Vísir - 07.07.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 07.07.1978, Blaðsíða 8
Föstudagur 7. júli 1978 VISIR fólk JAZZISTINN CARTER T - A R Z A ; N Margur jazzistinn á sér þann draum að fá einhvern tima að leika með stórkörlum á borð við Gillespie.Hampton, Goodman, Ellington of I. Faestum gefst hinsvegar kostur á því og láta sér naegja til huggunar, vonina um að draumurinn geti enn raest. Svo hleypur á snaerið hjá öðrum sem hingað til hafa unnið sér allt annað til frægðar en jazz. Slikt henti Carter á dögun- um, en það er al- gjörlega ósannað mál að hann hafi nokkru sinni svo mikið sem leitt hugann að jazz meðan hann fékkst við hneturæktunina og þvi siður eftir að hann varð forseti. Nema hvað? A 25 ára afmæli Newport Jazz Festival sem haldið var á dög- unum tróð Carter upp ásamtGillespie og söng með honum „Salt Peanuts" eða salthnet- ur. Var forsetinn spurður að þvi hvort hann ætlaði sér að troða viðar upp. Svar- aði forsetinn þvi til að það væri aldrei að vita nema hann þyrfti það eftir þennan atburð. l R * / m P ~*r. K a 1 íí R « B l Y u H sáÖl R O Ajgj L WJt L U m R A * N ■ D “ R ■ E a S : Ö N S D HÆTTUR AÐ SOFA John Travolta sem frægur varð fyrir leik sinn í myndinni Saturday Night Fever er vinnuþjarkur hinn mesti. Ásamt þvi að leika i sjónvarpsþátt- um og syngja inn á plötur er hann nú að leika i þriðju kvikmynd sinni sem heitir Moment by Moment. Vinir hans og vanda- menn hafa miklar áhyggjur af þessari eljusemi leikarans unga og eru hræddir um að hann hreinlega drepi sig á allri þessari vinnu. Nú er svo komið fyrir Travolta að hann er hættur að geta sofið og er þá aldrei að vita hvernig fer. RINGO DREGUR ÚRDRYKKJU -Brennivin er böl seg- ir einhvers staðar og þau orð getur Ringo Starr fyrrverandi Bítill svo sánnarlega tekið undir. En drykkjuskapur hefur háð trommaranum gamla undanfarin 2 ár og má segja að hann hafi drukkið svo að segja linnulaust nótt sem nýtan dag. Þetta voru orðin hreinustu vandræði svo að hann tók á sig rögg og hætti að drekka, ja svona næstum því. Ringo segir að hann haf i leitáð til Bakkusar þegar Bítlarnir hættu aðspila saman og hann stóð allt í einu uppi einn og yf irgefinn. Svo jókst þetta svona stig af stigi en kastaði þó alveg tólfunum þegar konan yfirgaf hann og tók öll börnin með sér. — Já svona getur þetta verið. \ • f • : M Ó \ • R • • • í Y*ú ert nú meiri vesalingurinn Hún hefur þig alveg f vasanum. ^Ég léti ekki bjóöa mér þetta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.