Vísir - 07.07.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 07.07.1978, Blaðsíða 7
7 Skattabyltingin í Kaliforníu leiddi til lœkk- unar útgjalda En hún gœti reynst Jerry Brown, ríkisstjóra, happdrœtti Skattabyltingin i Kaliforniu náði upphaf- legum tilgangi sinum i gær, þegar Jerry Brown, rikisstjóri, beitti neitunarvaldi sínu gegn hækkun launa ríkisstarfs- manna, lagði blessun sina á minnkun fram- laga til fóstureyðinga- sjóða og undirritaði þá loks fjárlög Kaliforníu, sem hann kallaði bæði mögur og ströng. Lokatölur fjárlaganna vorú upp á 14.7 milljarða dollara, sem eru nærri stærstu fjárlög nokkurs rikis í Bandarikjunum, en þetta er I fyrsta sinn I 17 ár, sem tilraun þykir vera sýnd til þessaðdraga úr útgjöldum þess opinbera. Þessi niðurskurður útgjalda tók einnig til væntanlegra hækk- ana á almennum tryggingum. Kemur hann i kjölfarið á at- kvæðagreiðslu, sem fram fór fyrir mánuði I Kaliforniu (fjöl- mennasta riki USA), þar sem kjósendur greiddu þvi yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða sinna að dregið skydi úr fasteigna- skstti ' Umræðurnar fyrir þá at- kvæðagreiðslu hafa verið kall- aðar skattabyltingin, þar sem kjósendur fylktu sér undir slag- orð á borð við: „Besta leiðin til þess að koma i veg fyrir eyðslu þess opinbera, er að láta það ekki hafa peningana”. Þessi vakning hefur siðan bergmálað i öllum rikjum USA, og leynist ekki lengur andúö al- mennings á þvi, sem hann kall- ar „skattpiningu”. — Þykir íik- legt, að þessi vakning eigi eftir að breiðast út til annarra landa, þar sem hún getur viöa fundið góðan hljómgrunn, og hefur raunar þegar sýnt sig áður, eins og I Danmörku þar sem Fram- faraflokkur Glistrups varð næststærsti stjórnmálaflokkur landsins strax i sinum fyrstu kosningum, en stefna Glistrups var niðurskurður opinberra út- gjalda og hann sjálfur frægur af baráttu sinni við skattalögin. 1 Bandarikjunum hafa stjórn- málamenn strax áttaö sig á þvi, hvað klukkan slær, og allir sem einn lýst sig fylgjandi meiri sparnaði i umsvifum þess opin- bera. En jafnvel með mikilli nýtni og hagræðingu hjá þvi opinbera verður naumast komið á móts við óskir kjósenda um minni skatta — eða alla vega ekki meiri hækkun þeirra — öðruvisi en minnka eitthvað þjónustu þess opinbera við þá, eins og t.d. með fækkun I lögregluliði, kenn- araliði, slökkviliði o.s.frv. Eða með þvi að halda launum opin- berra starfsmanna niðri. Það er ekki alltof liklegt til vinsælda heldur. Fyrir hinn 38 ára gamla rikis- stjóra Kaliforniu, Jerry Brown, er undirritun þessara fjárlaga töluvert happdrætti. Brown er talinn liklegur til þess að keppa að útnefningu demókrata fyrir forsetakosningarnar 1980 við sjálfan Jimmy Carter. Það er að segja, ef hann nær endurkjöri sem rikisstjóri núna i nóvem- ber. Þegar Brown var kjörinn rikisst jóri fyrir tveim árum, gat hann þakkað það að miklu leyti öflugum stuðningi samtaka opinberra starfsmanna I Kali- forniu, sem hann hefur nú staöið i vegi fyrir að fái launahækkan- ir. Dóttir forsœtisróð- herrans ataði þingmenn taði Yana Mintoff, dóttir forsætisráðherra Möltu, á yfir höfði sér að verða sett á saka- bekk i London, en hún var önnur þeirra, sem köstuðu plastpokum, troðnum af hrossataði, yfir þingmenn neðri málstofunnar í gær. Þingmenn gátu þakkað það viðbragðsflýti og fótum, ef þeir sluppu undan þessum sending- um ofan af áheyrendapöllunum, þar sem Yana og 24 ára gamall atvinnulaus Iri létu pokunum rigna niður i þingsalinn. — Flestir pokanna sprungu við snertingu. Gera varð hlé á þingstörfum, meðan salurinn var gerður hreinn aftur. 