Vísir - 25.07.1978, Blaðsíða 24

Vísir - 25.07.1978, Blaðsíða 24
Þriðjudagur 25. júli 1978 Loðnuveiðar stöðvaðar i viku: 30-40 bátar hœtta veiðum Lagningu lýkur i september: Hitaveituœð fyrir 400 milljánir Vinnu við lokaáfanga aðalhitaveituæðar- innar frá Reykjum lýkur væntanlega í september i haust< að því er Jóhannes Zoega, hitaveitustjóri, sagði í samtali við Vísi i morgun. Þessi lokaáfangi aðal- æðarinnar nær frá Elliða- ám að hitaveitugeym- unum á Oskjuhlið, um fjögurra kilómetra leiö, meöal annars meðfram endilöngum Bústaðavegi. Jóhannes sagöi að áætl- aður kostnaður við þenn- an lokaáfanga væri rúm- ar 400 milljónir, en það eru tvö verktakafyrir- tæki, sem vinna verkið. Við eystri hlutann er það Hlaðbær h.f., og við þann vestri Miðfell h.f. Aður hafði verið lögð aðalæðin frá Reykjum að Elliða- ám, en þessum áfanga lýkur væntanlega i september sem fyrr sagði. —AH Vinnu viö lokaáfanga aðveituæðar Hita- veitunnar frá Reykjum að öskjuhlíð á að Ijúka i september. Þessa mynd tók Gunnar þar sem verið var að vinna við aðveituæð- ina við Bústaðaveg í morgun. Ákveðið hefur verið að stöðva loðnuveið- ar frá og með deginum í dag til miðnættis 31. júlí, eða í eina viku. Þessi ákvörðun var tekin á sameiginlegum fundi Loðnunefnd- ar, fulltrúa verksmiðjueigenda og fulltrúa útgerðarinnar í gærkvöldi. Fyrir aðeins tveim til þremur árum hefðu menn ekki trúað sínum eigin augum, ef þeir hefðu séð Sigurð RE í Sundahöfn, með 1400 tonn af loðnu seinni hluta júII. Með sumar- veiðunum hefur þetta breytst, þó 1400 tonn- in séu að sjálfsögðu aflamet. Loðnan fékkst i fyrradag í 19 köstum um 130 milur norður af Siglufirði. Að sögn Kristbjörns Árnasonar, skipstjóra, virtist um frekar lítinn torfublett að ræða, nokkru vestaren loðnuf lotinn hafði verið á veiðum. Áður hefur Sigurður mest komið með 1360 tonn að landi. GA Astæða stöðvunarinnar er sú að mikiö átumagn i loðnunni hefur valdið erfiðleikum i verksmiðj- unum. Geymsluþol henn- ar er auk þess mjög litiö þannig aö verksmiðjurn- ar geta ekki tekiö viö nema takmörkuðum afla. Nú munu milli 30 og 40 bátar vera komnir á veið- arnar. Þessir bátar verða nú allir að hætta veiðum en undanskildir eru þeir loðnubátar sem eru á miðunum og ekki hafa landað siðastliðinn sólar- hring. Gert er ráð fyrir þvi að þegar veiöar hefjast aftur ákveði Loðnunefnd hve mörg og hvaða skip hefji veiðarnar og þá verður tillit til þess tekið hverjir nú fá að ljúka veiðiferð- um sinum, og til móttöku- rýmis i verksmiðjunum. —HL Ekkert bann í reynd i 6 vikurff — segir Jón Helgason á Akureyri um útflutningsbannið Stjórn Verkamannasambandsins samþykkti ó fundi sínum i gær að beina þvi til aðildarfélaga að þau frestuðu útflutningsbanninu fyrst um sinn. 1 yfirlýsingu frá Verka- mannasambandinu segir að þetta sé gert i trausti þess að bráðlega fáist full viðurkenning á þvi að gengiö veröi til samninga við Verkamannasam- bandið á grundvelli sátta- tilboðs þess hjá sátta- semjara i vor. Jón Helason formaöur Einingar á Akureyri sagði i samtali viö Visi i morgun aö i reynd heföi ekkert útflutningsbann verið siðustu 6 vikur. Það væri ekki hægt að kalla það útflutningsbann þeg- ar veittar væru undan- þágur eftir beiðni hvers og eins. Jón sagði að útflutn- ingsbannið hefði verið framkvæmt þannig vegna þess að við þetta stjórn- málaástand sem rikt hefði undanfarið enginn viðsemjandi verið þar sem kjaraskerðingin hefði verið pólitisk ákvörðun. „Við opinberum þetta nú gagnvart almenningi til þess að svara þeim áróðri að við eigum sök á vanda frystihúsanna. Fyrstu vikur útflutnings- bannsins söfnuðust birgðir fyrir vegna þess en nú eru ekki meiri birgðir þar sem útflutn- ingsbannið hefur rikt en þar sem það hefur ekki rikt eins og Suðurnesjum og Vestfjörðum”. —KS. Vantar skip í útflutninginn Útf lutningur á frystum fjski hefur gengið fremur erfiðlega að undanförnu vegna skortsá frystiskipum. Stærsta skipið, Hofs- jökull, er enn i viðgerð í Boston og kemur ekki i gagniðaftur fyrr en eftir þrjár vikur. Eyjólfur tsfeld Eyjólfs- son, framkvæmdastjóri SH, sagði i morgun að reynt heföi verið að fá leiguskip en það gengi illa og einungis fengist eitt skip. Viða væri oröið mjög þröngt um geymslurými i frystihús- um og útflutningsbannið hefði tafiö skipin fram til þessa og þau verið óeðli- lega lengi i förum. Þótt þetta væri erfitt ástand væri ekki hægt að segja að hreint vandræöa- ástand rikti og vonandi bjargaðist þetta þar til Hofsjökull kæmi aftur úr viðgerð. Gisli Ölafsson forstjóri Jökla sagði að Hofsjökull væri búinn að vera frá vegna vélarbilunar i mánuð og þrjár vikur tæki að ljúka viðgerð. —SG. VÍSIR Brotist inn og 2 millj. stolið ó ísafirði Tveir menn frá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins vinna nú, ásamt yfir- valdinu á tsafiröi, að rannsókn á þjófnaði i Kaupféiagi isfirðinga að- faranótt sunnudags. Þar var stolið 600 þúsndum i peningum og ávlsunum upp á 1400 þúsund. Þjófurinn fór inn um glugga á annari hæð, braut upp skúffu, fann þar lykla og. opnaði peningaskáp. Ýmislegt bendir til að þjóf- urinn hafi verið kunnugur i húsinu. Rannsóknarmenn tóku fingraför a skrifstofunni, en óvist er hvort þau eru þjófsins. —GA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.