISIR ekki bara Viðtal: Páll Pálsson Myndir: Jens Alexandersson Ó-endingar — Er Randver fyrsta hljóm- sveitin sem þú starfar með? Nei, nei,mikil ósköp, ætli ég hafi ekki verið 14-15 ára er ég fór aö syngja með hljómsveit. Það var um þær mundir þegar ó-endingar voru að komast i tisku s.s. Lúdó, Plútó o.s.frv. Þá stofnuð- um við bróðir minn hljómsveitina Eskó eftir Eskifirði, en þar er ég fæddur og uppalinn. Nú, svo var ég með ýmsum skólahljðmsveit- um, ég var við nám á Eiðum. Fyrsta alvöruhljómsveitin min var Ómar sem hóf feril sinn i byrjun sjötta áratugarins. Hún starfaði aðeins á sumrin og tórði allar götur fram til 1968. Eitt sumarið tók ég mér þó hlé frá Ómunum og söng með hljóm- sveitinni Húnum. sem var heljar- mikið „band” á sinum tima. Ég vil endilega minnast á einn mann sem var með Ómum alla þeirra hundstið og það er Sigurður Ar- mannsson sem var hreint af- bragðsgóður gitaristi en er einn af þeim mörgu sem hafa lokast úti á landsbyggðinni. Ég er alveg viss um að hefði hann komið suður þá væri hann örugglega stórt nafn I sögu islenskrar popptónlistar. Randver fæðist Siðan gerði ég hlé á allri spila- mennsku um stund þar sem ég varð skólastjóri barna- og gagn- fræðaskólans á Eskifirði fram til vorsins ’72 og þótti sú staða ekki samræmast alveg ballskralli. Að þvi loknu flutti ég hingað suður og fór að kenna við öldutúnsskólann i Hafnarfirði en stundaði jafn- framt sérnám við Kennarahá- skólann i kennslu seinfærra barna. Og mitt i þessu öllu saman fæðist svo Randver. — Einhvers staðar heyrði ég þvi fleygt, að hljðmsveitin væri skýrð eftir aðalpersónunni i fyrstu bók Halldórs Laxness, Barni náttúrunnar, — er það rétt? Nei, það er ekki rétt. Fyrsta vetúrinn sem við störfuðum, hét- um við hreinlega ekki neitt. Og það varð oft mikið ævintýri þegar við vorum á leiðinni til að skemmta einhvers staðar, að ákveða undir hvaða nafni við ætt- um að troða upp i það og það skiptið. Og okkur fannst hálfleið- inlegt að vera alltaf kynntir sem fimm kennarar úr öldutúnsskóla. Fólk hefur sennilega alltaf búist við að sjá endurvakinn M.A.- kvartett og verið hálfhvekkt þeg- ar við komum svo fram með tvi- ræðar drykkjuvisur og oft lengi að jafna sig á eftir. „I öllu reyndur Randver" Svo samdi ég texta við erlent lag sem er á fyrstu plötu okkar sem heitir Randver og þá fannst okkur öllum það alveg tilvalið nafn á flokkinn, enda byrjar text- inn: „1 öllu reyndur Randver”. Nokkru seinna benti „kiljanisti” hljómsveitarinnar, Guðmundur Sveinsson, okkur á það, að höfuð- persónan i „Barni náttúrunnar” bæri sama nafn. 1 sambandi við þetta, þá man ég eftir þvi, að eitt sinn á þvi timabili þegar við vor- um nafnlausir, þá vorum við á leiðinni að skemmta á Sögu, þá stakk Guðmundur upp á þvi að við kölluðum okkur þetta kvöld „Tiu þúsund naglbita” og það er úr bók Halldórs Atómstöðinni. Og þetta varð mjög eftirminnileg framkoma sem mikið hefur verið hlegið að siðan (strákar^þið vitið hváð ég meina). Eitthvað til að hafa gaman af — Á Randver sér eitthvert tón- listarlegt takmark? Randver er ekki að springa undan þvi, að fólk þurfi að leggj- ast undir feld og eyða miklum tima til að melta tónlistina. Leið- inn i fólki dags-daglega er slikur að það verður að hafa eitthvað til að hafa gaman af, — þó ekki sé nema stutta stund. Ef okkur tekst að láta fólkið gleyma áhyggjum sinum og gleðjast um stund, þá er tilganginum náð. En það er samt hægt að gera svona skemmti- plötur vel úr garði. A þessari nýju plötu okkar er einnig að finna þrjú frumsamin lög eftir Jón Jónasson, sem ég tel mjög svo frambærileg og er viss um að þau koma til með að heyrast ekki sið- ur en hin lögin. — Hafið þið i hyggju að fylgja plötunni eitthvað eftir með þvi að leika opinberlega? Við gerum nú yfirhöfuð ekki mikið af þvi að koma fram opin- berlega, vegna þess að ýmislegt annað félagsstarf tekur mikinn tima, en við reynum að koma eins oft fram og við getum. Gagnrýni — Hvað viltu segja um gagn- rýni á þá tegund tónlistar sem þið flytjið? Já, hún er nú mest hérna á höfuðborgarsvæðinu. tJti á landi er fólk meira fyrir augnabliks- skemmtanir og býst ekki við þvi, að maður sé einhver Askenasy- týpa, sem komin er til að fram- kvæma eitthvað guðdómlegt sem mun i minnum haft um árabil. a+b..." Roett við Ellert Borgar Þorvaldsson um nýja plötv Rcmcfvers og sitthvað fíeira Um þessar mundir er aö koma á markaðinn þriöja breiðskifa söngflokksins Randvers og ber hún nafnið „ÞAÐ STENDUR MIKIÐ TIL". Söngflokkinn skipa þeir Ellert Borgar Þorvaldsson, Guðmundur Sveinsson, Jón Jónasson og Ragnar Gislason. Áður hafa þeir gefið út plöturnar „Randver" og „Aftur og nýbúnir". Á hinni nýju plötu sinni, sem hefur að geyma f jórtán lög, þar af þrjú eftir einn meðliminn Jón Jónasson, nýtur Randver aðstoðar nokkurra helstu tónlistarmanna í islenska poppinu. Ber þar hæst Tómas Tómasson bassaleikara, sem auk bassa- leiksins stjórnaði upptökunni, Þórð Árnason gítarleikara, Ragnar Sigurjónsson ' trommuspælara (eins og Færeyingar segja) og Magnús Kjartansson hljómborös- leikara. Upptökumaður var Tony Cook og útgefandi er Steinar h.f. I tilefni þessarar nýju hljómplötu Randvers ók Helgarblaðið suður í Hafnarf jörð og átti eftirfarandi viðtal við Ellert Borgar Þorvaldsson: Ellert ásamt syni sýnum Birni

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.