1 dreifimiðum, sem fyigdu hrossataðinu sögðust þessi tvö vilja leiða athygli manna að kröfum IR A-hryðjuverka- manna I fangelsum á N-lrlandi, en þeir krefjast sömu meöferð- ar og striðsfangar. Fyrr i gær höfðu fjórar konur lagst i götuna fyrir framan Buckingham-höll og fyrir fætur á hestum iifvarða hennar hátignar. Gátu vaktaskiptin ekki farið eðlilega fram, en það- er athöfn, sem jafnan laðar aö sér fjölda manns. — Konurnar fjórar sögöust krefjast betri að- búnaðar til handa 85 irskum hryðjuverkamönnum (IRA) i irskum fangelsum. — Margir þessara fanga eru i hungur- verkfalli um þessar mundir. Draugar nasista Hart hefur verið lagt að dr. Hans Filbinger, forsætisráðherra kristi- legra demókrata i Bad- en-Wiirttemberg, að segja af sér vegna dauðadóma, sem hann kvað upp sem dómari fyrir 33 árum. Hinn 64 ára gamli flokksleiðtogi (sem þessa dagana er I frii i Sviss) viðurkenndi i gær sann- leiksgildi blaðafrétta um, að hann hafi dæmt 2 þýska sjóliða til dauða I Noregi (á hernámsárun- um) i april 1945 eða nokkrum vik- um fyrir styrjaldarlok. Annar var dæmdur fyrir lið- hlaup, en hinn fyrir morð og lið- hlaup. — Hvorugum dauðadómn- um var fullnægt, þvi að báðir sjó- liðarnir höfðu sloppið til Sviþjóð- ar. Fyrr á þessu ári sætti dr. Fil- binger gagnrýni fyrir að hafa krafist dauðarefsingar yfir 22 ára gömlum liðhlaupa, sem tekinn var af lifi i Osló i mars 1945. Fram til þess aö tímaritið „Stern” birti i fyrradag fréttir af þessum tveim liðhlaupum til við- bótar, hefur dr. Filbinger haldið þvi fram,að mál 22 ára liöhlaup- ans hefði verið eini dauðadómur- inn, sem hann hefði átt hlut að. 1 útvarpsviðtali i gær sagði hann, að hin tvö tilvikin hefðu liðið sér úr minni. Stjórnarandstaðan og mörg blöð V-Þýskalands hafa krafist þess, að Filbinger segi af sér. Jafnvel einn áhrifamanna meðal fiokksbræðra hans hefur tekið undir gagnrýnina. Gagnrýninni fyrr i vetur svar- aði dr. Filbinger með þvi, að hann hefði ávallt verið andstæðingur nasismans og hefði einungis fylgt fyrirmælum. Meðal efnis í Helgar- blaðinu w a morgun: „Þarna mættust ást- heitar meyjar og kraftmiklir sjómenn” — Ási i bæ er fyrir löngu orð- inn eins konar þjóðsagnaper- sóna I vitund Islendinga enda komið viða við á viöburðariku æviskeiði. En hvort sem við tölum um rithöfundinn, sjó- manninn, lagasmiðinn, út- gerðarmanninn eða textahöf- undinn Asa i Bæ verða Vest- mannaeyjar óhjákvæmilega umgjörð atburðanna. Sveinn Guðjónsson, blaðamaður, ræðir við Asa um lifið i Eyjum fyrr og nú, um ástir, sjó- mannsku, skáldskap, tónlist og fleira. „Engum eru íslend- ingar likir” — segir Guðmundur Danieis- son, rithöfundur m.a. i siðari hluta viðtais ómars Þ. Halldórzzonar við Guðmund þar sem þeir ræða m.a. um lifsgátuna og heilbrigða skyn- semi... Á bak við tjöldin Heigarblaðið bregður sér aö tjaldabaki á Sumargleöi Ragnars Bjarnasonar og félaga og fylgist með þvi sem þar fer fram. Vikivaki Páll Pálsson ræðir við sænsk- islensku hl jóm s v eitina Vikivaka Auk þess: Konur i myndlist: Svala Sigurleifsdóttir ræðir við Þuriði Fannberg, mynd- listarmann. Svipmyndir af Ameriku — eftir ólaf Hauksson Eitt í einu: — eftir Steinunni Sigurðar- dóttur Og margt fleira helgarlesefni er i blaðinú að venju. Missið ekki af Helgar- blaðinu ó morgun:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.