Vísir - 07.07.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 07.07.1978, Blaðsíða 9
9 Smurbrauðstofan BJORNIIMIM Njálsgötu 49 - Simi 15105 SKYNDIMYNDIR Vandaöar litmyndir í öll skírteini. barna&fjölsk/ldu- Ijásmyndir AUSrURSTR€TI 6 SÍMI12644 Um vandamál drykkjusjúkra Gunnar Þórarinsson skrifar: „Þörf á breyttum rekstri drykkjumannahæla” Rikiö leggur fram stóra fjárupphæð til reksturs drykkjumannahæla, hér á landi og mætti sérstaklega minnast á eitt þeirra hér i þess- ari grein, og þaö er hælið svo- kallaða með fjórum nöfnum Gæsluvistarhælið á Gunnars- holti, Gunnarsholtshælið, Vist- heimilið á Akurhóli og Hælið á Gunnarsholti. Rekstur þess hælis væri efni i stóra blaða- grein eða bækling mætti. gefa út um rekstur þess ffa þvi að það var sett á stofn árið 1954. Hælið vistar eða getur hýst um 40 manns i gömlu marg endur- byggðu húsi sem árlega er verið að lappa uppá, með ærnum kostnaði. Núverandi forstjóri er annar forstjóri hælisins frá stofnun þess. NU svo er búiö að skipa aðstoðar forstjóra, og auövitað er tilheyrandi starfe- fólk, á stofnuninni, eins og ger- ist. Það teljast vera alls á laun- um hjá rikinu, við þetta hæli um 11 manns. En nú skal sagt frá aðalstarfsemi og tilgangi meö rekstri svona stofnunar sem kostar skattborgarana milljónir og árangri með vist hvers og eins einstaklings á svona stað. Meira en helmingur vistmann- anna á þessu hæli eru heimilis- fastir þarna, vel vinnufærir menn og færir um að bjarga sér úti i lifinu eins og annað fólk. En stjórnendur hælisins eru staðn- aðir i sinu starfi. Visttimi hljóö- ar uppá 3-6 mánuði, en fjöldinn og oftast sömu mennirnir eru þarna árum saman og það er látið viðgangast og ekkert er gert til að upplýsa þessa menn eða tala um fyrir þeim, um nýtt lif, húsnæði i bænum og atvinnu. Félagsmálafulltrúi og læknir sérfræðingur i sálfræði koma þangað hálfsmánaðarlega og halda fyrirlestur og prógramið er siendurtekiö aftur og aftur hættu að drekka og þá eru allir vegir færir. Það er ekki minnst á neina uppbyggingu, fyrir hvern og einn, ekki eru nein persónuleg viðtöl um félagsleg mál og tilgang meö dvöl á svona hæli. Svo minnst sé á vinnuna þá vinna vistmennirnir, ég tek það fram að karlmenn eru þarna eingöngu, á aldrinum frá 26 ára til 75 ára. Húsverk er helmingur af vinnunni og hellu- og rör- steypugerð. En ekki langt frá þessu hæli er rikið meö Fóöur og fræ þar sem framleiddir eru graskögglar, og 3-4 menn fá þar vinnu, aðeins með þvi að vera góðir vinir stjórnenda hælisins, og þessir menn geta rifið upp milljón krónur á 4-5 mánuðum ef ekki meira, meðan rör- steypumenn, sem vinna á veg- um hælisins hafa þetta 2000 krónur á dag. Ég skal fullyrða að þetta hæli er rekiö með halla og rekstur þess er ekki i þeim anda að hjálpa drykkjumönn- um. Vistmaöur sem fer frá hæl- inu eftir umsaminn visttima er jafnnær og þegar hann kom þangað. Það er gert upp viö hann og tekið i hendina á honum og ekki nefnt viö hann hvorki um húsnæði eða atvinnu. A svona stofnun á að vera til stað- ar ákveðið form eða prógram að engin vistmaður fari af staðnum fyrr en búið er að útvega honum húsnæði og atvinnu. Leið all- flestra þessara manna sem fara þaöan fá inni á Farsótt sem er gistiskýli sem Reykjavikurborg rekur, fyrir húsnæðislausa menn. Þegar talaö er um rekst- ur og sparnaö i opinberum rekstri, þá mætti spara t.d. bara á rekstri þessa hælis milljónir. Ég ætla ekki að fara að hræra i ýmsu þama á þessu Gunnars- holtshæli, en ég skal nefna bara sjálfan mig, ég hef dvalið þarna og er ekki ókunnugur hlutum þarna, vist þarna og dvöl er al- gerlega tilgangslaus, og ég veit um mörg slik dæmi að enginn hefur fengið þá breytingu sem þyrfti að koma, eftir vist á svona stað, svo er annað — að andrúmsloftið og stjórn á þessu hæli þyrfti algerrar endurskoö- unar meö. Ég ætla að koma nokkrum orðum aö, i þessum litla pistli, og minnast á Samhjálp Hvitasunnumanna, og Vistheimiliö þeirra uppi i Hlaðgerðarkoti i Mosfellssveit. A þeim stað er enginn rikis- rekstur og i þessari stuttu-grein get ég ekki lýst öllu þvi góða i meðferð á drykkjumönnum sem þar fer fram en ég vildi aðeins minnast á það að þeir peningar sem renna úr rikissjóði austur I hælið væri betur