Vísir - 07.07.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 07.07.1978, Blaðsíða 6
6 Ef svo er, bendum við ó mjög góða og óhrifaríka lausn: ANTIPERSPIRANT úði (spray) 100 ml Fœst i APÓTEKINU og snyrtivörubúðum Eimiig pH-antiper- spirant krem 25—60 ml og pH-Antiper- spirant púðm' 100 g. pHámia mcdicaa ? i FARMASÍA I I JLI Sími: 25933. _ I LAUST STARF Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða skrifstofumann. Verslunarskólapróf eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknir með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmanna- stjóra. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS. Vélabókhald Hálfs dags starf við vélabókhald er laust til umsóknar hjá Sjúkrasamlagi Reykja- vikur. Laun samkvæmt kjarasamningi ríkisstarfsmanna. Umsóknarfrestur til 25. þ.m. Umsóknum skal skilað i skrifstofu S.R. þar sem veitt- ar eru nánari upplýsingar. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR HAPPDRÆTTI BLINDRAFÉLAGSINS Dregið hefur verið i happdrætti Blindrafélagsins Aðalvinningurinn Dodge Aspen bifreið kom á miða NR. 21800 Aukavinningurinn sólarlandaferð að verð- mæti 130.000.00 á miða NR. 16008 Blindrafélagið þakkar öllum landsmönn- um veittan stuðning i afstöðnu happdrætti. BLINDRAFÉLAGIÐ. 19092 SÍMAR 19168 Höfum til kaups og sölu Föstudagur 7. júll 1978 VISIR [ Umsjón: Guðmundur Pétursson - | Likunum staflaö á vörubil i Panzos þar sem herinn I Guatemala gekk erinda jaröarkaupaspekúianta. ARÐRAN OG OFSÓKN INDÍÁNANNA Um sjö hundruö Kekchi-indi- ánar, afkomendur Mayanna, fóru fylktu iiöi um aöaiþorps- götu Panzos i Guatemala i mai- lok i örþrifatilraun til þess aö mótmæla nauöungarflutningum þeirra burt af bújöröum, sem þeir og forfeður þeirra hafa nytjaö i aldanna rás. Sumir þeirra höföu I belti sér „machete”, skógarsveöjuna, aðalverkfæri þeirra i baráttunni viö frumskóginn og uppskeru- vinnuna á korn- og sykurreyr- ökrunum. En viö ráöhúsiö mættu þeir hermönnum, sem eftir nokkrar ýfingar, hrinding- ar og pústra hófu skothriö á indiánana úr hriöskotarifflum. „Skothriöin kom af húsþökun- um og úb gluggum húsanna.sem umiykja torgiö”, sagöi einn sem komst lifandi úr þessari örlaga- riku mótmælagöngu I viötali viö fréttamann NEWSWEEK ekki alls fyrir löngu, þegar loks siuö- ust út fréttir af blóöbaöinu. „Fólkiö hrundi niöur, en margir tóku til fótanna”. Nokkrar felmtri slegnar kon- ur gripu börn sin I fangiö og hlupu út I straumþungt Poio- chic-fljótiö sem þorpiö stendur viö. Þau drukknuöu. „Okkar mótmæii áttu aö fara friösamiega fram. Viö ætluöum einungis aö hitta bæjarstjórann aö máli. Ef viö heföum haft iilt i hyggju, heföum viö ekki tekiö konur okkar og börn meö”, sagöi annar indiáni, sem komst af. Um þennan atburö sendu stjórnvöld frá sér tilkynningu, þar sem sagöi, aö þrjátiu og átta Kekchis-indiánar heföu fallið i „uppreisn smábænda, sem vinstrisinnaöir hryöjuverka- menn, Fidel Castro á Kúbu og trúarsöfnuöir heföu æst til ill- verka”. Kaþólskir prestar I Guate- mala, háskólastúdentar og aör- ir, sem samúö hafa meö mál- staö indiánanna, telja aö dánar- talan hafi verið eitthvaö á annaö hundrað. Skipulögöu þeir mót- niælagöngu i höfuöborginni I annarri vikunni I júni, þar sem um áttatiu þúsund manna gengu frá hjá stjórnarhöllinni hróp- andi: „Hugleysingjar! Rag- geitur!” Talsmenn herforingjastjórn- arinnar létu I ljós eftirsjá og hryggð sina vegna atburöarins. Sendiherra Bandarikjanna i Guatemala, Jorge Lamport-Ro- dil, lét eftir sér hafa: „Einhver i utanrikisráöuneytinu hefur likt þessu viö blóöbaðið i Kent-riki og ég er honum sammála. — Einhver hefur greinilega oröiö þarna taugaóstyrkur, kannski úr báöum hópum, og látið hendur skipta”. Jarðardeilur Land þaö, sem um er deilt, liggur báöum megin „Trans- versal-brautarinnar”, þjóö- braut, sem veriö er aö leggja frá Karibahafinu til landamæra Mexikó, og sker þarna lands- hluta sem enginn hefur hirt um eöa ásælst hingað til nema indi- ánarnir, sem þar hafa búiö á arfleifö forfeöra sinna. Lögmenn sem aðstoðað hafa indiána i viöskiptum viö hvita, segja, aö siöustu tvö árin hafi heilum frumskógarþorpum indiána veriö sundraö I ágengni hvitra, sem hyggjast brjóta nýtt land, eöa leita oliu, nikkels og annarra ieyndra auöæfa I jöröu. Um leiö hefur þjóöbrautarlang- ingin leitt af sér miklar jaröar- kaupaspekúiasjónir, sem bitnað hafa á indiánunum. „Þaö, sem her er aö gerast, er hin eilifa saga Amerlku, sem enginn endir viröist ætla aö vera á,” sagöi einn erlendu dipló- matanna, sem staösettur er I Guatemala-borg. „Indiánarnir eru hraktir af aröbæru landi sinu undan ágirnd hvitra, sem einskis svifast viö aö láta greip- ar sópa um þaö, sem þeir ná til”. Áhrifamiklir jarðeig- endur Meöal þeirra, sem jarönæöi eiga aö þjóöbrautarstæöinu meö búgöröum og tilheyrandi, er Kjell Laugerud, hershöfðingi og forseti Guatemala. Þaö svæöi er kallað „hershöföingjaskákin”, þvi aö annar hershöföingi Romeo Lucas, veröandi forseti iandsins, á þar meir en sjötiu og átta þúsund ekrur sömuleiöis. Verömæti þessa lands hefur auövitaö margfaldast vegna nauösynjar rikisins á aö kaupa rými undir vegarstæöiö. Menn geta velt þvi fyrir sér, hvort aö þaö sé tilviljun, aö vegurinn skuli lagöur um landi, sem reynist vera I eigu mestu valda- manna landsins. En hver undr- ast iengur, hvaö viögengst I Suöur-Ameriku. „Þaö er vaninn hér, aö herinn er á bandi þess fóiks, sem völdin og auðinn hefur”, sagöi Fran- cisco Villagrán, kjörinn vara- forseti Guatemala. „En ef hann nú einu sinni hætti aö draga taum annars, og héldu hlutleysi milli snauöra og rikra, mundi þaö fleygja okkur áfram um hundruð ára i þróuninni.” En af blóðbaðinu i Panzos aö dæma er langt frá þvi, að herinn sé reiöubúinn til þess aö gegna hlutverki friöarstillis i Guatemala.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.