Vísir - 07.07.1978, Blaðsíða 11
» T < "•
vism Föstudagur 7. júli 1978
11
EKKI HÆGT AÐ
EYÐA TÍMANUM í
EINSKIS NÝTT HJAL
Sveinn Björnsson, fyrsti forseti
lslands,lagöiá það megináherslu
á valdatima sinum, að stjórnar-
kreppa mætti ekki standa langan
tima. Hann benti islenskum
stjórnmálaforingjum réttilega á
það, að myndun stjórnar væri eitt
helsta hlutverk Alþingis, og ef Al-
þingi gæti ekki veitt þessa for-
ustu, yrðu aðrir að koma til.
Sveinn sagði, að ekkertland þyldi
að vera án ábyrgrar forustu. Þvi
skipaði hann utanþingstjórn þeg-
ar persónulegur metnaður stjórn-
málamanna kom i veg fyrir þing-
stjórn 1942.
Sveinn Björnsson taldi það
höfuðágalla islenskra stjórn-
málamanna, að þeir gerðu of lit-
inn greinarmun á Alþingi og
framkvæmdarvaldi. Hann gerði
þar glöggan mun á. Hann var
fylgjandi þingræðisstjórn. Hins
vegar mátti þingræðið ekki hafa i
för með sér stjórnleysi.
Tíma eytt til einskis
Kosningar fóru fram 25. júni sl.
Úrslit þeirrar kosninga voru þau
að núverandi rikisstjórn missti
meirihluta sinn. Er hún þriðja
stjórnin 1 röð sem þannig glatar
stuðningi kjósenda.
Daginn eftir, held ég, baðst
rikisstjórnin lausnar. Þar með
var landið stjórnlaust. Meirihluti
Alþingis studdi ekki þessa stjórn
og forsetinn hafði fallist á
lausnarbeiðni.
1 framhaldi af þessu átti vitan-
lega að fela einhverjum stjórnar-
myndun. Einhverjum, sem bæði
forseti og meiri hluti Alþingis
gátu treyst til sliks, a.m.k. forset-
inn. Slikt hefur hins vegar ekki
verið gert og er það stórlega
ámælisvert.
Islenskir stjórnmálamenn virð-
ast hins vegar þeirrar skoðunar
að æðsta stjórn rikisins skipti
engu máli, — þeir flýta sér ekki
einu sinni að kalla saman fund
eftir kosningar og er þó vitanlegt
öllum að sllkir fundir eru alltaf
haldnir eftir kosningar.
Og svo gefin út bráða-
birgðalög
Núverandi rlkisstjórn er um-
boðslaus. Hún stjórnar frá degi til
dags og er nánast án ábyrgðar.
Slik stjórn á samkvæmt eðli máls
ekki að gera neinar ráðstafanir,
sem binda hendur næstu stjórnar,
umfram það sem Alþingi hefur
gert. Sérstaklega er slikri stjórn
óheimilt að stofna til útgjalda
r ▼ "" 'i
Haraldur Blöndal/ lög-
fræöingur, skrifar um
stjórnarmyndunarviö-
ræður og gagnrýnir að
enn skuli engum hafa
verið falin forysta um
myndun ríkisstjórnar.
umfram fjárlög. Þrátt fyrir þetta,
samþykkti forseti tslands, að rétt
væri að gefa út bráðabirgðalög
um eyðslu úr rlkissjóði. Þessa að-
gerðforseta og viðkomandi ráð-
herra verður að teljast mjög
hæpna. ■
Þótt hér á landi hafi ætið verið
rúmt túlkuð ákvæði stjórnarskrár
um heimildir til útgáfu bráða-
birgðalaga, þá hefur aldrei fyrr,
aðégheld, verið gengið svo langt
að leyfa umboðslausum ráðherra
að ávlsa á fé rlkissjóðs án fjár-
lagaheimildar.
Tiu dagar til einskis
Þegar þetta er ritað eru liðnir
tiudagarfrá kosningum. Tiu dag-
ar eru liðnir án þess að reynt hafi
verið að mynda rikisstjórn. Tiu
dagar eru liðnir án þess að for-
seta eða leiðtogum Alþingis hafi
dottið i hug nýtur maður til þess
að mynda stjórn.
Þetta geristum leið og vitað er,
að hjól efnahagslifsins eru farin
aðhægja á sér, um leið og vitað er
að sjávarútvegurinn er búinn að
éta upp verðjöfnunarsjóð sinn, —
um leið og vitað er að framundan
eru harkalegar aðgerðir i efna-
hagsmálum.
Kauprán fráfarandi rikis-
stjórnar er minni háttar hnupl,
miðað við það sem koma skal.
A slikum stundum er hver dag-
ur dýrmætur. Þá er ekki hægt að
eyða ti'manum i einskis nýtt hjal
um æskilega hluti. — Timinn fyrir
kosningar var ætlaður til sllks.
