Vísir - 24.06.1978, Qupperneq 32

Vísir - 24.06.1978, Qupperneq 32
■ |*S Guðlaugur verður ríkis- sáttasemjari Gunnar Thoroddsen, féiagsmálaráöherra, skipaOi I gær Guðlaug Þorvaldsson, háskóla- rektor, i embætti rikis- sáttasemjara. Um veit- ingu starfsins var haft samráö viO AlþýOusam- band islands., Vinnu- veitendasamband is- lands og Vinnumáia- samband samvinnufé- laganna. Skipunin gildir til næstu fjögurra ára frá og meö 15. apríl 1979 að telja, en vegna rektors- starfa GuOlaugs getur hann ekki fyrr en þá tekiö að fullu viö hinu nýja embætti. Torfi Hjartarson hefur sem kunnugt er sagt sátta- semjarastarfi sinu lausu, og lætur nú af þvi fyrir aldur sakir. Umsækjendur auk Guölaugs um starf rikissáttasemjara voru: Björgvin Sigurðs- son, hrl., dr. Gunnlaug- ur Þóröarson hrl., Jón Erl. Þorláksson, tryggingafræöingur og Már Pétursson, héraðs- dómari. —óR GuOlaugur Alþingiskosningarnar 1978 á morgun: Flugvélar óspart notaðar til að flytja kjörgögn Stefnt er að þvi að talningu atkvæða i I á mánudagsmorgun samkvæmt þeim alþingiskosningunum verði lokið i öllum upplýsingum sem Visir hefur aflað sér kjördæmum landsins fyrir klukkan sjö | hjá formönnum allra yfirkjörstjórna. Vlðast þar sem er lengra en þriggja tima akstur frá kjörstað aö þeim staö þar sem atkvæöi eru talin hafa verið geröar ráö- stafanir til aö kjörkassar verði sóttir i flugvél. Flogiö verður til Vest- mannaeyja og Grimseyj- ar og til þeirra staöa sem lengst er aö fara I Austur- landskjördæmi, Noröur- landskjördæmi eystra og Vestjarrðarkjördæmi. Flokkun atkvæða hefst fyrr en verið hefur Viö siöustu alþingis- kosningar lauk talningu ekki fyrr en komið var fram á dag daginn eftir kosningar. Allt kapp veröur nú lagt á þaö að talningu ljúki sem fyrst og verður nú undirbún- ingstalning eöa flokkun atkvæöa hafin miklu fyrr i flestum kjördæmum en gert var viö siöustu alþingiskosningar. Þó aö talning hefjist ekki fyrr en allir kjörkassar eru komnir til yfirkjörstjórna verður samt sem áöur hægt aö birta fyrstu tölur fljótlega eftir þaö. tJrslit i Reykjavik klukkan fimm 1 Reykjavik er gert ráð fyrir aö flokkun atkvæöa hefjist milli klukkan sex og sjö á kjördag. Talning hefst strrc* og kjörfundi lýkur og úrslit ættu að liggja fyrir um klukkan fimm um nóttina. 1 Austurlandskjördæmi, Reykjaneskjördæmi, Vestfjaröarkjördæmi, Vesturlandskjördæmi og N oröurla ndsk j örd æm i vestra er áætlaö aö taln- ingu ljúki um og fyrir klukkan sjö um morgun- inn en á fimmta timanum i Norðurlandskjördæmi eystra og milli klukkan fimm og sex I Suður- landskjördæmi. Fyrstu tölur I Reykja- vik og liklega I Reykja- neskjördæmi koma fljót- lega upp úr klukkan ellefu en I Noröurlandskjör- dæmi eystra um klukkan hálf tvö. Úr öörum kjör- dæmum er fyrstu talna aö vænta frá klukkan hálf þrjú til fjögur. Miðað við flug Þessi áætlun miðast við það að allt gangi að ósk- um og hægt verði að fljúga með kjörkassana. Hins vegar ef utankjör- staðaratkvæði verða óvenjulega mörg, einhver vafaatriöi koma upp á eða fjöldi atkvæða stemma ekki við skýrslur kjörstjórna getur talning- in dregist. Ef flugsamgöngur bregðast t.d. á Austfjörö- um og Vestfjörðum