Vísir - 24.06.1978, Side 31

Vísir - 24.06.1978, Side 31
VTSIR Laugardagur 24. júní 1978 31 Gunnþór: Það þyrfti að virkja þennan gifurlega áhuga til hagsbóta fyrir safnaðarlifið. Þarna hefur kirkjan ekki staðið sig nógu vel. Við verðum að gera okkur ljóst að kirkjan er ekki bara guðsþjónusta heldur þarf að koma til meira starf, sem krefst fleiri handa. Haldiö þið að kirkjan geti eitthvað hjálpað til i sam- bandi við þau unglinga- vandamál sem sifeilt er klifað á? Gunnþór: Ég held að kirkjan verði óhjákvæmilega að koma inn i æskulýðsstarfsemi, ef við litum á hana sem uppbyggjandi en ekki eingöngu til afþreying- ar fyrir unglinga. Trúin og kær- leikurinn verður að liggja að baki sliku starfi. Kærleikurinn liggur að baki allri félagshyggju og þess vegna geta sérfræðingar einir ekki leyst öll vandamá. Kynslóðabilið er sivaxandi vandamál og forsenda þess er það að hver kynslóð býr út af fyrir sig. Unga fólkið sér ekki hrörnunina og skilur ekki eldra Á ekki lifsgæðakapp- hlaupið sinn þátt í þessu? Gunnþór: Fólk hvilir sig ekki og er margt hvert hætt að tengja saman helgi og trúarbrögð. Það hamast jafnt á sunnudögum sem aðra daga. Fólkið má tæp- ast vera að þvi að lifa eða safna kröftum til næstu átaka, en þar tel ég að trúin geti veitt mönn- um mikinn styrk ef þeir vilja aðeins þiggja blessun. Ef fólk gerði sér aðeins grein fyrir þeirri auðlegð sem fólgin er í þvi að gefa ÖOrum af sjáif- um sér, en það viröast fáir gera. Það gerist lika æ sjaldgæfara að menn hafi afskipti af náung- anum öðru visi en það sé sem hrein forvitni. Þórhildur: Ég held að það sé betra að hafa minna heldur en leggja allt i sölurnar fyrir veraldleg gæöi eins og margir virðast reiðubúnir að gera. Eftir siðari heimsstyrjöldina virðist sem fólk haldi að það geti fengið hamingjuna innpakkaða i böggli, án þess að það þurfi að gera nokkuð til þess. Gunnþór:Það er annað i sam- bandi við stritið um helgar, það bætir ekki úr skák að mikið af Taf Iborðið vakti strax athygli okkar, en Þórhildur f ull. yrti að Gunnþór væri alveg að gefast upp á því að tef la við hana. Séra Gunnþór er hér að skíra barn í Hafnarf jarðar- kirkju. fólkið. Það skilur ekki dauðann, en hann er frá minum bæjar- dyrum séð ákaflega merkilegur hlutur. Unga fólkið lifir án þess að hafa öðlast lifsreynslu og skortir yfirsýn yfir mannlifið. Það sér lifiö i hálfgerðri gylli- mynd, þar sem allir eru ungir og fallegir. Þórhildur: Það eru bara svo margar hörmungarnar úti i lif- inu sem maður hefur ekki hug- mynd um og eru raunverulega undirrót margra þeirra vanda- mál sem við er að glima. Ég starfaði eitt sinn á Geðdeild barnaspitala Hringsins sem var mér ómetanleg reynsla. Þarna kynntist ég ýmsu sem fólk leiðir hjá sér að tala um, og ég hafði satt að segja ekki gert mér grein fyrir þvi hversu mörg börn eiga i miklum andlegum erfiðleikum. Yfirleitt mátti rekja vandamál þessara barna aftur, þannig að foreldrar höfðu einnig átt erfitt. Þetta er ekki likamlegur arfur, heldur félags- legur. Við verðum að beina kröftunum að þvi að fyrirbyggja að þetta geti komið niður á börnum i margar kynslóðir. fólki fer á skemmtistaði til að reyna að slappá af, en stressast