Vísir - 25.07.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 25.07.1978, Blaðsíða 3
3 vism Þriöjudagur 25. júli 1978 Landburður aff f iski um allt land — Friðunaraðgerðir greinilega ffarnar að segja til sin, segja fiskifrœðingar og útgerðarmenn Landburður hefur verið af fiski, nánast um allt land, að undanförnu, og viða jafnvel svo mik- ill að erfiðleikum hefur valdið i landi. Vilhelm Þorsteinsson hjá Út- geröarfélagi Akureyringa sagöi i samtali viö Visi i morgun, aö mokafli heföi veriö hjá togurun- um aö undanförnu. Þeir ættu i miklum erfiöleikum af þessum sökum, þar sem slæm mæting heföi veriö i frystihúsinu vegna sumarleyfa, en öllum afla væri landaö á Akureyri. Vilhelm sagöi þetta allt vera þorsk, og veiöi- svæöin væru Uti af vestanveröu Noröurlandi og á Hala. Viihelm sagöi aö enginn vafi léki á þvi aö fiskfriöunin væri far- in aö segja til sin, og þaö munaöi miklu, aö Islendingar væru nú einir á miöunum. Jón Páll Halldórsson hjá Norðurtanganum á Isafiröi tók i sama streng og kvaö afla hafa veriö mjög góöan aö undanförnu, einkum heföu grálúöuveiöarnar gengiö vel. Veiöisvæöiö væri viö Kolbeinsey, og þar væru bátar aö veiðum frá Isafiröi, Súgandafiröi og Húsavik. Þá væri þorskafli einnig ágætur, sagöi Jón Páll. Hann kvaö þaö ennfremur far- iö aö segja til sin, aö útlending- arnir værukomnir út úr landhelg- inni og Islendingar sætu einir aö aflanum. Fiskurinn væri nú stór ogsegja mætti aö góöur afli heföi veriö á öll veiöarfæri. En þaö yröi þó líka aö hafai huga, aö gæftir heföu veriö óvenju góöar i sumar, heföi þaö sin áhrif. Þá haföi Visir einnig samband viö Jón Jónsson, forstjóra Haf- rannsóknastofnunarinnar, i morgun. Jón kvaöst ekki hafa aldursgreiningu á þeim afla sem nú væri aö berast á land, og vildi þvi litiö um aflahrotuna segja. Þó væri augljóst aö friöunaraögeröir væru farnar aö bera árangur, og þaö væri öruggt aö þaö ^skipti miklu máli aö útlendingar væru ekki lengur aö veiöum innan land- helginnar. Jón Jónsson vildi þó taka þaö fram, aö þessi siöasta aflahrota breytti engu um þaö sem vitaö væri um ástand fisk- stofna, það breytti ekki mati fiskifræöinga á stærö stofnanna. Hér kæmi enda fleira inn i, svo sem hagstætt veöurfar og fleira. —AH. Ríkið tekur 90 kr« af bensín- lítra Rikisstjórnin hefur heimiiaö hækkun á bensini úr kr. 119 upp I kr. 145 sem er 21.85 prósent hækk un. Gasolia á bila hækkar úrkr. 54 upp i kr. 63, sem er 16.67 prósent hækkun. Olia til húshitunar hækk- ar úr kr. 39.20 upp i kr. 45.05 sem er 14.92 prósent hækun. Þessar hækkanir eru vegna hækkunar kostnaðar erlendi^ gengisbreytinga, hækkunar vega- gjalds, aukins dreifingarkostn- aðar og hækkaös framlags á inn- kaupajöfnunarreikningi oliufé- laganna. Cif-verð á bensini er kr. 29.48 en rikiö bætir þar ofaná kr. 89.39. —ÓT. Glaðning- urinn í póst í dag Skattálagningarseölar veröa sendir út til Reykvikinga i dag,aö sögn Gests Steinþórssonar skrif- stofustjóra skattstjóra i gær. Að sögn Gests veröur skatt- skráin siöan lögö fram á fimmtu- dag eöa föstudag. Alagningar- seölarnir eru sendir út áöur en skattskráin er lögö fram til þess aö foröast aö hreint neyöarástand myndist á skrifstofum skattstof- unnar er allir vilja vita hve há gjöld þeir bera. t morgun var ekki búið aö taka saman skrá yfir hæstu gjaldendur i Reykjavik og verður þvi vænt- anlega ekki lokiö fyrr en um leiö og skattskráin veröur lögö fram. SIMAR: 1-69-75 & 1-85-80 Urval af sólstólum og sólbekkjum Auk úrvals af allskonar húsgögnum nýjum og notuðum. Lítið inn og gerið góð kaup. Verið velkomin. —AH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.