Vísir - 07.07.1978, Blaðsíða 24
Sleppt
wr gœslu
Gæsluvarðhald
mannsins/ sem réðst
inn í íbúö í Vestur-
bænum, ógnaði konu
með hnífi og neyddi
til samræðis, rann út
á miðvikudag og var
honum þá sleppt.
Maðurinn hafði þá
setið 30 daga f gæslu-
varðhaldi og gengist
undir geðrannsókn.
Arnar Guömundsson,
deildarstjóri Rannsóknar-
lögreglu rikisins, sagði i
morgun, að niðurstaða geð-
rannsóknar hefði ekki gefið
tilefni til að óska eftir
framlengingu á gæsluvarð-
haldinu. Rannsókn málsins
væri aö ljúka og það siðan
sent rikissaksóknara.
—SG
Skuld ríkissjóðs við Seðlabankann 26 milljarðar
Jókst um tvo
milliarða ó
einum mónuði
i
Skuld ríkissjóðs við Seðlabankann var við
siðustu mánaðamót tæpir 26 milljarðar
krónaog hafði aukist um 2 milljarða frá því
greiðsluáætlun gerði ráð
fyrir. Rikið ætti sem sagt
1,5 milljarð inni hjá við-
skiptavinum sinum.
í lok-maí s.l. samkvæmt þeim upplýsingum,
er Vísir fékk hjá Höskuldi Jónssyni, ráðu-
neytisstjóra í f jármálaráðuneytinu.
Höskuldur sagði að
þessi greiðslustaða eða
skuldaaukning rikissjóðs
væri heldur lakari en bú-
ist hefði verið við. Þetta
stafaði einkum af þvi aö
greiðslur i rikissjóð eða
fjármagnsinnstreymi
hefði verið um 1,5
milljörðum minna en
Hins vegar hefði ekkert
misræmi komið á milli
tekna og gjalda sam-
kvæmt greiðsluáætlun
rikissjóðs. Að visu hefði
hvortveggja breyst með
aukinni verðbólgu.
Nánar sundurliöað
skiptist skuld rikisins við
Seðlabankann þannig, að
yfirdráttarskuldir á
hlaupareikningi voru 7,1
milljaröur, annarskonar
lán ógengistryggð 3,2
milljarðar, gengistryggð
lán 12,6 milljarðar og
gengismunur 3 milljarð-
ar.
Meginstofn þess, sem
nefnt er annars konar lán,
er skuld frá siöasta ári,
sem breytt var i föst lán i
siðasta mánuði.
— KS
Erveriðvarað vinna að framkvæmdum, þar sem hinn nýi miðbær
á aö risa, var af slysni farið með gröfu í tólf tommu plaströr, sem
lá þar í leyni einhversstaðar neðanjarðar. Af því stafar þessi
myndarlegi vatnsstrókur, sem við sjáum hér á myndinni. Menn frá
Vatnsveitunni komu þó f Ijótt á vettvang og skrúfuðu fyrir dýrðina.
Vísismynd GVA
Steingrímur viff
vinstri stiórn
„Já, ég er enn sama sinnis", sagði Steingrímur Hermannsson,
ritari Framsóknarf lokksins, þegar Visir innti hann eftir því hvort
hann væri enn þeirrar skoðunar að Framsóknarflokkurinn ætti
ekki að útiloka stjórnaraðild með Alþýðubandalagi og Alþýðu-
flokki. „Ég undirstrika það hins vegar að é i tel að sigurvegarar
kosninganna eigi að hafa allan veg og vanda af slíku."
,,En Framsóknar-
flokkurinn á aö minu mati
áö stuðla að þvi”, sagði
Steingrimur ennfremur,”
aö annaö hvort verði þeir
i minnihlutastjórn eða viö
meö þeim i stjórnarsam-
starfi, verði ekki um
annan kost að ræða.”
Visir innti Steingrim
eftir þvi, hvort hann teldi
að skoðun hans ætti mikiö
fylgi innan flokksins, og
sagöi hann, að erfitt væri
að svara þeirri spurn-
ingu, en hann teldi þó
almennan vilja fyrir þvi
að stuöla að myndun
minnihlutastjórnar eða
meirihlutastjórnar meö
hlutleysi eða fullri aöild.