Timinn eftir kosningar er til að-
gerða.
Land án forustu
Þegar þetta er ritað hefur eng-
um veriðfalið að reyna að mynda
stjórn. Allt hangir i lausu lofti.
Enginn forystumaður þorði að
gefa yfirlýsingu um stefnuna eftir
kosningar. Feluleikurinn var svo
mikill að jafnvel þótt stjórnar-
flokkarnir hefðu bætt við sig tiu
þingmönnum í stað þess að tapa
þeim, þá hefði forsætisráðherra
beðist lausnar. Sama ástandhefði
sem sé orðið án tillits til úrslita
kosninga. Eins og stendur er
landið forystulaust. Enginn einn
hefur verið kallaður til forystu.
Sérhver dagur án ábyrgrar
rikisst jórnar glataður dagur, sem
mun siðar koma Islendingum i
koll.
Prófsteinn á stjórn-
kerfið
Menn heyra rætt um það, að
leiðtoginn ætli sér góðan tima til
myndunar rikisstjórnar. Það er
jaf-nvel rætt um allt að tveggja
mánaða stjórnarmyndunartil-
raun.
Sveinn Björnsson hefði aldrei
leyft stjórnmálamönnum sllkan
munað. Hann hefði gert þeim þá
einföldu kosti, annað hvort að Al-
þingi, þ.e. stjórnmálamennirnir,
mynduðu stjórn innan mánaðar,
eða að hann sem æðsti handhafi
framkvæmdavalds yrði að skipa
landinu stjórn, sem hann treysti.
Þá skiptirseinagangur Alþingis
ekki lengur máli, Alþingi gæti
hvenær sem er sett af utanþings-
stjórnina.
krisflo i burtu
•8 nýia mcnn
* ritstjórn
Benedíkt og Lúðvík
neddvst vid i S*r
iHAGSLEIÐIR, SEM
IEI VERÐA FARNAR
stjórnað skera, enda verður hún
ekki mynduðnema annað tveggja
þjóðarsátt eða kjarasátt verði
inni, ef ekki báðar tegundir sátta.
Bölvuð óþægindi
Sættir þýða auðvitað að deilu-
aðilar verða að láta af kröfum
sinum eðaaðstöðu. Þessum sætt-
um hefur verið reynt að koma á
allar götur frá þvi land byggðist
og gengið misjafnlega. Með frek-
legri notkun visitölu nú á dögum
hafa sættir orðið brýnni en ella,
enda er visitölunni svo fyrir kom-
ið, að enginn má lengur hreyfa sig
i fjörrum hornum stéttanna i
þjóðfélaginu, svo aö ekki hækki
allt verðlag og öll laun I landinu.
Þar sem svo vill til að við erum
ekki ein I heiminum, og þurfum
m.a. að sæta utanrikisviðskiptum
(sem eru náttúrlega bölvuð óþæg-
indi), koma ýmis óþægileg atvik
fyrir meðan stendur á þeim ópe-
rettuflutningi, sem menn eru að
troða upp með hér heima eftir
kúnstarinnar reglum. Stundum
verður hreinlega að stoppa ópe-
rettuna meðan freistað er að fá
hanatil að vera samstiga itrustu
möguleikum okkar i utanrikis-
verzluninni. Stundum stöðvast
hún þegar söngvararnir fara i
verkfall.
Pennastrikið
Þótt stundum hafi verið hlegið
að kenningunni um pennastrikið
til lausnar verðbólgunni má
merkilegt vera ef þetta penna-
sfrik er ekki til. Við getum hugsað
okkur að stjórnvöld ákveði að
færaallt verðlag og öll laun aftur
/---------------------\
Indriði G. Þorsteinsson
skrifar: Verkalýðsfor-
ystan og atvinnurekend-
ur eru eins og það kyn
spendýra, sem sækir sér
til óbóta í rófnagarðinn.
Það fylgja ekki miklar
hugmyndir slíkri ásókn.
tO ákveðins mánaðardags fyrir
tveimurárum eða tiu árum og til-
kynni að öll verðskráning og
kaupskráning skuli framvegis
miðast við grunntölur, sem
fengnar eru frá þessum degi.
Slikt pennastrik muni þýða að
byrjað væri að nýju að prjóna
verðbólguna, nema aðgerðunum
fylgdi meiri takmörkun á verkun-
um vlsitölunnar en nú. Sjálfsagt
eru þeir margir, sem ekki telja
þessaleiðfæra. Menn sem standa
i stórum aðgerðum og skulda
mikið mundu efalaust telja, að
þarna væri verið að gera síðustu
tOraunina til að leggja allt fram-
tak á íslandi i rúst, og verkalýðs-
hreyfingin mundi rifast I tvö ár,
um hvaða dag ætti að velja á liön-
um árum til viðmiðunar. Þannig
myndu æðstu átakaöflin i þjóð-
félaginu sameinast með vissum
hætti gegn stjórnvöldum i þessu
máli og þar sem stjórnvöldum er
anpaðmeiragefiðen kjarkur yrði
að likindum ekkert úr fram-
kvæmdinni. Hins vegar skyldu
mennhafa i huga að pennastrikið
er til og þvi væri hægt að beita
með fyrrgreindum hætti.