bara enn meira upp. það er ekki nóg að hafa fallegt i kring- um sig ef ekkert fallegt er inni fyrir hjá manni sjálfum. Eruð þið á móti því að fólk fari út að skemmta sér? Þessu svöruðu þau að bragði neitandi. Þórhildur: Það er fátt skemmtilegra en fara út i góðra vina hópi, en skemmtistaðirnir hér bjóða bara ekki upp á það að menn geti spjallað saman eða raunverulega slaknað niður. Það er i rauninni argasta puð að fara og dansa á skemmtistöðum höfuðborgarinnar um helgar. Ég held að þessar eilifu ball- ferðir hjá sumu fólki séu stund- um bara vani. Það er búið að koma sérupp einhverju mynstri þar sem unnið er 5 daga vikunn- ar og siðan farið á dansleik á jafnvel bæði föstudags- og laugardagskvöldi. Það veit eiginlega ekki hvað það á að gera ef ball fellur niður. En auðvitað verður hver og einn að fara eftir þeim vegi sem honum liður bestá. Ég held ekki að við Gunnþór getum komið með neina formúlu um það hvernig fólk á að lifa eða hvern- ig það á ekki að lifa. Ég ætla mér ekki að kristna allan heiminn i hvelli og á yfir- leitt mjög erfitt með að þröngva minum skoðunum upp á fólk. Teljið þið æskilegt að hjón hafi sömu starfsmennt- un? Gunnþór: Ég held að það sé bæði hægt að svara þessu ját- andi og neitandi. Svo ég taki nú dæmi af sjálfum mér, þá veit ég að margir prestar lesa ræður sinar fyrir eiginkonurnar til að kanna hvort þetta komist til skila þegar að söfnuðinum kem- ur. Þetta þýðir ekki fyrir mig að gera við Þórhildi. — hún sér þetta allt i gegn og veit alltof vel hvað ég er að tala um. Stundum getur það lika verið mjög þægi- legt hversu vel hún er heima i þvi sem ég er að fást við. Það er hins vegar dálitil spurning hvort starfskraftar koma alltaf til með að nýtast hjá okkur báðum. Þórhildur: Ég held að það sé frekar kostur i hjónabandinu. Það væri til dæmis mjög erfitt fyrir mig að vera gift manni sem væri jafnvel andvigur hvers kyns trúarbrögðum. En ég vil taka það skýrt fram að þrátt fyrir það að við höfum sömu starfsmenntun erum við alls ekki sammála á öllum svið- um. < —BA. KOSNINGAGETRAUN RAUÐA KROSSINS Fjöldi þingmanna er verður Alþýöubandalag 11 13 Alþýðuflokkur 5 11 Framsóknarflokkur 17 14 Samtök frjálsl. og vinstri manna 2 0 Sjálfstæðisflokkur 25 21 Aðrir flokkar og utanflokka 0 1 Samtals 60 60 Oddur Gústafsson, Sjónvarpinu. ÉG SPÁI: Svona einfalt er að vera með. Klippið þessa spá út og berið saman við aðrar sem birtast. ALLIR MEÐ! RAUÐIKROSS ÍSLANDS HJÁLPARSJÓÐUR Smáawglýsingasimi Vísis er 86611 Byrjunarlokkarnir eru DAUDIR - Nú er þaðl lvHJV^og sársaukalaus örugg sótthreinsuð aðferð við eyrnagötun. Leiðarvísir á islensku. > 1 VA/ Keflavik: Borgarnes: KLIPPÓTEK ISBJÖRNINN Hafnargötu 29, sími 92- 3428 Akranes: Egilsstaðir: Hárgreiðslustofan ELLA Hárgreiðslustofan Höfn Hornafirði: CLARISSA Eskif jörður: SILFURBERG Heiðarbraut 5 Rakarastofa Da Ivík • TRAUSTA REYKDAL HÁRSKERINN Kópavogur: Selfoss: SEVILLA ÚRSMIÐURINN Hamraborg 14 Austurvegi 11 Reykjavík: Bankastræti 14 sími 10485 HALLDÓR Skólavörðustíg 2 simi 13334 RAKARASTOFAN (Sjónvarpshúsinu) Laugavegi 176 simi 20305 Dreifing: R. Guðmundsson, sími 10485

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.