Vísir - 25.07.1978, Blaðsíða 14

Vísir - 25.07.1978, Blaðsíða 14
14 Þriðjudagur 25. júli 1978 visra Neikvœðar niðurstöður leirrannsókna íslenski leirinn ekki nógu góður Umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á islenskum leir og athugað hvort hann væri nothæfur i ýmsar iðnaðarvörur. Rannsóknir þessar hafa Rannsóknastofn- un iðnaðarins og Iðntæknistofnun haft með höndum. Sýni þau sem rannsökuð hafa verið hafa verið tekin i nágrenni við Búðardal. „Það var kannaö hvort islenski leirinn væri nothæfur i t.d. múrsteina, holræsi og þakhellur. Niðurstöður urðu þæraðhannvarekki talinn nógu góður, vegna þess hve grófur og járnrikur hann er”, sagöi Gisli Einarsson hjá iðnaðar- ráðuneyti, þegar við inntum hann eftir niöurstööum þessara rannsókna. Brennslubil leirsins er mjög litið og það gerir það að verkum að hann er ekki nógu þéttur og hleypir i gegn um sig vatni. Til þess að hann verði nothæfur þarf aö blanda hann með innfluttum efnum, sem talið er of kostnaðarsamt. Leirinn var ekki talinn heppilegur i holræsi vegna þess hve þau yröubrothætt. Þvl væru rör úr þessum leir ekki eins meðfærileg og önnur rör sem eru á markaði. Vegna þess hve leirinn er gljúpur, þá hentar hann ekki heldur i tigulsteina. Ef leirinn er notaður til leirkerjagerðar, þá þarf að hafa á honum þykkan glerung og þvi er hann ekki heldur talinn heppilegur til þess. —KP. íslendingar kaupa um 300 þúsund gallabuxur á ári! — Sambandið fflytur inn 30 þúsund buxur í ár Sambandið áætlar að flytja inn um 30 þúsund galla-og flauelsbuxur á þessu ári, samkvæmt upp- lýsingum ófeigs Hjalte- sted, fulltrúa fram- kvæmdastjóra iðnaðar- deildar SÍS. Fullyrðingar hafa komið fram að undanförnu um að Sambandiö hygði á innflutning á 60 þúsund buxum, og sagði Ófeigur þær rangar. Hið sama sagði Ormar Skeggjason, verslunarstjóri i Torginu, er þessar fullyrðingar voru bornar undir hann. Síöast á blaöamannafundi Félags is- lenskra iðnrekenda á miðviku- daginn var sagt aö inn yrðu flutt- ar 60 þúsund buxur undir merkinu „Brittannia”, a vegum,,islensks aðila”, og var þar átt við Sam- bandiö. Öfeigur sagöi að Brittannia- buxurnar væru framleiddar i Hong Kong, af bandarisku fyrir- tæki en ekki bresku. Buxurnar kosta hér 7.600 krónur út úr búö, og sagði Öfeigur það vera „sam- keppnisfært verð”. Til saman- burðar má geta þess, að verð á ■ ■ I Vandervell vélalegur Ford 4-6-8 strokka benzin og diesel vélar Austln Mini Bedford B.M.W. Buick Chevrolet 4-6-8 strokka Chrysler Citroen Datsun benzin og diesel Dodge — Plymouth Fiat Lada — Moskvitch Landrover benzin og diesel Mazda Mercedes Benz benzin og diesel Opel Peugout Pontiac Rambler Range Rover Renault Saab Scania Vabis Scout Slmca Sunbeam Tékkneskar bifreiðar Toyota Vauxhall Volga Volkswagen Volvo benzín og diesel I Þ JÓNSS0N&CO Skeilan 17 s. 84515 — 84516 gallabuxum, framleiddum hjá verksmiöjunni Heklu, er um 5.500 krónur út úr búö. Þar er þó um aö ræöa vinnubuxur fyrst og fremst, en ekki tískufatnaö, þannig aö ekki er rétt aö bera verö þeirra buxna saman viö. Ófeigur sagöi, aö raunverulega væri þessi innflutningur á 30 þús- und buxum ekki stórvægilegur. Mætti til dæmis benda á aö Hekla framleiddi um 80 þúsund buxur á ári. Ófeigur sagöi og aö áætlaö væri aö markaður væri fyrir 250 til 300 þúsund galla- og flauels- buxur hér á landi á ári. Aö lokum sagöi Ófeigur, aö nú væri von á „nýrri linu” frá Heklu, þar eö fyrirtækiö ætlaði að fara aö framleiöa tiskubuxur, sem þá myndu meðal annars keppa viö Brittannia-buxurnar, Er von á þeim fyrir haustiö, sagöi Ófeigur. AH 6ÍLAVARAHLUTIR Saab '68 VW 1600 '68 Willys '54 Fíat 850 sport '72 Moskvitch '72 Fíat 125 S '72 Chevrolet Cheville '65 Bifreiðaeigendur athugið Við lagfærum hemla á öllum gerðum bif- reiða. 17 ára starfsreynsla tryggir yður góða þjónustu. Framkvæmum ennfremur almennar viðgerðir, ef óskað er. Höfum á- vallt fyrirliggjandi hemlahluti i allar gerðir ameriskra bifreiða á mjög hag- stæðu verði. STILUNG HF. Skeifan 11 simar 31340-82740. ÓKEYPIS MYNDAÞJÓNUSTA Opið 9-21 Opið i hddeginu og a laugardögum kl. 9-6 Toyota Crown árg. '67. Véfarlaus en að öðru leyti tilbúinn undir skoðun. Ný sumardekk. Tilvalinn til að setja í 8 cyl. vél. Verð tilboð. BILASALAN SPYRNAN VITAtORGI milli Hverfisgötu og Lindcrgötu Simar: 29330 og 29331 Willysárg. '55.,4cyl Liturrauður. Verð samkomulag. Sumardekk. Skoðaður '7ft. Fiat 127 árg. '72. 4 cyl. Litur rauður. Ný frambretti. Nýjar spindilkúlur. Ný. upptekinri gírkassi. Tilboð óskast í þennan of boðslega f lotta Bronco árg. ''66.'... Allur nýupptekinn. Sjón er sögu ríkari. Plymouth Duster árg. 71. Sjálfskiptur. Rauður, 2 ja dyra, power stýri útvarp. Sumardekk. Skoðaður 78. Verð kr. 1.650 þús. Skipti. Skuldabréf. Ford 100 Pick-up árg. '67 8 cyl, Grænn, gott lakk. Skoðaður 78. Bíll í toppstandi. Snyrtilegur bíll með góðu húsi. Skipti, hlutabréf. Peugeot 504 árg. 74 Diesel, gólfskiptur. Grænn 4ra dyra með powerbremsum, útvarpi, sumardekkjum. Skoðaður 78. Verð kr. 2,2 millj.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.