Steingrimur sagði, að
með þvi að samþykkja
málefnasamning minni-
hlutastjórnar Alþýðu-
flokks og Alþýðubanda-
lags, yrði flokkurinn að
vissu leyti ábyrgur, en
meiri ábyrgð fylgdi
beinni þátttöku. „Þetta
eru meira og minna
fræðilegar hugmyndir og
Framsóknarflokkurinn
mun ekki eiga neitt frum-
kvæði i þessu efni”, sagði
Steingrimur. Gsal/ÓM
Vilja samstarf
við Samtökin
Ákveðinn hópur ráðandi manna innan Framsóknarflokksins
hefur fullan hug á því að hef ja senn formlegar viðræður við full-
trúa Samtaka frjálslyndra og vinstri manna um samstarf þessara
tveggja stjórnmálaflokka.
Óformlegar viðræður
áhrifamanna beggja
flokkanna hafa þegar
farið fram og mun Stein-
grimur Hermannsson,rit-
ari Framsóknarflokksins,
hafa m.a. tekiö þátt i
þeim. Ekki er vitað um
hug formanna flokkanna
hvaö samstarf áhrærir,
en vilji mun vera fyrir
hendi af hálfu ýmissa
manna úr báðum flokkum
fyrir sem viðtækustu
samstarfi.
A fundi i Félagi ungra
Framsóknarmanna i
fyrrakvöld báru þessi
mál á góma og voru
undirtektir fundarmanna
góðar. Þó mun þvi ekki að
leyna að verulegur
ágreiningur rikir um
þetta mál sem önnur á
framsóknarheimilinu um
þessar mundir og er mál
manna að hart sé nú bar-
ist um völdin innan
flokksins. „Hreinsunar-
deildin” svonefnda sem
er allsráðandi i FUF i
Reykjavik og heimtar
m.a. framkvæmdastjóra
Timans úr stóli sinum og
róttækar breytingar á
flokksmálgagninu virðist
þess albúin að leggja til
frekari atlögu gegn
flokksforystunni. Þykir
ýmsum sem ekki séu ólik-
ir timar nú innan flokks-
ins og þegar „Möðru-
vallahreyfingin” var upp
á sitt besta.
Fundur verður i fram-
kvæmdastjórn flokksins i
dag og þykir næsta vist að
þessi mál verði rædd þar.
Drykkja í
Keflavík
Keflavikurlögreglan
hafði mikið að gera i
nótt. Af ástæðum, sem
ekki eru kunnar, var
geysimikið fyllerí þar
syðra i nótt, og fanga-
hús lögreglunnar fylit-
ist sömuleiðis.
Drykkjan fór fram i
heimahúsum og á göt-
um miðbæjarins.
—GA
Árásar-
maðurinn
ófundinn
Árásarmaöur-
inn, sem réðst á
18 ára stúlku í
Hljómskálagarð-
inum i fyrrinótt
er ófundinn. Mál-
ið er i höndum
rannsóknarlög-
reglunnar.
—GA
Kúrekamynd
í Vísisbíói
Sölu- og blaðburðarbörn Vísis eru boðin í
Laugarásbíó á laugardaginn klukkan þrjú.
Þar verður sýnd kvikmyndin Ferðin til
Shiloh, sem er hörkuspennandi kúreka-
mynd.
Ekki sést frá
18. júní
I.ýst er eftir 25 ára göml-
um manni, Gunnlaugi
Vilhjálmssyni, Miklubraut
70, Reykjavik.
Gunnlaugur er um 179 sm
á bæð, grannur, skolhærð-
ur, stutthærður. Gunnlaug
vantar vinstri handlegg frá
olnboga, notar krók.
Gunnlaugur var klæddur
i hvíta iopapeysu, með
bekk, Ijósar gallabuxur og
var I sandölum.
Þeir sem einhverjar upp-
lýsingar geta gefið um
ferðir Gunnlaugs eftir 18.
júni s.I. eru vinsamlegast
Gunnlaugur Vilhjálmsson
beðnir um að láta lögregl-
una I Rcykjavík vita.
VÍSIR-SMÁAUGLÝSINGAf
Opið virka daga til kl. 22
Laugardaga kl. 10-14
Sunnudaga kl. 18-22
VISIR
Simi 66611
VlSIR
VISIR
Simi 86611
VÍSIR
VÍSIR
Simi 86611
VÍSIR