Önnur leið sem ekki
verður farin
önnur leið sem verður heldur
ekki farin, er einnig til. Hún
mundi beinast að mestum hluta
að innflutningsverzluninni og
húsnæðislánum. Þegar upp komst
að við skipakaup erlendis hafði
verið gefið upp hærra verð á
skipum en kaupendur þurftu að
borga, hafa eflaust flestir haldið
að um væri að ræða einstakt tO-
feOi i innflutningsverzlun. Þarna
væri þá um merkilegt atvik að
ræða og skipasalar væru um leið
farnir að bera höfuð og herðar
yfir aðra spekúlanta landsins.
Þeir hafa aftur á móti aldrei
fengið orð fyrir að sigla hærri byr
en aðrir i viðskiptum. önnur
dæmi úr innflutningsverzluninni
sýna, að likindi eru á þvi að tölu-
vert af vöru, sem hingað er flutt,
sé skráð á sérstöku söluverði að
ósk kaupenda. Þessi aðferð mun
þá hafa þróast smám saman og
aðstæður innanlands ýtt á eftir.
Rekstursfjárkostnaður hefur
hækkaðþaðmikiðá undanförnum
árum, að næstum er óhugsandi að
flytja inn suma hina ódýrari vöru
með þeim vaxtakjörum og
álagningarreglum sem gilda,
nema til komi töluverð álagning
erlendis kaupanda til góða, sem
færð er á vöruna í útflutnings-
landinu. Stöðugar verðhækkanir
á allskonar innfluttri vöru er
hvergi i samræmi við verðþróun
erlendis en það erueinmitt þessar
verðhækkanir sem benda til þess
að innflutningsverzlunin kyndi að
hluta undir þeim kötlum sem
valda verðbólgunni. Hluti af
hækkununum kemur frá rikinu
sjálfu og sjálfvirkum hækkunum
á fragt. En það bætir ekki úr skák,
séu sérstök verð látin gilda um
vörusölu til Islands.
Lánamái húsbyggjenda
1 öðru lagi er hægt að minnka
þensluna meðþviað snúa sér af
alvöru að lánamálum húsbyggj-
enda. Það er vitað mál að
skammtimalánin í byggingar-
iðnaðinum, sem auk þess ná ekki
nema til litOs hluta byggingar-
verðs, hafa fram að þessu skapað
slikan þrýsting á launasviðinu, að
liklega má telja þennan vanhugs-
aða og óskipulagða þátt eina
helztu orsök verðbólguþróunar-
innar. TO hliðsjónar mætti hafa
dæmi um fjörutiu ára lán, sem
næmi um sextiu prósentum af
kostnaðarverði ibúðar. Þá mundi
þess gæta fljótlega á launasviöinu
samfara lækkunum á nauðsynja-
vörum vegna endurskoðunar á
innflutningsverzlun. 1 þriðja lagi
þyrfti siðan ný rikisstjórn að
hrinda alvöruvegagerð 1 fram-
kvæmd, vegna þessað góðir vegir
létta einnig undir með almenningi
sem nú er allur i bilum.
Ekkert af þessu verður
framkvæmt
Þessar þrjár leiðir, endur-
skoðun innflutningsverzlunar,
fjörutiu ára lán til Ibúðakaupa og
vegirnir myndu færa fólki nokkra
von um lækkandi tilkostnað og
um leið meiri kaupmátt launa,
þannig að sættir fengjust i bOi.
Jafnvel værihægt að hugsa sér að
beita pennastrOcinu i leiðinni til
aðhafa lægri tölur til að f jalla um
frá degi til dags. En ekkert af
þessu verður framkvæmt á næstu
árum. Menn halda i visitöluna
sina eins og einhvern hluta mann-
réttinda, og skerðing hennar er
nú orðin að meiriháttar pólitlsk-
um glæp, sem jafnvel veltir fylg-
inu af grónum flokkum. Verka-
lýðsforustan og atvinnurekendur
eru eins og það kyn spendýra sem
sækir sér tO óbóta I rófnagarðinn.
Það fylgja ekki miklar hug-
myndir slikri ásókn. Og kúasmal-
inn telur sig ekki hafa annað þarf-
ara að gera en reka úr garöinum.
Hann fær heldur ekki stórar hug-
myndir við þá iðju frekar en
rikisstjórnir siðustu áratuga.IGÞ