getur það tekið frá 6 til 8 timum að koma þeim kössum sem lengst koma landleiðina t i 1 yfirkjörstjórna. Þannig að talning gæti þá ekki hafist fyrr en undir morgun. —KS Radarmœlingor í Reykjavík: Bið á bótagreiðslum A fyrsta fundi nýrrar bæjarst jórnar Kópa- vogs, sem haldinn var i gær, kynnti hinn nýju meirihluti, sem I eru Alþýðubandaiagiö, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur, málefnasamning sinn. Meðal þess, sem þar var kveðið á um, var aö láta athuga um greiðslu á visitöluuppbótum með hliðsjón af samþykktum borgarstjórnar Reykja- vikur. Þá flutti Sigurjón Hillariusson, fulltrúi K- listans, tiliögu um að starfsmönnum bæjarins yrðu nú þegar greidd laun á sama hátt og gert verður i Reykjavik. Til- lögunni var visaö til bæjarráös til nánari at- hugunar, og verður þvi einhver biö á aö ákvörð- un verði tekin um visi- tölubótagreiðslu hjá Kópavogsbæ. Um það bil 25 til 30 manns eru nú teknir daglega fyrir of hraðan akstur i höfuðborginni, að sögn um- ferðardeiidar lögreglunnar. Radarmælingar eru gerðar á hverjum degi á ýmsum stöðum I Reykjavik, eins og sjálfsagt flestir öku- manna hafa oröið varir við. Sektirnar sem borga verður fyrir að aka of hratt eru nokkuö misháar, eftir hraöan- um, en meðaltaiiö er sennilega á bilinu 10 til 12 þús. Þaö er þvi ljóst að lögreglan þénar um 250 til 300 þúsund á radarmælingunum á dag. —GA Tekst nú að leggja Dani? eíslenska landsliðið I knattspyrnu valið ,,Við töpum ekki, og við munum leggja allt i söi- urnar til þessa að sigra Danina loksins” sagði Youri Ilitchev iandsliðsþjálfari KSt á blaðamannafundi i gær þegar islenska landsliðið sem leikur gegn Dönum n.k. miðvikudag var tilkynnt, en iiöiö verö- ur þannig skipað: Arni Stefánsson Jönköping Þorsteinn Bjarnason IBK Arni Sveinsson ÍA GIsli Torfason IBK Jóhannes Eövaldsson Celtic Jón Gunnlaugsson 1A Janus Guölaugsson FH Jón Pétursson Jönköping Dýri Guðmundsson Val Atli Eðvaldsson Val, Ásgeir Sigurvinsson Standard Hörður Hilmarsson Val Karl Þóröarson IA Guömundur Þor- björnsson Val, Teitur Þóröarson Oster Pétur Pétursson 1A Arnór Guðjohnsen Vik- ing. Þvi miöur er nokkurt vafamál hvort Asgeir Sigurvinsson getur mætt I leikinn, en það mun skýrast um helg- ina hvort hann fær leyfi I leikinn hjá Standard. * Komi Asgeir þá verða 5 atvinnumenn i Islenska liðinu, en Danir mæta hingaö með 5 atvinnumenn. Þetta veröur 103. landsleikur Islands, og i 13 skipti sem leikið er gegn Dönum. Danir hafa unnið 10 leiki, en tveimur hefur lokiö meö jafntefli. Markatalan er 51:12 fyrir Dani, en á mið- vikudag veröur von- andi brotið blaö I islenskri knattspyrnu- sögu og erkióvinurinn lagður aö velli. gk-. Yfirvinnubann á Siglufirði Stjórn- og trúnaðarmannaráð verkalýösfélagsins Vöku á Siglufiröi hefur samþvkkt að sett verði á yfir- vinnubann frá og með 1. júli n.k. og giidir það fyrir þá atvinnurekendur sem ekki hafa samið við félagið fyrir þann tima. ÞRJ,Siglufirði/—KS VÍSIR-SMÁAUGLÝSINGAR Opið virka daga til kl. 22 Laugardaga kl. 10-14. Sunnudaga kl. 18-22 VISIR Simi 86Ó1I VISIR VÍSIR Simi 86611 VÍSIR VISIR' Simi 86611 VISIR

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.