varið hjá Sam- hjálp. Drykkjumaðurinn er mannvera Samhjálp Hvitasunnumanna hafa rekið heimili fyrir þá sem áfengið hefur náð yfirtökum á og þeir hafa yfir aö ráða húsnæði sem getur vistaö með sæmilegu móti 15-20 manns. Það er margt á prjónunum hjá þeim góðu mönnum sem hafa Bibliuna að leiöarljósi. Yfir stendur bygging á nýju stóru húsi sem á að hýsa ýmsa starfsemi jafnvel i sama formi og Reykjalundur rekur. Ég tel það sjálfsagöa kröfu af hendi skattborgara þessa lands að timi sé kominn að lita i bækur rikisrekinna fyrirtækja og ég minnist sérstaklega á drykkju- mannahælið á Gunnarsholti sem er algerlega staðnað og er rekiö af stjórnendum þess eins og hvert annað einkafyrirtæki. Og það ætti að komast inn i huga forstöðumanna rlkisfyrirtækja að þessi fyrirtæki eru eign landsmanna, og nýafstaðnar kosningar sýndu aö almenning- ur i landinu er að vakna, og að leggja mætti niður fjöldann allan af rikisfyrirtækjum, rikis- báknið er að kafsigla þjóöina. En nokkur orð aftur um rekstur drykkjumannastofnana, það er ekki nóg að afvatna drykkju- manninn i þetta langan tima, spurningin er og verður aö kom- ast á, hvað tekur við eftir út- skriftaf hæli. Drykkjumaðurinn er mannvera en ekki drusla sem fleygja má inn i geymslu, loka huröinni, og segja svo við viðkomandi, þú mátt fara, vist- timinn er búinn. Ég veit að það verða margir mér sammála eft- ir lestur, þessarar greinar sem gæti veriö margar heilsiöur i dagblaði. er þaö aumingjalegasta nið sem hugsast getur. Þetta er litil- mennska sem endurspeglar gjörla fordóma smásálarinnar og veiklund þeirra manna sem sem hvarvetna finna sig reiðu- búna aö sparka i þá sem minna mega sin. Að fá sig til þessa „skopþáttar” er mun ógæfu- legra en ella vegna eftirfarandi orða Heiöars: „Eitt sem hefur sært mig óskaplega er hræösla ýmissa karlmanna, jafnvel kunningja, sem veröa ótta- slegnir um að ég fari að leita á þá undir vissum kringumstæö- um”. Hérferaugljóslegamaður sem orðið hefur fyrir barðinu á gróusögum. Undir þær viljið þiö ýta. Kynvilla er aö sjálfsögðu ekki fyndin. Sérstaklega vegna þess Persónuníð í útvarpi opið bréf til umsjónarmanna þáttarins „Á níunda tímanum" Stefán Jón Hafstein skrifar: Reykjavik 5.7.1978 í kvöld höfðuð þið i frammi i þættinum ykkar þaö fýrirlitleg- asta persónunið sem mig rekur minm til að hafa heyrt og séð i Islenskum fjölmiðlum. 1 aula- legri „skopstælingu” á blaöa- viötali við Heiðar Jónsson er birtist siðastliðinn sunnudag I Morgunblaðinu, látið þið ykkur sæma að fara með háði á hendur honum. Goðgá væri það þó varla nema vegna þess að „kimnin” fólst i þvi aö rægja og auðviröa einkamál og tilfinningar mannsins. 1 umræddu blaðaviðtali ræöir Heiðar um það orð sem af hon- um hefur farið sem kynvillingi og segir það rangt. Hann segir: „....margur maðurinn hefur reynt við mig vegna misskiln- ings...Égvilþótaka fram vegna ærumeiðinga i minn garð, að væri ég kynvilltur mundi ég ekkert skammast min fyrir að viöurkenna það”. 1 þættinum ykkar finnst ykkur sniðugt að snúa þessum orðum upp i öfug- mæli og slá að auki föstu að maðurinn sé kynvilltur. 1 ofan- álag viö það er svo kynvillan framreidd sem skopleg. Þetta að kynvillingar hafa oröið aö sæta ofsóknum og „háöi” af þvi tagi sem þiö beitiö. Þó svo væri að Heiöar Jónsson, ég, eöa ein- hver annar væri kynvilltur, réttlætti það á engan hátt „grin” ykkar. Það er óviðeig- andi og særandi. Afsökun ykkar getur á engan hátt orðið sú að nafn Heiðars hafi ekki veriö nefnt i þættinum. Hverjum þeim er lesið hafði viðtalið i Mbl. matti vera ljóst að við hann var átt. Og það gat ekki verið átt við nokkurn ann- an. Efni spaugsins var beint gegn honum persónulega, fyrir þá sem Heiöar nefndi i blaðinu bæði „vitlausa og seinþroska”. Winther vinsælustu og bestu þríhjólin Varahlutaþjónusta. önhn Spítalastíg 8, simi 14661, pósthólf 671. Ný spónlagningar- pressa til sölu Súðarvogi 44 Sími 31360 (Gengiö inn frá Kænuvogi) Lærið vélritun Ný námskeið hefjast þriðjudaginn 11. júlí n.k. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna. Innritun oq upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13.00. VélritunarskQlinn Suðurlandsbraut 20

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.